Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 20:45

LPGA: Jin Young Ko sigraði á HSBC Women’s World meistaramótinu

Það var Jin Young Ko frá S-Kóreu, sem sigraði á HSBC Women´s World Championship. Mótið fór fram dagana 3.-6. mars 2002 á Sentosa vellinum í Singapore. Sigurskor Ko var 17 undir pari, 271 högg (69 67 69 66). Í 2. sæti urðu þær Minjee Lee og In Gee Chun, báðar á 15 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á HSBC Women´s World Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sverrir & Appalachian lönduðu 6. sætinu

Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian State tóku þátt í Sea Palms Invitational háskólamótinu. Mótið fór fram 4.-5. mars 2022 á St. Simmons eyju í Georgíu ríku. Þátttakendur í mótinu voru 104 frá 19 háskólum. Sverrir varð T-24 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (74 72 75). Sjá má lokastöðuna á Sea Palms Inv með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Sverris og félaga er 14.-15. mars n.k. í S-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Wu sigraði í Kenya

Ashun Wu, frá Kína, sigraði á Magical Kenya Open presented by Absa. Mótið fór fram í Muthaiga GC, í Nairobi, Kenya, dagana 3.-6. mars 2022. Sigurskor Wu var 16 undir pari, 268 högg (69 68 66 65). Hann átti heil 4 högg á þá sem deildu 3. sætinu, þá Thristan Lawrence frá S-Afríku, Aaron Cockerill frá Kanada og Hurly Long frá Þýskalandi, sem allir léku á samtals 12 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alison Nicholas —- 6. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Alison Nicholas. Alison Nicholas fæddist á Gíbraltar 6. mars 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Nicholas gerðist atvinnukylfingur 1984. Á atvinnumannsferli sinnum sigraði hún 18 sinnum, m.a. 4 sinnum á LPGA. Hún sigraði í 2 risamótum kvennagolfsins; í fyrra skiptið 1987 á Women´s British Open og í hitt skiptið 10 árum síðar, 1997,  á US Women´s Open. Hún var fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup 2011. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (82 árs); Ari Kristinn Jónsson, 6. mars 1949 (73 ára); Kristín Dagný Magnúsdóttir, 6. mars 1949 (73 ára); Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 02:00

PGA: Gooch og Horschel deila forystunni á Arnold Palmer Inv. e. 3. dag

Það er bandarísku kylfingarnir Talor Gooch og Billy Horschel, sem deila forystunni á Arnold Palmer Inv. eftir 3. dag. Þeir eru efstir og jafnir; báðir búnir að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum; Horschel (67 71 71) og Gooch (69 68 72). Gooch er ekki eins þekktur og Horschel og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Victor Hovland er sinn í 3. sæti, einu höggi á eftir forystumönnunum; átti afleitan 3. hring upp á 75 högg! Í 4. sæti er síðan Scottie Scheffler og samtals 5 undir pari og í 5. sæti Gary Woodland á samtals 4 undir pari. Líklegt er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (10/2022)

Einn stuttur á ensku: „“I had a terrible round today,” the golfer told his wife. “I only hit two good balls, and that was when I stepped on a rake.”

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Bíbí Ísabella Ólafsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Salvör Jónsdóttir Ísberg – 5. mars 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír hér á Golf 1 í dag. Þetta eru Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, Salvör Jónsdóttir Ísberg, NK og  Bíbí Ísabella Ólafsdóttir. Bíbí Ísabella er fædd 5. mars 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Bíbí Ísabellu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Bíbí Ísabella Ólafsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára afmælið! Salvör Jónsdóttir Ísberg er fædd 5. mars 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Salvör er í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu Salvarar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 10:15

NGL: Fylgist með lokahringnum hjá Aron og Axel á 4. mótinu á GolfStar Winter Series

Axel Bóasson, GK og Aron Snær Júlíusson, GKG eru nú við keppni á 4. mótinu á GolfStar Winter Series, sem er mótaröð á Nordic Golf League. Mótið fer fram á PGA Catalunya Resort, í Girona á Spáni, dagana 3.-5. mars og lýkur því í dag. Fjórir íslenskir kylfingar hófu leik, en bræðurnir Sigurður Arnar og Ragnar Garðarssynir, GKG komust því miður ekki í gegnum niðurskurð. Þegar þetta er ritað kl. 10:40 er Aron Snær T-6 á samtals 7 undir pari en Axel T-18 á samtals 4 undir pari. Fylgist með lokahringnum á 4. móti GolfStar Winter Series á NGL á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 10:03

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik á Mangaung Open í S-Afríku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í móti vikunanr á Áskorendamótaröð Evrópu: Mangaung Open. Mótið fer fram í Bloemfontein golfklúbbnum, í  Bloemfontein, S-Afríku, dagana 3.-6. mars 2022. Guðmundur Ágúst lék 2.  hring á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum. Samtals lék hann því á 2 yfir pari, 146 höggum (78 68) með 10 högga sveiflu milli hringja. Því miður dugði glæsiskorið ekki til að vega upp 78 bombuna frá 1. degi,  en til þess að ná í gegnum niðurskurð þurfti að spila á 6 undir pari eða betur. Sjá má stöðuna á Mangaung Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 09:45

PGA: Hovland leiðir í hálfleik á Arnold Palmer Inv.

Það er norski frændi okkar Victor Hovland, sem leiðir í hálfleik á Arnold Palmer Invitational. Mótið fer fram dagana 3.-6. mars  í Orlandó, Flórída, að venju í Bay Hill Club & Lodge. Hovland er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (69 66). Í 2. sæti eru Rory, Talor Gooch og Tyler Hatton, hver 2 höggum á eftir Hovland. Sjá má stöðuna í hálfleik á Arnold Palmer Invitational með því að SMELLA HÉR: