Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 22:00

Cooper Dossey spilaði á 58 höggum!

Kylfingurinn Cooper Dossey fáum kunnur. En leggið nafnið á minnið og munið hvar þið lásuð um Dossey fyrst!!! Hér á Golf 1 !!!! Dossey spilar í Bandaríkjunum á einni af minni mótaröðunum; All Pro Tour og var þar áður í bandaríska háskólagolfinu, þar sem hann spilaði með skólaliði Baylor. Á einu mótanna á All Pro Tour, Coke Dr. Pepper Open, náði Dossey þeim glæsilega árangri að spila á 58 höggum. Á hringnum fékk hann 11 fugla og 1 örn – ótrúlegt!!! Í móti þar stuttu áður átti hann hring upp á 59 högg! Hann sigraði á Coke Dr Pepper Open, en átti þó bara 1 högg á næsta mann! Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (11/2022)

Einn skoskur á ensku: MacDermott and MacDuff were sitting in the clubhouse on a raw, blustery day, thawing their beards in front of the fireplace while freezing rain beat against the windows. The pair were silent for a long time over their whiskeys. Finally, MacDermott spoke, “That was quite a round of golf.” “Aye,” MacDuff replied. “Same time next Saturday?” “Aye,” said MacDuff, “weather permitting.”  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sharmila Nicollet – 12. mars 2022

Það er indverska sjarmadísin Sharmila Nicollet, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna, sem er afmælis-kylfingur dagisns. Sharmila er fædd 12. mars 1991 og á því 31 árs afmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (52 ára); W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (37 ára); Axel Fannar Elvarsson, GL, 12. mars 1998 (24 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfngnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún T-14 á Augustana Spring Fling

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar hennar í Grand State Valley (GSVU) tóku þátt í Augustana Spring Fling, dagana 10.-11. mars 2022. Mótið fór fram í Desert Willow Golf Resort, í Palm Desert, Kaliforníu. Þátttakendur voru 47 frá 7 háskólum. Arna Rún lék samtals á 16 yfir pari, 160 höggum (87 73) og varð T-14 í einstaklingskeppninni, en hún lék sem einstaklingur í mótinu. Lið GSVU landaði 2. sætinu í mótinu, sem er glæsilegt! Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu GSVU með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Spring Fling með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Örnu Rún og félaga er 21.-22. mars n.k. í Kentucky. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 08:00

LPGA: Koerstz Madsen leiðir f. lokahringinn á Honda LPGA Thailand

Það er hin danska Nanna Koerstz Madsen, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Honda LPGA Thailand mótsins. Hún kefir samtals spilað á 21 undir pari, 195 höggum (65 64 66). Fast á hæla hennar eru Solheim Cup kylfingurinn franski Celine Boutier og Xiyu Lin frá Kína, aðeins 1 höggi á eftir. Þær þrjár sem leiddu fyrsta daginn hafa allar runnið niður skortöfluna; Nasa Hataoka, frá Japan þó minnst en hún er nú T-4 ásamt þeim Brooke Henderson og Gaby Lopez. Su Oh er T-11 og Esther Henseleit T-21. Sjá má stöðuna á Honda LPGA Thailand með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Nanna Koerstz Madsen

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Erlingsdóttir – 11. mars 2022

Það er Sigríður Erlingsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigríður er fædd 11. mars 1976 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Sigríður er í Golfklúbbi Suðurnesja og var áður í GSG þar sem hún gegndi m.a. stöðu formanns klúbbsins. Komast má á facebooksíðu Sigríðar til þess að óska henni til hamingu með afmælið hér að neðan: Sigríður Erlingsdóttir, GSG, fékk örn á 13. braut Kirkjubólsvallar. Þrettánda brautin er par-4 og Sigríður þurfti aðeins 2 högg Sigríður Erlingsdóttir (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Signý Pálsdóttir, 11. mars 1950 (72 ára); Jóhannes Guðnason, 11. mars 1957 (65 ára); Sigurjón Guðmundsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2022 | 14:00

Adam Scott með fjórfaldan skolla á Players

Golf getur verið grimm íþrótt. Það fékk einn kynþokkafyllsti karlkylfingur allra tíma, Adam Scott, að reyna á 1. hring Players Championship í gær. Hann spilaði seinni 9 á TPC Sawgrass fyrst og lenti í þvílíkum vandræðum á par-4 18. brautinni, sem er 456 yarda/ 416 metra. Þegar hann kom að 18. braut (9. braut hans á hringnum) var hann í ágætis málum og á samtals 1 undir pari. Síðan setti hann dræv sín tvívegis í vatnið og var þar með kominn með 4 högg; þurfti síðan 2 önnur högg: 3. drævið/fimmta högg hans var  297 yarda/271 metra; aðhöggið (6. höggið) var 150 yarda/137 metra og síðan tvípúttaði hann, niðurstaðan: snjókerling Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2022 | 11:00

LPGA: Hataoka og Oh leiða í hálfleik Honda LPGA Thailand mótsins

Það eru þær Nasa Hataoka og Su Oh sem leiða í hálfleik á Honda LPGA Thailand mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Báðar eru þær samtals búnar að spila á 16 undir pari, 128 höggum (63 65), hvor. Aðeins 1 höggi á eftir eru hin danska  Nanna Koertz Madsen og Solheim Cup kylfingurinn franski, Celine Boutier. Hin þýska Esther Henseleit, sem ásamt Hataoka og Oh var í 1. sæti eftir 1. dag er T-11, en hún fór niður skortöfluna eftir hring upp á 71. Sjá má stöðuna í hálfleik á Honda LPGA Thailand með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Hin ástralska Su Oh

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2022 | 23:59

PGA: Fleetwood & Hoge deila efsta sætinu e. 1. dag Players

Það eru þeir Tommy Fleetwood og Tom Hoge, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag Players Championship. Mótið fer venju skv. fram á TPC Sawgrass dagana 10.-13. mars. Báðir komu þeir í hús á 6 undir pari, 66 höggum. Kramer Hickock er einn í 3. sæti á 5 undir pari. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Players með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga Magnúsdóttir – 10. mars 2022

Það er margfaldur Íslandsmeistari og klúbbmeistari GA, Inga Magnúsdóttir, sem á 83 ára afmæli í dag, en hún er fædd 10. mars 1939. Inga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, fyrrverandi formaður hans og fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu! Hún er móðir Magnúsar Birgissonar, golfkennara og stórkylfinganna Sólveigar og Laufeyjar. Inga Magnúsdóttir, GK, er t.a.m. tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 65+ árið 2014, í höggleik með og án forgjafar. Komast má á facebook síðu Ingu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Inga Magnúsdóttir – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. Lesa meira