Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Eggert Bjarnason og Erla Þorsteinsdóttir – 8. mars 2022

Afmæliskylfingar dagsins hér á Golf 1 eru tveir: Eggert Bjarnason og Erla Þorsteinsdóttir. Þau eru bæði fædd 8. mars 1978 og eiga því 44 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Eggerts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Eggert Bjarnason – 44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Komast má á facebook síðu Erlu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Erla Þorsteinsdóttir – 44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Warren, 8. mars 1964 (58 ára); Jónmundur Guðmarsson, 8. mars 1968 (54 ára); Sunna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 11:00

Í fyrsta sinn eru allir 5 bestu karlkylfingar heims undir 30 ára aldri

Með sigri sínum á  Arnold Palmer Inv. presented by Mastercard, sem er ekki svo ýkja langt frá fyrsta sigri hans á PGA TOUR þ.e. á WM Phoenix Open, þá komst Scottie Scheffler, 25 ára, í fimmta sæti  heimslistans í golfi. Það er sögulegt, því nú eru í fyrsta sinn í golfsögunni allir 5 bestu karlkylfingar heims undir 30 ára aldri. Þeir sem eru í 1.-4. sæti á heimslistanum eru: 1. sæti Jon Rahm (27 ára); 2. sæti Collin Morikawa (25 ára); 3. sæti Victor Hovland (24 ára) og 4. sæti Patrick Cantlay (29 ára). Á síðastliðnum 8 árum eða svo hefir orðið algengara að ungir 20 og eitthvað ára strákar sigri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 09:00

Úr $50.000 í $3.6 millljónir: Verðlaunafé á Players meistaramótinu hækkar í ár

Á síðasta ári hefur PGA mótaröðin barist gegn hugsanlegri samkeppnisdeild í golfi með því að auka peningana sem leikmenn geta unnið sér inn með hækkuðu verðlaunafé, bónuspottum og ýmsum nýjungum. Þó að FedEx Cup og Player Impact Program hafi hvort um sig hækkað verðlaunaféð, þá jók lítil handfylli af mótum líka verðlaunafé sitt, þar á meðal mót vikunnar á PGA Tour; Players Championship. Flaggskipsviðburður PGA mótaraðarinnar – sem hefir árlega farið fram á TPC Sawgrass, á Ponte Vedra Beach, Flórída, síðan 1982 – hefir enn mesta heidlarverðlaunafé á mótaröðinni; heilar 20 milljónir dollara (2 milljarða 680 milljónir íslenskra króna) en  það var 15 milljónir dollarar (2 milljarðar 10 milljónir) á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 07:00

Frægir kylfingar: Kristen Stewart hélt upp á fyrstu Óskarstilnefninguna með því að fara út á golfvöll!!!

Fólk bregst misjafnlega við því að fá sína fyrstu Óskarstilnefningu. Kirsten Dunst gaf frá sér mikið öskur. Kristen Stewart brást hins vegar aðeins öðruvísi við. Þegar hún hlaut tilnefningu fyrir „bestu leikkonu“ í Spencer, þar sem hún leikur nokkra streituvaldandi daga í lífi hinnar látnu prinsessu Di, varð hún ekki bandbrjáluð. Í staðinn fór hún á golfvöllinn. Þegar Stewart var viðstödd afhendingu Independent Spirit verðlaunanna sl. helgi, veitti Stewart Variety viðtal og í því greindi hún frá því  hvernig hún fagnaði fyrstu Óskarstilnefningu sinni. Í stað þess að fríka út eða djamma, safnaði hún einfaldlega saman nokkrum samstarfsmönnum, ásamt unnustu sinni Dylan Meyer, og dró fram kylfurnar. „Ég fór með stelpunum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð G Maríusson – 7. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð G Maríusson. Alfreð er fæddur 7. mars 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Alfreð er kvæntur Þórdísi Geirsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan. Alfreð G Maríusson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (84 ára); Elín Harðardóttir, 7. mars 1958 (64 ára);  Tom Lehman, 7. mars 1959 (63 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, 7. mars 1961 (61 árs); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (60 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 (57 ára); Þorbjörn Guðjónsson, GR, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 10:09

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar í WCU T-9 á Sea Palms háskólamótinu

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Sea Palms háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 4.-5. mars 2022 á St. Simmons eyju í Georgia ríki. Tumi Hrafn varð T-51 í einstaklingskeppninni og var á 3.-4 besta skori WCU; þ.e. spilaði samtals á 227 höggum (74 78 75). WCU varð T-9 í liðakeppninni. Þátttakendur í mótinu voru 104 frá 19 háskólum – en tveir Íslendingar voru meðal keppenda, auk Tuma, Sverrir Haraldsson, GM, en fjallað var um árangur hans á mótinu hér á Golf 1 í gær. Sjá má stöðuna í Sea Palms mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Tuma & félaga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og félagar urðu T-6 á Desert Mountain í AZ

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í háskólaliði Southern Illinois „The Salukis“ urðu T-6 á Desert Mountain Collegiate háskólamótinu. Mótið fór fram 5.-6. mars 2022 á Desert Mountain Outlaw Course, í Scottsdale, Arizona (AZ). Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (75 76 74) og varð T-34 í einstaklingskeppninni. Hann var á 2-3 besta skori The Salukis. Sjá má lokastöðuna á Desert Mountain Collegiate með því að SMELLA HÉR:  Birgir Björn og félagar spila næst 27.-29. mars n.k. í Alabama.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 08:00

Móðir Jason Day dáin úr krabbameini

Jason Day, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, greindi frá því sl. fimmtudag að móðir hans, Adenil „Dening“ Day, hefði látist eftir langa baráttu við krabbamein. Jason sagði sig seint úr Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando, Flórída, í sl. viku. Hann sagði í færslu á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi látist á miðvikudagskvöldið í Ohio ,með fjölskylduna sér við hlið. „Í gærkvöldi dó mamma eftir að hafa barist við krabbamein í fimm ár,“ skrifaði Day á Instagram. „Við erum sogmædd en ótrúlega þakklát fyrir gjöfina sem við fengum, í því að hún bjó hjá okkur síðustu tvö árin.“ „Hún barðist svo hart fram á síðasta andardrátt.“ Dening Day greindist með lungnakrabbamein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 07:00

Champions: Goosen varð að skora lágt til að hafa betur gegn landa sínum Els

Retief Goosen sigraði á móti vikunnar á Öldungamótaröð PGA Tour – þ.e. PGA Tour Champions. Mót vikunnar þar var Hoag Classic, sem fram fór dagana 4.-6. mars 2022 á Newport Beach, í Kaliforníu. Fyrir lokahringinn átti Els 1 högg á Goosen. Goosen varð því að eiga mjög lágt skor lokahringinn til þess að sigra – og einmitt það fékk Goosen, sem lék á 63 höggum lokahringinn. Sigurskor Goosen var 15 undir pari, 198 högg (68 67 63). Þegar sigurinn var í höfn sagði Goosen, sem er nýkominn aftur eftir aðgerð á öxl, m.a.: „Mér leið frábærlega með sveifluna, ég „drævaði“ vel, átti mörg góð járnahögg,“ sagði Goosen. „Ég get ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2022 | 22:50

PGA: Scheffler sigraði á Arnold Palmer Inv.

Það var Scottie Scheffler, sem hafði stáltaugarnar á lokaspretti Arnold Palmer Inv. Mótið fór fram á Bay Hill í Orlandó, Flórída, dagank 3.-6. mars 2022. Sigurskor Scheffler var 5 undir pari, 283 högg (70 73 68 72). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Scottie Scheffler með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti urðu 3 kylfingar: Victor Hovland, Tyrrell Hatton og Billy Horschel; allir á samtals 4 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Arnold Palmer Inv með því að SMELLA HÉR: