LPGA: Hataoka, Henseleit og Oh leiða á Honda LPGA Thailand e. 1. dag
Þrír kylfinga leiða á LPGA móti vikunnar, sem er Honda LPGA Thailand mótið. Mótið fer fram í Chonburi í Thailand, dagana 10.-13. mars 2022. Eftir 1. dag eru þrjár efstar og jafnar: Nasa Hataoka frá Japan, Esther Henseleit frá Þýskalandi og hin ástralska Su Oh.Allar komu þær í hús á 9 undir pari, 63 höggum. Ein í 4. sæti er Xiyu Lin frá Kína, en hún lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Sjá má stöðuna á Honda LPGA Thailand að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Þýski kylfingurinn Esther Henseleit, ein þriggja sem leiðir á Honda LPGA Thailand
Tiger er nú meðlimur í heimsfrægðarhöllinni
Sam Woods, 14 ára, kynnti föður sinn í gær, 9. mars 2022, við inntöku Tiger Woods í heimsfrægðarhöll kylfinga. Hún sagði m.a.: „“Stöðug nærvera hans er mikilvægur þáttur í sambandi okkar. Hvort sem það er á FaceTime, þegar hann er að sækja okkur úr skólanum, þegar hann kemur á fiðlutónleika mína eða þegar við erum að kenna hundunum okkar brellur – hann er alltaf til staðar!“ „Hann er alltaf til staðar.“ Svo var ekki alltaf, en Tiger Woods er nú að ná sér eftir erfitt bílslys, sem hann lenti í í febrúar á sl. ári. Eitthvað gott hefir slysið gert, því augsýnilega ver Tiger nú mun meiri tíma með börnum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigursteinn Árni Brynjólfsson – 9. mars 2022
Það er Sigursteinn Árni Brynjólfsson sem er afmæliskylfingur dagsins, en Sigursteinn er fæddur 9. mars 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Sigursteinn hefir tekið þátt í nokkrum opnum mótum með góðum árangri m.a. Spanish Open móti til styrktar þeim Arnari Snæ Hákonarsyni og Þórði Rafn Gissurarsyni, 2010 en þá varð Sigursteinn 2. sæti (í fgj.flokki 8,5-24) á 38 glæsilegum punktum. Sigursteinn starfar hjá Steinlausnum. Sigursteinn Árni Brynjólfsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Leslie Melville Balfour-Melville, (skoskur) f. 9. mars 1854 – d. 17. júlí 1937; Stuart Grosvenor Stickney , f. 9. mars 1877 – d. Lesa meira
„Fata- og skósöfnun fyrir Úkraínu“ – Kylfingar styðja við Úkraínubúa
Áttu auka léttan en hlýjan útivistarfatnað sem þú mættir missa til góðs málefnis? Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur fyrir söfnun á því sem nýtist einna helst á þeim svæðum sem eru hvað verst úti vegna átaka. Golfsamband Úkraínu óskaði nýverið eftir því að Golfsamband Íslands myndi leggja söfnunni lið. Fésbókarsíða Félags Úkraínumanna er hér: Félagið óskar helst eftir flíspeysum, léttum útivistarúlpum og léttum skóm (ýmist íþróttaskór eða léttir gönguskór, helst í stórum stærðum). Einnig er óskað eftir tjöldum, svefnpokum og léttum dýnum sem auðvelt er að rúlla saman. Golfsamband Íslands leggur eins og áður segir söfnunni lið í samstarfi við Golfsamband Úkraínu sem mun aðstoða við dreifingu frá landamærunum frá Lesa meira
DeChambeau braut bílrúður á bílum tveggja kaddýa með bombum af æfingasvæðinu
Það er ekkert leyndarmál að Bryson DeChambeau er einn af högglengstu kylfingum heims. Hann varð t.a.m. í 8. sæti á heimsmeistaramótinu um lengsta drævið og hefir verið efstur á blaði á PGA mótaröðinni yfir högglengstu kylfinga síðustu tvö ár, með 322,1 yarda (uþb. 294 m) og 323,7 yarda (uþb. 296 m) meðaltal. Hins vegar, á Farmers Insurance Open, reyndist fjarlægð hans lítilsháttar vandamál. Greint var frá því á Twitter-síðu „The Shotgun Start“ að hinn 28 ára DeChambeau hefði splundrað tvær rúður í bílnum þegar hann byrjaði að „chippa boltum yfir girðinguna“ á æfingasvæðinu. Ökutækin tilheyrðu tveimur kaddýum og stóðu á moldarlóð, við æfingasvæðið, næst 8. flöt á Norðurvellinum. Það er ekki Lesa meira
Tiger vígður inn í frægðarhöll kylfinga í dag – Valdi dóttur sína Sam til að kynna sig
Tiger Woods verður vígður í heimsfrægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) í dag, miðvikudaginn 9. mars 2022. Hann valdi dóttur sína Sam til þess að kynna sig. Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum PGA Tour í Flórída í aðdraganda Players Championship á TPC Sawgrass. Einnig verða teknir inn í frægðarhöllina fyrrum framkvæmdastjóri PGA Tour Tim Finchem, sem verður kynntur af Hall of Fame meðlimnum Davis Love III, og þrefaldur US Women’s Open meistari Susie Maxwell Berning, sem verður kynnt af Hall of Fame. meðlimnum Judy Rankin. Marion Hollins fær loks inngöngu nú, eftir dauða sinn. Sam, 14 ára, fæddist daginn eftir að Tiger Woods varð jafn í öðru sæti á Lesa meira
Kylfingar standa við bakið á Úkraínu
Á mbl.is birtist eftirfarandi frétt sem bar fyrirsögnina „Kylfingar standa við bakið á Úkraínu.“ Sjá fréttina um frábært framtak kylfinga um allan heim með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ekki mót Dagbjarts og Sigurðar Blumenstein
GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Sigurður Blumenstein tóku ásamt liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu þátt í Tiger Inv. by Jason Dufner, þar sem Auburn háskólinn var gestgjafinn. Þeir náðu ekki að sýna sín réttu andlit í þessu móti. Dagbjartur lék á 15 yfir pari, 231 höggi (76 84 71) og varð T-78 í einstaklingskeppninni, en hann spilaði sem einstaklingur og hafði skor hans því ekki áhrif á lið Missouri sem varð T-7 í liðakeppninni. Sigurður lék á 21 yfir pari, 237 höggum (80 76 81) og varð í 85. sæti í einstaklingskeppninni; hann lék með liði James Madison, sem varð T-11 af 16 liðum. Sjá má lokastöðuna í Tiger Inv. by Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar í 11. sæti á Trinity Forest Inv.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois háskólanum tóku þátt í Trinity Forest Invitational mótinu, sem fram fór dagana 6.-8. mars 2022. Mótið fór fram í Trinity Forest golfklúbbnum, í Dallas, Texas. Þátttakendur í mótinu voru 83 frá 16 háskólum. Jóhanna Lea lauk keppni T-35 í einstaklingskeppninni; lék á 14 yfir pari, 230 höggum (82 74 74) og var á 2. besta skori Northern Illinois. The Huskies, golflið Northern Illinois varð í 11. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Trinity Forest Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Jóhönnu Leu og „The Huskies“ er 21.-22. mars n.k. í Georgíu ríki.
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur á besta skori EKU í Flórída
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University(skammst.: EKU) tóku þátt í UNF Collegiate. Mótið fór fram dagana 7.-8. mars 2022 í Jacksonville Golf and Country Club í Jacksonville, Flórída. Þátttakendur í mótinu voru 90 frá 17 háskólum. Ragnhildur lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (77 74 74) í einstaklingskeppninni og varð T-33. Lið EKU hafnaði í 12. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á UNF Collegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Ragnhildar og EKU er 19.-20. mars n.k. á Hilton Head Island í S-Karólínu.










