Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Lárusdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Guðrún Lárusdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir. Guðrún er fædd 12. febrúar 1942 og á því 80 ára afmæli. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962 og því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi. Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (80 ára); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (71 árs); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (69 ára); Halldór Rúnar Þorkelsson, GSG, 12. febrúar 1954 (68 ára); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (44 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (40 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jonna Sverrisdóttir og Hákon Gunnarsson – 11. febrúar 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru Jonna Sverrisdóttir og Hákon Gunnarsson. Jonna er fædd 11. febrúar 1957 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér fyrir neðan Jonna Sverrisdóttir – 65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Hákon er fæddur 11. febrúar 1997 og á því 25 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum  til hamingju með afmælið hér fyrir neðan Hákon Gunnarsson – 25 ára – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936-d. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Íris Katla Guðmundsdóttir – 10. febrúar 2022

Það er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Íris Katla er fædd 10. febrúar 1992 og á því 30 ára afmæli í dag. Hún byrjaði í golfi 2006, þ.e. 14 ára og var byrjuð að keppa á unglingamótaröðinni árið eftir, 2007. Meðal afreka Írisar Kötlu á golfsviðinu eru Íslandsmeistaratitlar með sveit GR í sveitakeppni GSÍ 2010 og 2011. Í kjölfarið tók Íris Katla þátt í Ladies Club Trophy keppninni, þ.e. Evrópumóti klúbba á Corfu ásamt Sunnu Víðisdóttur og Rún Pétursdóttur. Íris Katla hefir farið holu í höggi, en draumahöggið sló hún á Costa Ballena, 14. maí 2011. Íris Katla spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Queens, þaðan sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2022 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna á besta skori Arlington á Texas State Inv.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í Arlington State tóku þátt í Texas State Invitational. Mótið fór fram á Plum Creek golfvellinum, í Kyle, Texas, dagana 6.-8. febrúar sl. Þátttakendur voru 65 frá 14 háskólum. Heiðrún Anna var á besta skori Arlington, lék á samtals 15 yfir pari, 231 högg (80 78 73) og varð T-28. Lið Arlington varð í 10. sæti í liðkeppninni. Sjá má lokastöðuna á Texas State Invitational með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gary Stal – 9. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Gary Stal.  Hann er fæddur 9. febrúar 1992 í Décines, nálægt Lyon í Frakklandi. og á því 30 ára stórafmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að . SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997); Ingibergur Einarsson, 9. febrúar 1955 (67 ára); Sandy Lyle, 9. febrúar 1958 (64 ára);  Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (44 ára); Anna Rossi, 9. febrúar 1986 (36 ára); Gary Stal, 9. febrúar 1992 (30 ára) … og … Golf 1 óskar öllum kylfingum sem eiga afmæli í dag innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar í 7. sæti á FAU Paradise Inv. í Flórída

Andrea Bergsdóttir og félagar í Colorado State háskólanum tóku þátt í FAU Paradise Inv. mótinu. Mótið fór fram dagana 7.-8. febrúar í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton í Flórída. Lið Colorado State hafnaði í 7. sæti. Andrea náði lægsta heildarskori sínu í háskólaferlinum; lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (70 75 70) og varð T-21 í einstaklingskeppninni. Sjá má umfjöllun um Andreu og félaga á vefsíðu Colorado State háskólans með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna í FAU Paradise Inv. með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2022 | 18:00

PGA: Tom Hoge sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am

Það var Tom Hoge, sem sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am. Mótið fór fram dagana 3.-6. febrúar 2022. Sigurskor Hoge var 19 undir pari, 268 högg (63 69 68 68). Í 2. sæti varð Jordan Spieth, 2 höggum á eftir Hoge og í 2. sæti Beau Hossler. Hoge er ekki sá kunnasti á PGA Tour og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kelly Tidy – 8. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Kelly Tidy.  Hún er fædd 8. febrúar 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Tidy gerðist atvinnumaður í golfi 2013 eftir að hafa verið í sigurliði Breta í Curtis Cup 2012. Hún gat aðeins spilaði í 2 mótum þegar hún greindist með sjúkdóm (ens.: forearm ischaemia), sem hindrar blóðflæði til handleggja. Hún var frá í 1 ár og kom stuttlega aftur, en hætti síðan alveg. Í dag starfar hún í framkvæmdahlið golfuppákoma (ens. golf event management). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Guðríður Ólafsdóttir; 8. febrúar 1950 (72 ára; Friðrik Friðriksson, GKG, fgj. 17.2, 8. febrúar 1957 (65 ára); Rósa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jeppe Huldahl – 7. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Daninn Jeppe Huldahl. Hann fæddist 7. febrúar 1982 í Holsterbro í Danmörku og á því 40 ára stórafmæli í dag! Jeppe býr í Kaupmannahöfn og gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eftir að hann varð í 4. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar. Hann hefir sigrað þrívegis á Nordic Golf Tour, 1 sinni á Áskorendamótaröð Evrópu og 1 sinni á Evróputúrnum. Huldahl á 2 börn, Vega og Auru. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alda Demusdóttir, 7. febrúar 1948 (74 ára); Ragnheiður Kristjánsdóttir, 7. febrúar 1968 (54 ára); Geir Kristinn Aðalsteinsson, 7. febrúar 1975 (47 ára); Ólafur Hjörtur Ólafsson, GA, 7. febrúar 1979 (43 ára); Bjarni Kristjánsson, 7. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2022 | 10:00

Evróputúrinn: Højgaard sigraði í Ras Al Khaimah

Það var danski kylfingurinn Nicolai Højgaard, sem stóð uppi sem sigurvegari í móti vikunnar á Evróputúrnum. Það var Ras al Khaimah Championship presented by Phoenix Capital, sem fram fór dagana 3.-6. febrúar í Al Hamra í Ras al Khaimah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurskor Højgaard var 24 undir pari og átti hann heil 4 högg á Englendinginn Jordan Smith, sem varð í 2. sæti. Nicolai Højgaard er fæddur 12. mars 2001 og því aðeins 20 ára ungur. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og hefir á stuttum atvinnumannsferli þegar sigrað í 3 mótum. Sjá má lokastöðuna á Ras al Khaimah meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: