Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hjörleifur G Bergsteinsson – 16. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörleifur G. Bergsteinsson. Hann er fæddur 16. febrúar 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hjörleifs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hjörleifur G Bergsteinsson – Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955;Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 – d. 20. janúar 2006; Marlene Hagge. f. 16. febrúar 1934 (88 ára); Stephen McAllister, 16. febrúar 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Hanna Guðlaugsdóttir, 16. febrúar 1968 (54 ára); Ruri Eggertsdottir, 16. febrúar 1971 (51 árs); Ana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea varð T-13 í The Show

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State tóku þátt í The Show at Spanish Trail í Las Vegas, Nevada. Mótið fór fram dagana 14.-15. febrúar 2022 í Spanish Trail CC. Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum. Andrea varð T-13 í einstaklingskeppni með skor upp á 5 yfir pari, 221 högg (72 72 77). Þetta er í 3. sinn í röð nú í ár sem hún er í topp-20 í háskólamótum, sem hún spilar í, sem er fínn árangur og er fjallað um hann á vefsíðu skólans – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna í The Show með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Andreu og félaga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Smári Valsson – 15. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Smári Valsson.  Hann er fæddur 15. febrúar 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Guðmundur Smári Valsson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (71 árs); Johann J Ingolfsson, 15. febrúar 1957 (65 ára); Guðmundur Smári Valsson, 15. febrúar 1972 (50 ára);  Lee Anne Pace 15. febrúar 1981 (41 árs) og Tim Stewart, 15. febrúar 1985 (37 ára); Eyþór Hrafnar Ketilsson, 15. febrúar 1996 (26 ára); Þórdís Rögnvaldsdóttir, 15. febrúar 1996 (26 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright – 14. febrúar 2022

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 87 ára í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún sigraði 82 sinnum á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2022 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 3. sæti á Pizza Hut Pat Hicks Inv.

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar hans í Southern Illinois þ.e. „The Salukis“ eins og liðið er nefnt höfnuðu í 3. sæti á fyrsta móti vorannar: Pizza Hut Pat Hicks Inv. Mótið fór fram á Sunbrooke golfvellinum í St. George, Utah, dagana 11.-13. febrúar 2022. Þátttakendur voru 92 frá 14 háskólum. Birgir Björn varð T-23, þ.e. deildi 23. sæti með 5 öðrum keppendum í einstaklingskeppninni með skori upp á 1 yfir pari, 217 höggum (76 69 72). The Salukis höfnuðu í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Pizza Hut Pat Hicks Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2022 | 02:00

PGA: Scottie Scheffler sigraði á WM Phoenix Open

Það var bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem sigurvegari á WM Phoenix Open. Mótið fór fram dagana 10.-13. febrúar 2022 á TPC Scottsdale, í Scottsdale, Arizona. Scheffler var jafn Patrick Cantlay eftir hefðbundið spil og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Spila þurfti 18. holuna 3 sinnum, en þá sigraði Scheffler með fugli. Scheffler er fæddur 21. júní 1996 (á sama afmælisdag og golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, m.a.) – og er 25 ára. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour, en fyrir á hann 2 sigra á Korn Ferry Tour (frá árinu 2019). Atvinnumanns sigrar hans eru því orðnir 3, frá því hann gerðist atvinnumaður árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2022 | 23:59

LET: Guðrún Brá varð T-55 á Magical Kenya Ladies Open

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á Evrópumóti kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET): Magical Kenya Ladies Open. Mótið fór fram í Vipingo Ridge í S-Afríku, dagana 10.-13. febrúar. Guðrún Brá varð T-55 með skor upp á 16 yfir pari, 304 högg (77 78 72 77). Sigurvegari mótsins var þýski kylfingurinn Esther Henseleit, en hún lék á samtals 2 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2022 | 17:00

Evróputúrinn: Fox sigraði á Ras Al Khaimah Classic

Það var Ryan Fox, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Ras Al Khaimah Classic. Mótið fór fram dagana 10.-13. febrúar í Al Hamra GC, í Ras Al Khaimah, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurskor Fox var 22 undir pari, 266 högg (63 69 65 69). Fox átti heil 5 högg á þann sem næstur kom, þ.e. Ross Fisher. Fox er fæddur 22. janúar 1987 í Auckland, Nýja-Sjálandi og því 35 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2012 og hefir á ferli sínum sigrað 13 sinnum; en þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum. Til þess að sjá lokastöðuna á Ras Al Khaimah Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Roope Kakko – 13. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er finnski kylfingurinn Roope Kakko. Hann er fæddur 13. febrúar 1982 á því 40 ára stórafmæli. Kakko hefir sigrað 3 sinnum á Áskorendamótaröð Evrópu og 1 sinni á Evróputúrnum. Kakko er kvæntur fyrrum W-7 módelinu og LPGA kylfingnum Minea Blomqvist og eina þau saman 1 barn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, 13. febrúar 1979 (43 ára); Ágúst Jensson, 13. febrúar 1977 (45 ára); Roope Kakko, 13. febrúar 1982 (40 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (7/2022)

Einn á ensku: „The duffer decided that it was about time for a lesson to “tune up” his game. He told the pro that he wanted to work on swing mechanics, so the pro asked him to hit a few balls with his 9-iron so he could watch his swing. He addressed the ball, double-checked his stance and grip, executed his take-away and backswing, his downswing and follow through. But, he toed the ball, and sliced it way off into the nearest fairway. He looked back at the pro for advice, who told him “Your problem is obvious Sir — it’s LOFT.” The golfer scratched his head, went to his Lesa meira