Afmæliskylfingur dagsins: Helga Vala Helgadóttir – 14. mars 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona. Hún er fædd 14. mars 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Helga Vala Helgadóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bob Goalby (sigurvegari á Masters 1968); f. 14. mars 1929 – d. 19. janúar 2022; Robert (Bob) Charles, 14. mars 1936 (86 ára); Anna Toher, GM, 14. mars 1960 (62 árs); Helga Vala Helgadóttir, 14. mars 1972 (50 ára); Garðar Snorri Guðmundsson, 14. mars 1980 (42 ára); Vicki Laing, 14. mars 1981 (41 árs); Claire Lesa meira
PGA: Staðan e. 3. hring á Players
Nú hefir tekist að ljúka 3. hring á Players. Í efsta sæti er sem fyrr Indverjinn og Íslandsvinurinn Anirban Lahiri. Lahiri hefir samtals spilað á 9 undir pari. Aðeins 1 höggi munar á Lahiri og 4 kylfingum sem deila 2. sæti: Doug Ghim, Sebastián Muñoz, Paul Casey og Sam Burns. Sjá má stöðuna á Players með því að SMELLA HÉR:
LET: Guðrún Brá keppir í Sádí-Arabíu í vikunni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili Hafnarfirði, keppir á Aramco Saudi Ladies International mótinu sem fram fer dagana 17.-20. mars. Mótið fer fram í Sádí-Arabíu og er það hluti af LET Evrópumótaröðinni. Þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi er með fullan keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, líkt og undanfarin ár. Á fjórða tug móta eru á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar. Þetta er annað mótið á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá sem endaði í 55. sæti á fyrsta móti tímabilsins, Magical Kenya Ladies Open, sem fram fór í Kenía í febrúar. Næsta mót fer fram eins og áður segir í Sádí-Arabíu og að því móti loknu fer Guðrún Brá til Suður-Afríku þar sem að hún Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar í 11. sæti á Clover Cup
Andrea Bergsdóttir, GKG, og félagar í Colorado State tóku þátt í Clover Cup. Mótið fór fram í Longbow GC í Mesa, Arizona, dagana 11.-13. mars 2022. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Andrea lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (74 73 73) og varð T-32 í einstaklingskeppninni. Hún var á næstbesta skori Colorado State. Lið Colorado State varð í 11. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Andreu & Colorado State er 27.-28. mars n.k. í Tennessee.
Evróputúrinn: Larrazábal sigraði á MyGolfLifeOpen mótinu
Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal, sem sigraði á MyGolfLifeOpen mótinu. Mótið fór fram í Peacanwood G&CC í Hartbeespoort, í S-Afríku, 10.-13. mars 2022. Larrazabal var jafn landa sínum Adri Arnaus og Englendingnum Jordan Smith og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja, þar sem Larrazabal stóð uppi sem sigurvegari. Allir voru þeir á samtals 22 undir pari, eftir hefðbundnar 72 holur; Adri datt út á 1. holu bráðabanans og Larrazábal hafði betur gegn Smith þegar á 2. holu bráðabanans. Þetta er 6. sigur Larrazábal á Evróputúrnum og fyrsti sigur hans frá árinu 2019. Í 4. sæti varð heimamaðurinn George Coetzee og í því 5. annar heimamaður, Richard Sterne. Lesa meira
PGA: Lowry með ás á 17. á Sawgrass – 10. ásinn á 17. í sögu Players
Írski kylfingurinn Shane Lowry fékk ás á hina alræmdu par-3 17. braut á TPC Sawgrass á 2. hring Players mótsins, sem spilaður var í gær, sunnudaginn 13. mars. Miklar rigningar og þrumuveður hafa tafið Players mótið í ár og því voru 1. og 2. hringur kláraðir í gær og aðeins byrjað á 3. hring. Ás Lowry er 10. ásinn í sögu Players mótsins og sá fyrsti síðan Ryan Moore fór holu í höggi á 17. á 1. hring Players, árið 2019. Sjá má glæsiás Lowry með því að SMELLA HÉR: Lowry virðist í hörkustuði þessa dagana en hann, sem sigrað hefir tvívegis á PGA Tour, landaði 2. sætinu á Honda Lesa meira
PGA: Fylgist með 3. hring á Players hér
Það tókst loka að ljúka 2. hring á Players í dag. Eftir 36 holur á þessu mjög svo óveðurs frestaða móti eru tveir sem deila forystunni Tom Hoge og Sam Burns. Indverski kylfingurinn og Íslandsvinurinn Anirban Lahiri hefir tekist að skjótast upp að hlið forystumannanna nú á 3. hring, þegar hann hefir spilað 8 holur en Burns og Hoge 5. Allir eru þeir á samtals 8 undir pari. Paul Casey og Harold Varner III, eru síðan 1 höggi á eftir, þ.e. á samtals 7 undir pari, hvor. Spennandi sunnudagskvöld framundan!!! Fylgjast má með 3. hring með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Anirban Lahiri
LPGA: Nanna Koerstz Madsen sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu
Það var hin danska Nanna Korerstz Madsen sem sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA. Mótið fór fram í Chonburi, Thailandi, dagana 10.-13. mars 2022. Nanna og hin kínverska Xiyu Lin voru efstar og jafnar eftir hefðbundið 72 holu spil, báðar á 26 undir pari, og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Nanna hafði betur. Sigurtékki Nönnu var $240,000. Celine Boutier frá Frakklandi varð ein í 3. sæti á samtals 25 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Honda LPGA Thailand mótin með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Jónasson og Ari Magnússon – 13. mars 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Benedikt Jónasson og Ari Magnússon. Það er Benedikt Jónasson sem er afmæliskylfingur dagsins. Benedikt er fæddur 13. mars 1957 og á því 65 ára afmæli í dag!!!Benedikt er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og má oft sjá hann spila á Hvaleyrinni á sumrin. Hann er kvæntur Ingveldi Ingvarsdóttur. Komast má á facebook síðu Benedikts hér að neðan til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn Benedikt Jónasson – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Ari Magnússon er fæddur 13. mars 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ara hér að neðan til þess að óska afmæliskylfingnum til Lesa meira
PGA: Tókst loks að ljúka 1. hring á Players – Leik nú frestað vegna myrkurs
Það tókst loks að ljúka 1. hring á Players í dag og hefja leik á 2. hring. Nokkrir kylfingar luku jafnvel 2. hring, þegar leik var frestað vegna myrkurs. Allt er í raun óbreytt frá því á 1. dag – Fleetwood og Hoge eru enn efstir og jafnir á 6 undir pari, hvor. Eins og staðan er nú virðist þurfa að spila á samtals pari eða betur til þess að ná niðurskurði. Sjá má stöðuna á Players með því að SMELLA HÉR:










