Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 08:15

GA: Stefán Einar Sigmundsson og Helgi Gunnlaugsson sigruðu í Sumargleðinni!

Á Þjóðhátíðardaginn fór fram Sumargleði Dominos og Vífilfells á Jaðarsvelli

Einmunablíða var og sáust mörg góð skor hjá keppendum. Keppt var í tveimur flokkum, unglingaflokki og flokki fullorðinni.

Helstu úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Unglingaflokkur:

1. sæti – Stefán Einar Sigmundsson GA. 40 punktar (betri á seinni 9)

2. sæti – Víðir Steinar Tómasson GA. 40 punktar.

3. sæti – Elvar Ingi Hjartarson GSS. 39 punktar (betri á seinni 9)

 

Flokkur fullorðinna.

1. sæti – Helgi Gunnlaugsson GA. 40 punktar.

2. sæti – Guðrún R. Kristjánsdóttir GA.37 punktar ( betri á seinni )

3. sæti – Benedikt Þ. Jóhannsson GH. 37 punktar

 

Næstur holu á 4. braut – Þórarinn 5,76 metrar

Næstur holu á 18. braut – Stefán Einar Sigmundsson. 85 cm.

Óskum við vinningshöfum kærlega til hamingju með árangurinn.

Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu GA.