LPGA: In Gee Chun í 1. sæti e. 3. hring á HSBC Women’s World Championship
Það er In Gee Chun frá S-Kóreu sem er efst eftir 3. hring á HSBC Women’s World Championship. Mótið fer fram dagana 3.-6. mars á The Tanjong í Sentosa golfklúbbnum í Singapore. Chun hefir spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 68 66). Í 2. sæti eru þær Jeogeun Lee6 og Jin Young Ko, báðar 1 höggi á eftir forystukonunni Chun. Sjá má stöðuna eftir 3. hring á HSBC Women’s World Championship með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ísak lauk keppni á 2. besta skori Arlington
Daníel Ísak Steinarsson, GK, tók þátt í Wyoming Desert Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 2.-4. mars í Classic Club, Palm Desert, Kaliforníu. Þátttakendur voru 114 frá 20 háskólum, þannig að þetta var stórt mót. Daníel Ísak lék sem einstaklingur og varð T-56 í mótinu – lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (75 69 78). Hann hefði verið á 2. besta skori liðs síns, University of Texas – Arlington, hefði hann verið í liðinu, en Arlington liðið varð T-9 í mótinu. Sjá má lokastöðuna á Wyoming Intercollegiate háskólamótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Dýrleif Anna, Helgi Dan og Pétur Gautur – 4. mars 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru 3: Dýrleif Anna Guðmundsdóttir, Helgi Dan Steinsson og Pétur Gautur. Helgi Dan er fæddur 4. mars 1976 og á því 46 ára afmæli í dag. Hann er margfaldur klúbbmeistari í golfklúbbum Leynis á Akaranesi og GG í Grindavík Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Helga Dan til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Dan Steinsson – Innilega til hamingju með 46 ára afmælið!!! _______________________ Dýrleif Anna Guðmundsdóttir og Pétur Gautur eru fædd 4. mars 1966 og eiga því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim Dýrleifu Önnu og Pétri Gaut til hamingju með Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með 2. hring á Magical Kenya Open HÉR!!!
Verið er að spila 2. hring á móti vikunnar á Evróputúrnum, Magical Kenya Open. Mótið fer fram dagana 3.-6. mars 2022 í Muthaiga golfklúbbnum, í Nairobi, Kenya. Þegar þetta er ritað kl. 9:45 hefir indverski kylfingurinn Shubhankar Sharma tekið forystuna. Hvort hann heldur henni kemur í ljós í kvöld, þegar hálfleiksstaðan verður uppfærð. Fylgist með Magical Kenia Open með því að SMELLA HÉR: Uppfærsla (kl. 23:59) Sharma hélt forystunni og er í 1. sæti í hálfleik á 10 undir pari, 1 höggi á undan þeim Ewen Ferguson frá Skotlandi og Masahiro Kawamura frá Japan. Í aðalmyndaglugga: 18. brautin í Muthaiga golfklúbbnum í Nairobi, Kenya.
Bandaríska háskólagolfið: Ekki dagur Daníels
Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain léku í Lake Las Vegas Intercollegiate. Mótið fór fram í Reflection Bay golfklúbbnum í Henderson, Nevada. Daníel Ingi átti ekki sinn besta dag en hann varð T-82, m.ö.o deildi síðasta sætinu í mótinu með 2 öðrum. Lið Rocky Mountain varð líka í 15. og síðasta sæti. Sjá má lokastöðuna á Lake Las Vegas Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rocky Mountain er RMC Intercollegiate 15.-16. mars n.k.
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á 78 e. 1. dag í Bloemfontein
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Mangaung Open. Mótið fer fram í Bloemfontein golfklúbbnum, í Bloemfontein, Suður-Afríku, dagana 3.-6. mars 2022. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á óvenjulega háu skori fyrir hann, 6 yfir pari, 78 högg. Sá sem leiðir eftir 1. hring er spænski kylfingurinn Alejandro De Rey, en hann kom í hús á 9 undir pari, 63 höggum Sjá má stöðuna á Mangaung Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Darri Ólafsson – 3. mars 2022
Afmæliskylfingar dagsins er leikarinn og kylfingurinn Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur Darri er fæddur 3. mars 1973 og er því 49 ára í dag. Hann var t.a.m. ógleymanlegur í hlutverki sínu sem Hamlet. Á golfsviðinu hefir Ólafur Darri m.a. tekið þátt í Artist Open golfmótunum og staðið sig vel! Komast má á facebook síðu Ólafs Darra til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólafur Darri Ólafsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 102 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 79 ára í dag); Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól varð í 5. sæti á Natural State Golf Classic
Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM tók þátt í Natural State Golf Classic mótinu ásamt liði Roger State háskólans. Kristín Sól spilaði í þetta sinn sem einstaklingur. Mótið fór fram í Cypress Creek golfklúbbnum, í Cabot, Arkansas, dagana 28. febrúar.-1. mars 2022. Þátttakendur voru 81 frá 14 háskólum. Kristín Sól hafnaði í 5. sæti í mótinu; lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (76 75). Roger State sigraði í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Natural State Golf Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót RSU er 14.-15. mars n.k.
Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Þór Stefánsson – 2. mars 2022
Það er Hlynur Þór Stefánsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlynur er fæddur 2. mars 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hlynur Þór Stefánsson – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barnett, 2. mars 1944 (78 ára – lék á LPGA); Jorge Soto 2. mars 1945 (76 ára); Þórdís Unndórsdóttir (72 ára); Ólafur Örn Ólafsson, GKB, 2. mars 1956 (66 ára); Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958 (64 ára); David G. Barnwell, 2. mars 1961 (61 árs); Phil Jonas (kanadískur kylfingur á Senior Tour – evrópsku öldungamótaröðinni), 2. mars 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI); Þorsteinn J. Vilhjálmsson 2. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andrea Ýr & Elon urðu í 2. sæti á Rivertowne Inv.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA er við nám og í golfliði Elon háskólans í Norður-Karólínu, líkt og Sunna Víðsdóttir, GR á undan henni. First mót Andreu Ýr og félaga á vorönn var RiverTown Inv., sem fram fór í Mount Pleasant golfklúbbnum í S-Karólínu dagana 28. febrúar – 1. mars 2022. Andrea Ýr varð T-74, lék á 31 yfir pari, 247 höggum (81 79 87). Lið Elon hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Rivertowne Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Elon er 7. mars n.k.










