Afmæliskylfingur dagsins: Digvijay Singh og Jill McGill ——- 30. janúar 2022
Það eru Jill McGill og indversku kylfingarnir Digvijay Singh sem eru afmæliskylfingar dagsins. Bæði eru þau fædd 30. janúar 1972 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Payne Stewart, 30. janúar 1955 (67 ára); Curtis Strange, 30. janúar 1955 (67 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (54 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 (50 ára); Jill McGill, 30. janúar 1972 (50 ára) og… Halla Vilhjalms; Sigurgeir Þór og Ævar Már Finnsson Golf 1 óskar þeim sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (5/2022)
Einn á ensku: A little girl was at her first golf lesson when she asked an interesting question… Q: “Is the word spelled P-U-T or P-U-T-T?” She asked her instructor. A: “P-U-T-T is correct,” the instructor replied. “P-U-T means to place a thing where you want it. “P-U-T-T means merely a futile attempt to do the same thing.”
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Burk jr. –——- 29. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Jack Burk jr. Jack Burk fæddist 29. janúar 1923 og á því 99 ára afmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1941 og sigraði í 19 mótum á atvinnumannsferli sínum, þar af 16 á PGA Tour á árunum 1950-1963. Hann vann tvívegis í risamótum; í Masters 1956 og PGA Championship sama ár. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga (world golf hall of fame) árið 2000, auk þess að hafa hlotið flestallar mikilvægustu viðurkenningar og heiðursverðlaun, sem veittar eru kylfingum: M.a. var hann kylfingur ársins á PGA Tour 1956; árið 1952 hlaut hann Vardon Trophy; 2003 PGA Tour Lifetime Achievement Award og 2004 Bob Jones Award. Burk Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nick Price ——— 28. janúar 2022
Það er Nick Price sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 28. janúar 1957 og á því 65 ára stórafmæli í dag. Price er frá Zimbabwe. Á ferli sínum hefir Price m.a. sigrað á 49 mótum þar af 18 á PGA og 5 sinnum á Evróputúrnum. Eins hefir Price þrívegis sigrað í risamótum; fyrst PGA Championship 1992 og síðan endurtók hann leikinn og vann risamótið aftur 1994. Sama ár sigraði Price jafnframt á Opna breska. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (69 ára); Hafdís Ævarsdóttir, GS, 28. janúar 1958 (64 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, 28. janúar 1960 (62 ára); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, Lesa meira
Haraldur Franklin í 2. sæti á móti í S-Afríku
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu á Race to Q-school #1 Modderfontein Golf Club!!! Hann lék 3 keppnishringi á samtals 203 höggum (67 67 69) og munaði aðeins 1 höggi á honum og sigurvegaranum, heimamanninum Ricky Hendler. Mótið fór fram dagana 24.-26. janúar 2022 í Modderfontein golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku. Mótið var á vegum IGT mótaraðarinnar, sem er næststerkust í S-Afríku, á eftir Sólskinstúrnum. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bryce Moulder og Mike Hill. Mike Hill er fæddur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 83 ára afmæli í dag. . Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Bryce Wade Moulder er fæddur 27. janúar 1979 í Harrison, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton og Vilhjálmur Einar Einarsson – 26. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 115 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 35 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári. Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948. Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis. Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal. Sir Henry Lesa meira
LPGA: Danielle Kang sigraði á TOC
Hilton Grand Vacations Tournament of Champions fór fram í Orlandó, Flórída dagana 20.-23. jagúar 2022. Keppendur þar voru allir sigurvegarar á LPGA mótaröðinni 2021, sem kepptu innbyrðis sín á milli. Sú sem stóð uppi sem sigurvegari sigurvegaranna var Danielle Kang. Hún átti heil 3 högg á hina kanadíski Brooke Henderson, sem varð í 2. sæti. Sigurtékki hennar hljóðaði upp á $225.000. Sjá má lokastöðuna á Hilton Grand Vacations Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR
Afmæliskylfingur dagsins: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir – 25. janúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Lalla frá Akureyri eða Þorbjörg Þorbjörnsdóttir. Þorbjörg er fædd 25. janúar 1957 og á því 65 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þorbjörgu til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir (65 ára– Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjøfn Har (69 ára); Lalla frá Akureyri, 25. janúar 1957 (65 ára); Heimir Hjartarson (64 ára); William Thomas Andrade, 25. janúar 1964 var í Wake Forest (58 ára); Lynnette Teresa Brooky, 25. janúar 1968 (54 ára); Ari Gylfason, GSG, 25. janúar 1974 (48 ára); Svandis Thorvalds (44 ára); Laura London, 25. Lesa meira
Evróputúrinn: Pieters sigraði í Abu Dhabi
Það var belgíski kylfingurinn Thomas Pieters, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Abu Dhabi HSBC Championship. Sigurskor Pieters var 10 undir pari, 278 högg (65 74 67 72). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Pieters með því að SMELLA HÉR: Their deildu 2. sætinu: Rafa Cabrera Bello og Shubhankar Sharma frá Indlandi, báðir á 9 undir pari samtals, 1 höggi á eftir Pieters. Mótið fór fram á Yas linksaranum, 20.-23. janúar í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship, með því að SMELLA HÉR:










