Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir og Hermann Hauksson – 24. janúar 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO og Hermann Hauksson. Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir fæddist 24. janúar 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.. Jóhanna Dröfn hefir átt fast sæti fyrir hönd Golfklúbbsins Odds í kvennasveit GO og hefir tekið þátt í mörgum sveitakeppnum GSÍ á undanförnum árum, var m.a. í sveit GO sem vann 2. deild kvenna 2005. Af mörgu er að taka í golfferli Jóhönnu Dröfn en hún hefir sigrað í mörgum opnum mótum vann m.a. ára-mót GO 2009. Jóhanna Dröfn hefir setið stjórn í GO. Jóhanna er dóttir Kristins Sigurpáls Kristjánssonar og á eina dóttur Lilju Valþórsdóttur. Eins er Jóhanna Dröfn systir Dóru Kristínar í GHD. Lesa meira
PGA: Hudson Swafford sigraði á The American Express
Það var bandaríski kylfingurinn Hudson Swafford, sem stóð uppi sem sigurvegari á The American Express mótinu. Swafford lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (70 65 66 64). Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð Tom Hoge. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Swafford með því að SMELLA HÉR: Brian Harman, Lanto Griffin og Lee Hodges deildu síðan 3. sætinu allir á samtals 20 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á The American Express með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Valgeir Guðjónsson og Soffía Margrét Hafþórsdóttir – 23. janúar 2022
Afmæliskylfingar dagsins í dag eru tveir: Valgeir Guðjónsson og Soffía Margrét Hafþórsdóttir. Valgeir Guðjónsson er fæddur 23. janúar 1952 og fagnar því 70 ára merkisafmæli. Hann er landskunnur tónlistarmaður, tónskáld og textahöfundur. Valgeir var meðal stofnenda Stuðmanna 1974-1988 og Spilverks þjóðanna 1975-1979. Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Valgeir Guðjónsson – 70 ára – Innilega til hamingju!!! Soffía Margrét Hafþórsdóttir er fædd 23. janúar 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hún er textílkennari við Glerárskóla á Akureyri. Komast má á facebook síðu Soffíu Margrétar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Soffía Margrét Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (4/2022)
Á golfhring hringir siminn hjá einum í hollinu. Hún: „Hæ elskan mín. Uppáhalds gucci taskan mín er núna á aðeins á 3 milljónir. Ertu til í að splæsa hana á mig? Hann: „Jú, jú, allt í lagi.“ Síðan leggur hann hann og heldur áfram að spila. Aftur hringir síminn. Hún: „Ég var að sjá lítinn fallegan bíl, sem er litlu dýrari aðeins 3,5 milljón. Viltu ekki bara bæta honum við? Hann, örlítið pirraður út af trufluninni: „Ok“ Hún leggur á. Hann: „Hver á eiginlega þennan farsíma?!
Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 37 ára afmæli í dag. Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og Íslandsmeistari í holukeppni (2013) hefir náð lengst íslenskra kylfinga, eftir þátttöku á LET og LPGA. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Kristinn, sem alltaf var í golfi og eins var eldri Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —— 21. janúar 2022
Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 82 ára afmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940. Golf 1 birti 2013, 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1; Jack Nicklaus 2; Jack Nicklaus 3; Jack Nicklaus 4; Jack Nicklaus 5; Jack Nicklaus 6; Jack Nicklaus 7; Jack Nicklaus 8; Jack Nicklaus 9; Jack Nicklaus 10; Jack Nicklaus 11; Jack Nicklaus 12 „Jackara“ – Jack og eiginkona hans Barbara, sem hann elskar yfir allt í heiminum! Þau hjónin eiga 5 börn. Já, Jack William Nicklaus er 82 ára í dag Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Sigurðsson – 20. janúar 2022
Það er Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórhallur er fæddur 20. janúar 1947 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Laddi er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Þórhallur Sigurðsson – Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir (74 ára); Tom Carter, 20. janúar 1968 (54 ára); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (52 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Konráð V. Þorsteinsson (49 ára);Silja Rún Gunnlaugsdóttir, 20. janúar 1974 (48 ára); Derek Fathauer, 20. janúar 1986 (36 ára)…. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 19. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías fæddist 19. janúar 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Eins er Elías Björgvin aðstoðarþjálfari hjá HK. Komast má á facebook síðu Elíasar Björgvins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (82 ára); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (59 ára); Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar Lesa meira
Forskot úthlutar styrkjum til 5 afrekskylfinga
Nýlega lauk úthlutun úr Forskoti afrekssjóði kylfinga vegna ársins 2022 en þetta er jafnframt ellefta árið í röð þar sem úthlutað er úr sjóðnum til íslenskra afrekskylfinga. Fimm leikmenn fá úthlutað úr sjóðnum á árinu 2022 en þeir eru í stafrófsröð. Axel Bóasson, GK Aron Snær Júlíusson, GKG Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Haraldur Franklín Magnús, GR. Að sjóðnum standa fyrirtækin Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið auk Golfsambands Íslands. Frá því að Forskot afrekssjóður var stofnaður árið 2012 hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum inn á nýjar brautir. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Húni Árnason – 18. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Haukur Húni Árnason. Haukur Húni er fæddur 18. janúar 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Hauks Húna til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Haukur Húni Árnason – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (110 ára fæðingarafmæli í dag!); Guðný Marý Guðmundsdóttir, 18. janúar 1955 (67 ára); Þóra Jónsdóttir, 18. janúar 1964 (58 ára); Heiðar Ingi Svansson, 18. janúar 1968 (54 ára); Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (38 ára); Zander Lombard, 18. janúar 1995 (27 ára); Lesa meira










