Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 15:55

Unglingamótaröð GSÍ 2021 (5): Perla Sól Íslandmeistari í fl. 15-16 ára telpna

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli dagana 20.-22. ágúst 2021. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna á 233 höggum eða 17 höggum yfir pari vallar (76-76-81). Berglind Erla Baldursdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð önnur á 241 höggi eða 25 höggum yfir pari (80-80-81). Helga Signý Pálsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð þriðja á 245 höggum eða 29 höggum yfir pari (82-76-87). Sjá má lokastöðuna í telpnaflokki með því að SMELLA HÉR:  Mynd og texti: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 15:45

Unglingamótaröð GSÍ 2021 (5): Markús Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli dagana 20.-22. ágúst 2021. Markús Marelsson, Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Hann lék á 7 höggu yfir pari samtals eða 223 höggum (77-75-71). Hjalti Jóhannsson, Golfklúbbnum Keili, varð annar á 233 höggum, 17 höggum yfir pari, (79-78-76). Andri Erlingsson, Golfklúbbi Vestmannaeyja, varð þriðji á 241 höggi (80-84-77), 25 höggum yfir pari vallar. Í strákaflokki voru 27 keppendur og má sjá öll úrslit með því að SMELLA HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alana Uriell ——— 22. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Alana Uriell. Uriel fæddist 22. ágúst 1996 og á því 25 ára afmæli í dag!!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Uriell með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gene Sauers, 22. ágúst 1962 (58 ára); Paola Moreno, 22. ágúst 1985 (36 ára);  Brittany Lang 22. ágúst 1985 (36 ára)…. og …. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 14:00

Evróputúrinn: Veerman sigraði á D+D Czech Masters

Það var Johannes Veerman, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, D+D Czech Masters. Mótið fór fram dagana 19.-22. ágúst 2021 í Albatross Golf Resort, Prag, Tékklandi. Sigurskor Veerman var 15 undir pari. Finninn Tapio Pulkkanen , sem leiddi fyrir lokahringinn og Sean Crocker frá Bandaríkjunum deildu 2. sæti, 2 höggum á eftir. Sjá má lokastöðuna á D+D Czech Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2021 | 09:07

Íslandsmót golfklúbba 2021: Golfklúbburinn Esja Íslandsmeistari karla 50+ í 2. deild

„Íslandsmót golfklúbba í 2 deild karla +50 ára flokki fór fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst.2 Golfklúbburinn Esja og Nesklúbburinn léku til úrslita um sæti í 1. deild. Þar hafði Esja betur.“ Esja spilar því í 1. deild að ári! „Golfklúbbur Sandgerðis hafði betur gegn Golfklúbbnum Leyni í keppni um þriðja sætið.“ Íslandsmeistarasveit Golfklúbbsins Esju var svo skipuð: Helgi Anton Eiríksson, Guðlaugur Rafnsson,Ragnar Þór Ragnarsson ,Þorsteinn Sverrisson, Eiríkur Guðmundsson Gunnar Már Sigurfinnsson  og Páll Ingólfsson. Liðsstjóri: Magnús Lárusson Golf 1 óskar Golfklúbbnum Esju innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!!! Mynd og texti (innan gæsalappa): GSÍ. Á mynd fv:  Magnús Lárusson, Þorsteinn Sverrisson, Helgi Anton Eiríksson, Ragnar Þór Ragnarsson, Guðlaugur Rafnsson, Gunnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (34/2021)

Einn góður:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 19:00

Íslandsmót golfklúbba 2021: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari karla 50+ í 3. deild

„Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla +50 ára flokki fór fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst. Golfklúbbur Fjallabyggðar stóð uppi sem sigurvegari í 3. deild. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í 2. sæti og Golfklúbbur Hveragerðis fékk þriðju verðlaun. Alls tóku 8 golfklúbbar þátt í 3. deild karla í +50 ára flokknum að þessu sinni.“ Karlasveit GFB var skipuð þeim Fylki Þór Guðmundssyni, Grími Þórissyni, Sigurbirni Þorgeirssyni og Þorleifi Gestssyni. Liðsstjóri: Grímur Þórisson. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár há Sigurbirni því auk þess að vera Íslandsmeistari 50+ á Íslandsmóti golfklúbba, þá er hann Íslandsmeistari 50+ (varð það nú fyrr í sumar á sama velli þ.e. Vestmannaeyjavelli) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 18:00

Women’s Open 2021: Skandinavar í forystu e. 3. dag

Síðasta kvenrisamót ársins fer nú fram á Carnoustie linksaranum í Skotlandi og stendur dagana 19.-22. ágúst 2021. Fyrir lokahringinn eru Skandinavar með forystu; þ.e. efsta sætinu deila Anna Nordqvist frá Svíþjóð og Nanna Koertz Madsen frá Danmörku. Þær hafa báðar spilað á 9 undir pari, 207 höggum. Fast á hæla þeirra er hin mexíkansk-bandaríska Lizette Salas , á 8 undir pari, 208 höggum, en hún er á höttunum eftir 1. risatitli sínum, líkt og Koertz Madsen. Nordqvist á 2 risatitla í beltinu, en þessi sigur er henni mikilvægur sem liður í að ná að sigra í öllum 5 risamótum kvennagolfsins á ferlinum. Fyrir hefir hún sigrað í Women´s PGA Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 17:30

Unglingamótaröð GSÍ 2021 (5): Staðan fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM); dagana 20.-22. ágúst 2021. Staðan fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun er eftirfarandi: Stelpur 14 ára og yngri 1 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS +8 152 högg (76 76) 2 Eva Kristinsdóttir GM +10 154 högg (74 80) 3 Pamela Ósk Hjaltadóttir GR +20 164 högg (82 82) Í stelpuflokki 14 ára og yngri virðist baráttan vera milli klúbbmeistara GS 2021 Fjólu Margrétar og Evu Kristins úr GM og nokkuð öruggt að önnur hvor stendur uppi sem Íslandsmeistari í morgun. Strákar 14 ára og yngri 1 Markús Marelsson GK +8 152 högg (77 75) 2 Hjalti Jóhannsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 17:00

Íslandsmót golfklúbba 2021: GL Íslandsmeistari í 2. deild kvenna 50+

„Íslandsmót golfklúbba 2. deild kvenna +50 ára flokki fór fram á Kirkjubólsvelli hjá hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 19.-21. ágúst. Alls tóku 8 klúbbar þátt og þar sem að keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára. Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í undanúrslit. Efsta liðið úr A-riðli lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli. Liðin sem enduðu í sætum 3-4 í A og B riðli léku um sæti 5-8. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi og Golfklúbbur Suðurnesja léku til úrslita um sigurinn í 2. deild kvenna. Þar hafði Leynir betur 2-1 og Lesa meira