Guðrún Brá íþróttakona Hafnarfjarðar
Atvinnukylfingurinn úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar í dag, 28. desember 2021. Fór kosningin fram rafrænt á miðlum Hafnarfjarðar í dag. Á vefmiðlinum hafnarfjordur.is sagði um Guðrúnu Brá: „Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár. Hún er kvenkylfingur Golfsambands Íslands og Keilis 2021. Á árinu varð hún Íslandsmeistari kvenna í holukeppni og sigraði á móti B59 á mótaröð þeirra bestu. Guðrún Brá er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu. Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og vann sér inn þátttökurétt á lokamóti á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2021
Það er nr. 118 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 37 ára afmæli í dag! Hmm… árið í ár hefir verið aðeins betra við Kaymer en í fyrra, en samt ekki nógu gott – Í fyrra var hann í 126 sæti; nú er hann í 118. sæti á heimslistanum, eins og fram er komið. Martin Kaymer átti glæsiár, árið 2014 og margt sem gerðist það ár í lífi hans. Eftirminnilegur er stórglæsilegur sigur hans á Opna bandaríska risamótinu, þar sem hann átti 8 högg á næsta keppanda. Eins sigraði hann á Players mótinu, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Benjamin Poke ————–– 27. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Benjamin Poke. Hann er fæddur 27. desember 1991 og því 30 ára í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Poke með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sherri Steinhauer, 27. desember 1962 (59 ára); Árni Hansson, GR, 27. desember 1968 (53 ára); Matthew Zions, 27. desember 1978 (43 ára); Helena Callahan, 27. desember 1986 (35 ára); Benjamin Poke, 27. desember 1991 (30 ára); Unnar Geir Einarsson, GS, 27. desember 1994 (27 ára); Doc Hudspeth Redman, 27. desember 1997 (24 ára)….. Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 27. desember 1998 (23 ára) og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Perla Sól sigraði í Orlandó
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR sigraði á Orlando International Amateur mótinu. Mótið fór fram 20.-22. desember 2021 í Orlandó Flórída. Perla Sól lék á sléttu pari, 216 höggum (73 73 70) og lokahringinn á glæsilegum 2 undir pari á Crooked Cat keppnisvellinum. Hún átti 3 högg á Nancy Dai, sem varð í 2. sæti. Helga Signý Pálsdóttir, GR keppti einnig í stúlknaflokki á mótinu og varð í 13. sæti á samtals 23 yfir pari. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR og Dagur Fannar Ólafsson, GKG, kepptu í piltaflokki og varð Dagur Fannar í 13. sæti en Bjarni Þór í 21. sæti.
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Snær Hákonarson – 26. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Snær Hákonarsson. Arnar Snær er fæddur 26. desember 1989 og á því 32 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnar Snær Hákonarson (Innilega til hamingju með 31 árs afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, dó 26. desember 1916; Antonio Lascuna, Filipseyjum, 26. desember 1970 (51 árs); Svavar Geir Svavarsson; GO, 26. desember 1972 (49 ára); Giulia Sergas, 26. desember 1979 (42 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (52/2021)
Einn ágætur á ensku, sem vert er að hafa í huga nú yfir hátíðisdagana: A word of advice If you drink, don’t drive. And don’t even putt.
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Teitsson– 25. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Aðalsteinn Teitsson. Aðalsteinn er fæddur 25. desember 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Aðalsteins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið Aðalsteinn Teitsson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru: Adalsteinn Teitsson, 25. desember 1961 (60 ára); Mianne Bagger, 25. desember 1966 (55 ára); Jean Françoise Luquin, 25. desember 1978 (43 ára); Petur Kristinn Gudmarsson, 25. desember 1978 (43 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (39 ára ); ….. og ….. Valgerður Halldórsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Gleðileg jól 2021!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: John Ball – 24. desember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er John Ball. Hann fæddist á Aðfangadag 1861 og á því 160 ára fæðingar stórafmæli í dag. John Ball lést 2. desember 1940. Sjá má eldri grein Golf 1 um Ball með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940; Stekkjastaur Jólasveinn (116 ára); Robert J. Shaw, f. 24. desember 1944 (77 ára); Steinunn Kristinsdóttir, 24. desember 1952 (69 ára) Choice Tours Iceland (69 ára); Friðrikka Auðunsdóttir, 24. desember 1968 (53 ára); Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir, 24. desember 1970 (51 árs); Sitthvad Til Sölu 24. desember 1980 (41 árs); Vincent Oliver Norman (sænskur – spilar á Lesa meira
Guðrún Brá og Haraldur Franklín kylfingar ársins 2021
Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2021. Þeir eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þetta er í 24. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Haraldur Franklín er kylfingur ársins. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu Lesa meira










