Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2022 | 12:00

Magnús Guðmundsson látinn

Magnús Guðmundsson afrekskylfingur og skíðakennari er látinn. Á vef Golfsambands Íslands eru eftirfarandi minningarorð um Magnús: „Magnús Guðmundsson fæddist þann 30. maí árið 1933 á Siglufirði. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum þann 16. janúar, 88 ára að aldri. Magnús var í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi á sínum tíma og setti ný viðmið í golfíþróttinni.  Hann var félagi í Golfklúbbi Akureyrar en hann hóf að leika golf 19 ára gamall og fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli aðeins sex árum síðar eða árið 1958. Á sama ári varð hann einnig Íslandsmeistari á skíðum – sem er afrek sem verður án efa ekki leikið eftir.  Á árunum 1963-1966 sigraði Magnús fjögur ár Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sólrún Viðarsdóttir – 17. janúar 2022

Það er Sólrún Viðarsdóttir, sem er afmæliskylfingir dagsins hér á Golf 1.  Sólrún fæddist 17. janúar 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Sólrún er fyrsti jógakennarinn á Íslandi sem útskrifast með kennararéttindi í jóga fyrir kylfinga (YFG = Yoga for Golfers) frá Katherine Roberts í Arizona. Hún kennir svokallað Power Yoga fyrir kylfinga og dansara. Eins og segir á heimasíðu Sólrúnar er helsti ávinningur af því að bæta jóga við æfingaprógramm kylfingsins: Lengri högg Bætt sveifla, jafnari taktur og tempó og aukið úthald Betri einbeiting Meira jafnvægi Lægri forgjöf Meira sjálfstraust á golfvellinum Minni líkur á meiðslum Ánægðari kylfingar Hér að neðan má komast á facebook síðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2022 | 14:00

PGA: Matsuyama sigurvegari Sony Open e. bráðabana við Russell Henley

Það var japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem sigraði á Sony Open. Matsuyama og Russell Henley voru efstir og jafnir eftir hefðbundið 72 holu spil, léku báðir á 23 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-5 18. braut Wailea golfvallarins spilaður að nýju. Var stóð Matsuyama uppi sem sigurvegari, eftir að hafa fengið fugl meðan Henley var með skolla. Þriðja sætinu deildu þeir Seamus Power frá Írlandi og bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner. Sjá má lokastöðuna á Sony Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Kristján Þór Gunnarsson. Kristján Gunnar er fæddur 16. janúar 1958 og á því 64 ára afmæli í dag. Hann er í GKG. Komast má á facebook síðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Kristján Þór – 64 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón Rúdolf, 16. janúar 1959 (63 ára); Stanley Frank Utley, 16. janúar 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Gail Graham, 16. janúar 1964 (58 ára); Lee McIntyre, 16. janúar 1972 (50 ára MERKISAFMÆLI!!!); Bradley Fred Adamonis, 16. janúar 1973 (49 ára); Jimmy Walker, 16. janúar 1979 (43 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (3/2022)

Kylfingur nokkur er með hestaskeifu hangandi á golfpokanum sínum. Einn í ráshópnum spyr: „Trúirðu á þetta?“ Kylfingurinn svarar: „Nei, en ég er sannfærður um skeifan færi líka heppni þó maður trúi ekki á hana!„

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ellý Erlingsdóttir – 15. janúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ellý Erlingsdóttir. Ellý fæddist 15. janúar 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Ellý er í Golfklúbbnum Keili; hefir m.a. setið í stjórn GK og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga þau 3 börn: Erling Daða, Guðrúnu og Kristján Gauta Emilsbörn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ellý til hamingju með afmælið hér að neðan: Ellý Erlingsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (73 ára); Hraunkots Handverk (64 ára);  Árni Þór Freysteinsson, 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson. Elín er fædd 14. febrúar 1971 og á því 51 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Elínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Elín Henriksen – Innilega til hamingju með afmælið!!! Gunnar Smári er fæddur 14. janúar 1996 og á því 26 ára afmæli í dag. Gunnar Smári er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebooksíðu Gunnars Smára hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gunnar Smári Þorsteinsson, GR. Mynd: Golf 1 Gunnar Smári Þorsteinsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mark O´Meara – 13. janúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Mark Francis O´Meara, en hann fæddist 13. janúar 1957, í Goldsboro, Norður-Karólínu og er því 65 ára. Helsti frægðartími Mark er um miðjan 9. áratuginn og fram á síðari part 10. áratugarins en hann var næstum 200 vikur á topp-10 á heimslistanum, allt frá upphafi hans árið 1986 og til ársins 2000. O’Meara ólst upp í Mission Viejo í Kaliforníu. Hann byrjaði í golfi 13 ára þegar hann stalst á golfvöllinn í Mission Viejo Country Club. O’Meara varð síðar starfsmaður í klúbbnum og spilaði á menntaskólaárum sínum mikið þar. Hann var All-American í Long Beach State, og vann U.S. Amateur árið 1979, þ.e. viðureignina við John Cook. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2022 | 13:00

Karen Lind og Bjarni Þór stóðu sig vel á ChampionsGate Junior Open

Karen Lind Stefánsdóttir, GKG og Bjarni Þór Lúðvíksson, GR tóku þátt í ChampionsGate Junior Open mótinu, sem er mót á Hurricane Junior Golf Tour. Mótið fór fram dagana 1-2. janúar 2022, á Champions Gate, í Orlandó, Flórída. Karen Lind lék á samtals 161 höggum (77 84) og varð í 12. sæti í stúlknaflokki. Bjarni Þór lék á samtals 15 yfir pari, (83 76) og varð í 11. sæti. Sjá má lokastöðuna á ChampionsGate Junior Open með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Bjarni Þór Lúðvíksson. Mynd: grgolf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Viðarsson, Harold Horsefall Hilton og Sigríður Jóhannsdóttir – 12. janúar 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Davíð Viðarsson, Sigríður Jóhannsdóttir og Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 153 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Davíð Viðarsson er fæddur 12. janúar 1979 og á því 43 ára afmæli í dag. Betri helmingur Davíðs er Theódóra Friðbjörnsdóttir. Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan   Davíð Viðarsson – Innilega til hamingju með Lesa meira