Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (5/7)
Árin 2009 og 2010 á ferli Martin Kaymer. Árið 2009 varði Kaymer næstum titil sinn á Abu Dhabi Golf Championship en lauk keppni T-2, einu höggi á eftir sigurvegaranum Paul Casey. Hann hélt áfram að ná góðum árangri í Mið-Austurlöndum eftir að hann varð T-4 á Dubai Desert Classic. Kaymer vann 3. titil sinn á Evróputúrnumí júlí á Open de France ALSTOM. Hann hafði betur gegn Lee Westwood á 1. holu bráðabana, þegar Westwood sló bolta sinn í vatnshindrum. Með sigrinum færðist Kaymer á topp-100 á peningalista Evrópumótaraðarinnar byggðum á æviárangri. Kaymer sigraði einnig vikuna á eftir á Barclays Scottish Open í Loch Lomond Golf Club í Glasgow, en þetta Lesa meira
GA: Stefán Einar Sigmundsson og Helgi Gunnlaugsson sigruðu í Sumargleðinni!
Á Þjóðhátíðardaginn fór fram Sumargleði Dominos og Vífilfells á Jaðarsvelli Einmunablíða var og sáust mörg góð skor hjá keppendum. Keppt var í tveimur flokkum, unglingaflokki og flokki fullorðinni. Helstu úrslit mótsins voru eftirfarandi: Unglingaflokkur: 1. sæti – Stefán Einar Sigmundsson GA. 40 punktar (betri á seinni 9) 2. sæti – Víðir Steinar Tómasson GA. 40 punktar. 3. sæti – Elvar Ingi Hjartarson GSS. 39 punktar (betri á seinni 9) Flokkur fullorðinna. 1. sæti – Helgi Gunnlaugsson GA. 40 punktar. 2. sæti – Guðrún R. Kristjánsdóttir GA.37 punktar ( betri á seinni ) 3. sæti – Benedikt Þ. Jóhannsson GH. 37 punktar Næstur holu á 4. braut – Þórarinn 5,76 metrar Lesa meira
GOB: Orri Ólafsson sigraði í Þjóðhátíðarmótinu
Opna Þjóðhátíðarmótið fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsbænum 17. júní s.l. Þátttakendur voru 151. Þjóðhátíðarmót GOB er orðinn árviss atburður – létt og skemmtilegt 9 holu golfmót sem tekur stuttan tíma á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Mótið er ávallt punktamót með forgjöf og má spila fleiri en einn hring ef kylfingar kjósa og er þá greitt fyrir hvern spilaðan hring. Úrslit í opna þjóðhátíðarmóti GOB urðu sem hér segir: 1. sæti: Orri Ólafsson GOB (24 punktar) – Hann hlaut í verðlaun gjafabréf frá Hole in One upp á kr. 40.000,- 2. sæti: Kristján Sigurðsson GR (23 punktur) – Hann hlaut í verðlaun gjafabréf frá Ellingsen upp á kr. 30.000,- 3. sæti: Einar Bjarni Lesa meira
LPGA: Lucy Li í 111. sæti e. 1. dag
Lucy Li, sem aðeins er 11 ára er í 111. sæti á Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem hófst í gær á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu. Lucy er yngsti þátttakandi á Opna bandaríska, aðeins 11 ára og nokk sama hver árangur hennar er – það er bara glæsilegt hjá henni að vera yfirleitt að spila svona ung í risamóti á LPGA. Hún er þegar komin í golfsögubækurnar! Lucy var að gæða sér á ís í hitanum meðan hún svaraði spurningum blaðamanna. Meðal þess sem hin barnunga Lucy Li sagði var eftirfarandi: „Að fá að spila á Opna bandaríska er heilmikið gaman. Ég strögglaði svolítið í dag, en það var frábært.“ „Ég Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis leiðir eftir 1. dag Opna bandaríska kvenrisamótsins
Í dag hófst á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu Opna bandaríska kvenrisamótið, möo US Women´s Open. Heimsins besta, Stacy Lewis leiðir á 3 undir pari, 67 höggum. Fast á hæla hennar í 2. sæti er Michelle Wie, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 2 undir pari, 68 höggum. Nokkrar eiga eftir að ljúka keppni, en ólíklegt er að þær nái efstu kvenkylfingunum þeim Lewis og Wie. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna bandaríska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Brendan Steele leiðir e. 1. dag Travelers Championship
Það er bandaríski kylfingurinn Brendan Steele sem leiðir á Travelers Championship, en mótið hófst í dag á TPC River Highlands, í Cromwell, Conneticut. Steele átti glæsihring upp á 8 undir pari, 62 högg!!! Steele komst m.a. í golffréttirnar þegar hann og Keegan Bradley sigruðu á Franklin Templeton Shootout 2011 (Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR:) og þegar kylfusveini Steele var vísað úr Bandaríkjunum fyrr á árinu, rétt áður en Steele átti að hefja keppni í Humana Challenge mótinu (Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: ) Öðru sætinu deila þeir Bud Cauley og Ryan Moore, 1 höggi á eftir Steele, þ.e. á 63 höggum. Hópur Lesa meira
Boðorðin 10 í holukeppni
Nú fara Íslandsmótin í holukeppni að hefjast en t.a.m. á Eimskipsmótaröðinni er næsta mót á dagskrá Íslandsmótið í holukeppni, sem fram fer á Hvaleyrinni 27.-29. júní n.k. Í hverjum nýjum andstæðingi, sérhverjum nýjum holum fest ný árskorun, sem kallar á sérstaka ráðgjöf. Almenn ráð geta því verið varasöm. En þrátt fyrir það, í gegnum aldirnar, eru nokkur ráð eða strategíur sem reynst hafa svo vel að þær eru orðnar að viðurkenndum „boðorðum“ holukeppni. Þessi „boðorð“ birtust á golf.com og birtast boðorðin hér feitletruð, sem linkar en á bakvið þessa tengla er nánari útfærsla golf.com á hverju boðorðanna (á ensku), með dæmum af þekktum holukeppnissnillingum eða úr þekktum holukeppnum: Boðorð 1: SPILIÐ VÖLLINN Lesa meira
Þá voru þeir 32 …. og Haraldur Franklín þar á meðal!
Haraldur Franklín Magnús, GR, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2012, er að standa sig hreint ótrúlega vel á Opna breska áhugamannamótinu. Ekki nóg með að hann hafi orðið meðal 64 efstu af 288 keppendum, sem er geysigóður árangur; nei hann sigraði andstæðing sinn í 1. umferð holukeppnishluta mótsins í dag, Danann Nicolai Tinning, sannfærandi 4&3 og er nú í hópi 32, sem sjens eiga á að láta drauminn um þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu rætast! Á morgun mætir Haraldur Franklín, Englendingnum Jordan Smith. Svona smá upplýsingar um Smith þá var hann í Walker Cup liði Breta&Íra 2013, sem tapaði fyrir liði Bandaríkjanna 17&9 og eins heldur Smith með Liverpool í enska Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Matthías P. Einarsson – 19. júní 2014
Það er Matthías P. Einarsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Matthías fæddist 19. júní 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Matthías P. Einarsson (40 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daniel Silva, 19. júní 1966 (48 ára); Seema Saadekar 19. júní 1985 (29 ára); Ai Miyazato, 19. júní 1985 (29 ára); Mallory Elizabeth Blackwelder,19. júní 1987 (27 ára) ….. og …… Sjofn Bjornsdottir (57 ára) Haukur Ingi Jónsson (42 ára) Tabitha Williams Steele Einar Marteinn Bergþórsson (28 ára) Bílnet Gunnar Ásgeirsson (44 ára) Sturlaugur H Böðvarsson (33 ára) Lisa Graf (27 ára) Golf 1 óskar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Dottie Ardina, Victoria Tanco og Emma Jandel (12-14/48)
Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í dag verða kynntar fyrri 3 af 6 sem voru T-32 þ.e. voru í 32.-37. sæti, en Lesa meira










