Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (4/7)
Árið 2008 – Áframhaldandi velgengni Kaymer Kaymer hóf árið 2008, þ.e. 20. janúar með fyrsta sigri sínum á Evrópumótaröðinni þ.e. með sigri á Abu Dhabi Golf Championship. Með sigrinum komst Kaymer í 34. sætið á heimslistanum og var á þeim tíma eini kylfingurinn undir 25 ára aldri sem var á topp-50 á heimslistanum. Sigurinn tryggði honum einnig þátttökurétt á heimsmótinu í holukeppni (ens. WGC-Accenture Match Play Championship) og Masters risamótið. Tveimur vikum eftir sigurinn á Abu Dhabi Golf Championship, varð Kaymer í 2. sæti á Dubai Desert Classic. Hann lauk lokahringnum með eftirminnilegum fugli-erni-fugli en Tiger Woods átti þó 1 högg á hann og sigraði í mótinu. Kaymer komst við Lesa meira
GO: Magnús og Dýrleif Arna sigruðu í Þjóðhátíðar Greensome Golfgleðinni
TIl að koma smá fjölbreytni inn í mótaflóru félagsmanna GO ákvað mótanefnd GO á vormánuðum að halda mót með ýmsum leikafbrigðum þetta sumarið og því var skellt á með stuttum fyrirvara greensome paramóti sem ræst var út á öllum teigum snemma að morgni þjóðhátíðardagsins. Morguninn byrjaði með léttum morgunverði sem innifalin var í mótsgjaldi og svo var hópurinn ræstur út á völlinn allir í einu rétt fyrir 9 um morguninn. Spilamennskan gekk með eindæmum vel og kláraðist mótið á 4 klst og þá var sest niður í skálann þar sem biðu grillaðar kræsingar að hætti Nikka og Pálu og þeirra fólks. Að málsverði loknum var svo gengið beint í verðlaunaafhendingu Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með skorinu á Opna írska!
Í dag hófst á Fota Island Resort, Opna írska, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Margir bestu kylfingar Evrópu taka þátt í mótinu, þ.á.m. einhverjir þekktustu kylfingar Írlands, með nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy, fremstan í flokki. Fylgjast má með gangi mála á Fota Island með því að SMELLA HÉR:
GKS: Þorsteinn Jóhannsson sigraði í Þjóðhátíðarmóti Everbuild á Siglufirði
Það voru 11 kylfingar sem tóku þátt í Þjóðhátíðarmóti Everbuild 17. júní á Siglufirði, þar af 3 kvenkylfingar. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Þorsteinn Jóhannsson, GKS, sigraði glæsilega átti 5 punkta á næsta keppanda, en alls var Þorsteinn á 34 puntkum. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 Þorsteinn Jóhannsson GKS 10 F 21 13 34 34 34 2 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 10 F 13 16 29 29 29 3 Sævar Örn Kárason GKS 12 F 12 16 28 28 28 4 Ingvar Kristinn Hreinsson GKS 13 F 18 10 28 28 28 5 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 24 F 16 11 27 27 27 6 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 19 F 17 9 Lesa meira
NK: Nökkvi á besta skorinu á Opna Þjóðhátíðardagsmótinu
Opna Þjóðhátíðardagsmótið fór fram í öllum útgáfum af veðri á Nesvellinum 17 júní. Rjómablíða fylgdi fyrstu ráshópunum af stað um morguninn, en svo tók að blása töluvert úr suðri án allrar úrkomu þó. Eftir hádegið lægði svo aftur og við tók rigning með hellidembum inn á milli og komu síðustu kylfingarnir ansi blautir í hús að leik loknum. Það voru hundrað og fjórir kylfingar tóku þátt í mótinu og komust færri að en vildu enda mótið ávallt eitt það vinsælasta á Nesvellinum á ári hverju og mjög góð verðlaun í boði frá ICELANDAIR. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni ásamt nándarverðlaun á par 3 brautum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auðun Helgason —– 18. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Auðun Helgason. Auðunn fæddist 18. júní 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Auðuns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið Auðun Helgason (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (72 ára); Árni Sæberg, GKG, 18. júní 1998 (16 ára) ….. og …… Karen Ósk Kristjánsdóttir 17 ára Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (59 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
Glæsilegur árangur hjá Haraldi Franklín!
Haraldur Franklín Magnús, GR, er sá eini af 4 íslenskum þáttakendum sem komst áfram í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins! Glæsilegur árangur þetta hjá Haraldi Franklín!!! Höggleikshluti mótsins var leikinn á á Írlandi á tveimur golfvöllum: Royal Portrush og Portstewart. Haraldur Franklín var samtals 3 yfir pari, 144 höggum (73 71) og varð í 35. sæti. Efstu 64 eftir 2 daga höggleik og þeir sem jafnir eru í 64. sætinu komast áfram í holukeppnishluta keppninnar. Sigurvegari úr þeim hluta hlýtur þátttökurétt á Opna breska og hefð hefir verið fyrir því að sigurvegarinn hefir hlotið boð til að taka þátt í The Masters risamótinu. Frábært hjá Haraldi Franklín!!! Niðurskurður er miðaður við Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Jackie Stoelting, Louise Friberg og Stacey Keating (9-11/48)
Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í dag verða kynntar seinni 3 af 6 sem voru T-38 þ.e. voru í 38.-43. sæti, en Lesa meira
GÁ: Jóhann Gíslason og Símon Ingi Sveinbjörnsson sigruðu í 17. júní mótinu
Í gær var haldið árlegt 17. júní golfmót hjá Golfklúbbi Álftaness (GÁ). Mótið er fjölskyldumót, keppt er í tveimur flokkum, 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Spilaður er höggleikur án forgjafar. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Flokkur 14 ára og yngri: 1. sæti Símon Ingi Sveinbjörnsson 2. sæti Kjartan Matthías Antonsson Flokkur 15 ára og eldri: 1. sæti Jóhann Gíslason 2. sæti Klemenz B. Gunnlaugsson 3. sæti Birkir Sveinsson
Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar verður farið af stað með nýjan greinarflokk hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“ sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti Lesa meira










