PGA: Niemann sigraði á Genesis Inv.
Það var Joaquin Niemann frá Chile, sem sigraði á Genesis Invitational mótinu, þar sem Tiger Woods er gestgjafi. Mótið fór að venju fram í Riviera CC, í Pacific Palisades, í Kaliforníu, dagana 17.-20. febrúar 2021. Sigurskor Niemann var 19 undir pari, 265 högg (63 63 68 71). T-2 voru bandarísku kylfingarnir Collin Morikawa og Cameron Young 2 höggum á eftir. Norski frændi okkar Victor Hovland og Adam Scott voru síðan T-4 á samtals 14 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Genesis mótinu með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik í Höfðaborg
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Bain’s Whisky Cape Town Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram dagana 17.-20. febrúar í Royal Cape GC, í Höfðaborg, Suður-Afríku. Því miður náði okkar maður ekki niðurskurði að þessu sinni – var á 1 undir pari, 143 höggum (73 70) eftir tvo hringi. Til að ná niðurskurði varð að vera á 4 undir pari eða betra. Sigurvegari mótsins var heimamaðurinn JC Ritchie, en hann lék á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Whisky Cape Town Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Fredrik Anderson Hed – 20. febrúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er sænski kylfingurinn Fredrik Anderson Hed. Hann var fæddur 20 febrúar 1972, í Halmstad, Svíþjóð og hefði því átt 50 ára stórafmæli í dag, en hann lést 24. október á síðasta ári (2021), úr krabbameini. Ekkja Fredrik er Anna, en þau voru gift í 17 ár (þ.e. giftust 2004) og eignuðust 2 börn: Viggo og Molly. Fredrik gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 30 árum (1992) og á ferli sínum sigraði hann í 3 atvinnumannsmótum: 2 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu; þ.e. Toyota Danish PGA Championship (árið 1993) og Le Touquet Challenge de France (2000) og einu sinni á Evróputúrnum þ.e. BMW Italian Open (2010). Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (8/2022)
Einn stuttur á ensku: A terrible golfer was playing a round of golf for which he had hired a caddie. The round proved to be somewhat tortuous for the caddie to watch and he was getting a bit exasperated by the poor play of his employer. At one point the ball lay about 180-yards from the green and the as the golfer sized up his situation, he asked his caddie, “Do you think I can get there with a 5-iron?” To which the caddie replied, “Eventually.”
Afmæliskylfingur dagsins: Greg Owen – 19. febrúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Gregory Clive Owen. Greg Owen fæddist 19. febrúar 1972 í Mansfield, Notthinghamskíri og fagnar því 50 ára afmæli í dag. í Williamstown, nálægt Melbourne í Viktoríuríki í Ástralíu og á því 50 ára stórafmæli í dag. Owen gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 30 árum, þ.e. árið 1992. Á ferli sínum sem atvinnumaður hefir hann sigrað 1 sinni á Áskorendamótaröð Evrópu (Gosen Challenge 1996); 1 sinni á Evróputúrnum (Daily Telegraph Damovo British Masters, 8. júní 2003) og 1 sinni á Web.com Tour (United Leasing Championship 2014). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (56 ára); Lára Eymundsdóttir, 19. febrúar 1970 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bergrós Fríða Jónasdóttir – 18. febrúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Bergrós Fríða Jónasdóttir. Hún er fædd 18. febrúar 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Bergrós Fríða er í GKG. Sem stendur stundar hún nám við Danmarks Tekniske Universitet. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Bergrós Fríða Jónasdóttir (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Rankin, 18. febrúar 1945 (77 ára); Friðrik Kristjánsson, 18. febrúar 1961 (61 árs); Hjalti Árnason, 18. febrúar 1963 (59 ára); Hraunkot Keilir, 18. febrúar 1967 (55 ára); Halla Himintungl, 18. febrúar 1970 (52 ára); Thomas Björn, 18. febrúar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi og WCU T-6 á Advance Golf Partners
Tumi Hrafn Kúld , GA og félagar í Western Carolina tóku þátt í Advance Golf Partners mótinu, sem fram fór í Hammock Creek GC, í Palm City, Flórída. Mótið fór fram 13.-15. febrúar sl. Þátttakendur voru 121 frá 21 háskóla. Tumi Hrafn varð T-23 í einstaklingskeppninni með skor upp á 5 yfir pari, 221 högg (70 76 75). Western Carolina varð T-6 í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Advance Golf Partners SMELLIÐ HÉR:
GV: Miklar skemmdir á einum fegursta golfvelli landsins – Vestmannaeyjavelli
Miklar skemmdir urðu á öllum brautum meðfram Hamrinum á Vestmannaeyjarvelli, í suð-vestan veðurofsanum, sem gekk yfir Suður- og Suðvesturland 8. febrúar sl. Fiskur skolaðist m.a. á land í Klaufinni nálægt Stórhöfða á Heimaey, en það hefir ekki gerst síðan í öðru ofsaveðri 1991 . Ölduhæð mældist 15 m við Surtsey. Á 16. braut er mikið grjót og teigur á 17. braut (einkennisbraut Vestmannaeyjavallar) er nánast horfinn, en talið er að um 70% teigsins sé farinn. Á öllu svæðinum meðfram Hamrinum er stórgrýti og sandur. Sautjánda brautin er af mörgum talin ein fegursta par-3 braut landsins. Það er á þeirri braut sem slá verður af teig yfir Atlantshafið til að ná Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Peter Corsar Anderson – 17. febrúar 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Peter Corsar Anderson. Hann fæddist 17. febrúar 1871 í Menmuir, Forfarshire, Skotlandi og eru því 151 ár í dag fæðingu hans. Hann var mjög áhrifamikill kylfingur og golfkennari í Vestur-Ástralíu á sínum tíma. Meðal helstu afreka hans er sigur í British Amateur 1893, sem þá var risamót og besti árangurinn var T-19 árangur í Opna breska sama ár. Einnig sigraði hann margsinnis í Surrey Hills Gentlemen´s Championship (1898, 1899 og 1902). Kona hans var Agnes Henrietta Macartney og áttu þau einn son Mark Peter Anderson. Peter Corsar Anderson lést 26. ágúst 1955. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og EKU sigruðu í Flórída!!! – Ragnhildur í 2. sæti í einstaklingskeppninni
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á First Coast Classic háskólamótinu. Mótið fór fram í Deerwood CC, í Jacksonville, Flórída. Þátttakendur voru 62 frá 12 háskólum. Ragnhildur var á besta skorinu í liði sínu og hafnaði í 2. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 1 undir pari, 215 höggum (72 69 74). Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:










