Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 16:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-61 á Sydbank Esbjerg Challenge

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Sydbank Esbjerg Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín Magnús, Bjarki Pétursson, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mótið fór fram 17.-20. ágúst í Esbjerg Golfklub, Esbjerg, Danmörku. Aðeins Guðmundur Ágúst náði að komst gegnum niðurskurðinn af íslensku kylfingunum og lauk hann keppni í gær. Guðmundur Ágúst lék á 7 yfir pari, 291 höggi (74 69 75 73) og deildi 61. sæti með 2 öðrum kylfingum. Sigurvegari mótsins var Norðmaðurinn Espen Kofstad eftir bráðabana við Skotann Ewan Ferguson. Þeir voru efstir og jafnir eftir hefðbundið 72 holu spil (báðir á 11 undir pari, 273 höggum) og varð því að útkljá hvor hlyti sigurinn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Hún var í kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið Anna Björk Birgisdóttir Anna Björk Birgisdóttir (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (hefði orðið 116 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016; Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (63 ára); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (59 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (49 ára); Magnus Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 09:00

Women’s Open 2021: Harigae og Hall efstar og jafnar í hálfleik

Síðasta risamót ársins hjá konunum hófst sl. fimmtudag og stendur dagana 19.-22. ágúst á Carnoustie linksaranum í Skotlandi. Það ber heitið AIG Women´s Open. Í hálfleik eru þær Mina Harigae frá Bandaríkjunum og hin enska Georgia Hall efstar, en báðar hafa spilað á 7 undir pari. Sei Young Kim frá S-Kóreu og Lizette Salas fra Bandaríkjunum eru skammt undan á samtals 6 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna í hálfleik á Women´s Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2021 | 20:00

Hvað verður um eina golfvöll Afganistans núna?

Golfvöllurinn í Kabúl er eini golfvöllur Afganistans. Hann er stofnaður 1967. Einhvern tímann var þetta tengill á vefsíðu golfvallarins, en nú birtist aðeins ein mynd á síðunni. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Nú þegar stjórn Talíbana hefir tekið við er óvíst hvað verður um örlög vallarins, eins og svo margs annars með vestrænt yfirbragð í landinu. Fyrir 9 árum síðan, 2012, birti Golf 1 greinarröð um hættulegustu golfvelli heims. Golfvöllurinn var nr. 12  í röðinni yfir þá hættulegustu. Rifja má upp greinina um golfvöllinn í Kabúl nú með því að SMELLA HÉR:  Eftir stríðið var ekkert gras á vellinum, þó það hafi nú reyndar aftur farið að birtast árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips —— 20. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og á því 35 ára afmæli í dag. Garrett spilaði bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (48 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (34 ára); Zac Blair, 20. ágúst 1990 (31 árs); Góðir Landsmenn …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 54 ára afmæli í dag!!! Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · Innilega til hamingju með 54 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (79 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (73 ára); Gordon Brand Jr., (f. 19. ágúst 1958 – d. 1. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2021 | 07:21

Paulina Gretzky mun klæðast brúðarkjól frá Veru Wang

Paulina Gretzky (32 ára) barnsmóðir nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (37 ára) og kærasta hans frá árinu 2013 birti myndir af sér í apríl sl. þar sem hún skálar í kampavíni við tískuhönnuðinn Veru Wang og var að máta brúðarkjóla hjá henni. Sjá myndir hér að neðan Á þriðjudaginn sl. birti Gretzky að nýju mynd, nú af sér ásamt hinni 72 ára Veru Wang, vini sínum Jeremy Cohen og brúðarmey sinni (maid of honor) Kristinu Melnichenko. Sjá mynd hér að neðan Með myndinni lét Paulina fylgja eftirfarandi: “Let the countdown begin✨@verawang,” “@verawang i love you so much!!!! wedding dress of dreams coming soon❤️,”  “Bridal babe alert 🔥🔥🔥🔥🔥🔥. @paulinagretzky WHOA.” Þó að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2021 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst komst einn Íslendinganna 4 í g. niðurskurð!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Sydbank Esbjergs Challenge. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson (+5), Bjarki Pétursson (+4), Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklin Magnús (+8) Mótið fer fram dagana 17.-20. ágúst 2021 í Esbjerg Golfklub, Esbjerg, Danmörku. Aðeins Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurð, hinir íslensku kylfingarnir eru úr leik. Guðmundur lék á samtals 1 yfir pari (74 69), en spila þurfti á samtals 3 yfir pari eða betur til að komast gegnum niðurskurð. Eins og sjá má hér að ofan munaði aðeins 1 höggi að Bjarki næði niðurskurði (en samtals skor kylfinganna Íslensku birtist í sviga eftir nafni þeirra í 2. setningu) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Hill sigurvegari Cazoo Open

Það er skoski kylfingurinn  Calum Hill sem var sigurvegari Cazoo Open. Mótið fór fram dagana 12. – 15. ágúst 2021 í London GC, Ash, Kent, í Englandi. Sigurskorið var 16 undir pari. Frakkinn Alexander Levy varð í 2. sæti 1. höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Guðmundur Þorleifsson – 18. ágúst 2021

Það er Stefán Guðmundur Þorleifsson, fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, sem er afmæliskylfingur dagsins Hann var fæddur 18. ágúst 1916 og hefði því orðið 105 ára í dag. Stefán var í Golfklúbbi Neskaupsstaðar, (GN)., Hann lést þann 14.mars nú í ár og var elsti karlmaður landsins. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Reykjavík Reykvíkingur (97 ára); Egill Egilsson, GMS, 18. ágúst 1956 (65 ára); Anna Kr. Jakobsdottir (65 ára); Grasagarður Reykjavíkur (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Thorey Vilhjalmsdottir (49 ára); Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (31 árs – hann er danskur á Áskorendamótaröðinni) ….. og ….. Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag Lesa meira