Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 22:00

GKB: „Skellum ekki í lás“ segir Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB

Það hefur rignt víða hressilega það sem af þessum mánuði og reyndar í allt sumar. Þessar aðstæður hafa haft mikil áhrif á golfiðkun landsmanna og Kiðjabergsvöllur hefur ekki farið varlhluta af því. Aðsóknin hefur verið mun minni en undanfarin ár og tekjur dregist saman. Það vill til að klúbburinn er nánast skuldlaus og því er hann betur í stakk búinn til að takast á við tekjumissinn. Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri GKB, segir að þetta mikla vatnsveður í sumar hafi sett mark sitt á reksturinn. „Það segir sig sjálft að fólk er ekki að koma og spila í grenjandi rigningu. Þó svo að völlurinn okkar taki vel við vatni, má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 22:00

Opna breska 2014: Dustin Johnson í 2. sæti e. 2. dag og á besta skori mótsins!

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er sem stendur í 2. sæti eftir 2. dag Opna breska. Johnson er samtals búinn að spila á 8 undir pari 136 höggum (71 65). Hann á besta skor mótsins, 65 högg sem hann átti í dag á lýtalausum hring þar sem hann fékk 7 fugla á Royal Liverpool „Ég var virkilega ekki að setja niður nein löng pútt,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir besta hring mótisns til þessa. „Lengsta púttið sem ég setti niður var kannski 5-7 metra. Allt annað voru 2- 2 1/2 metra pútt.“ „Ég var að slá virkilega vel í dag og gæti ekki verið ánægðari með stöðun asem ég er í.“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 21:30

Opna breska 2014: Els, Bubba, Webb og Westwood farnir heim – Els sló í áhorfanda

Ernie Els virtist algerlega sjokkeraður eftir slæmt spil sitt á Opna breska í ár. Hann byrjaði illa, hitti áhorfanda í kjálkann í fyrsta höggi sínu, en sá er búinn að jafna sig og meiðslin aðeins minniháttar. Samtals lék Els á 8 yfir pari, 152 höggum (79 73) eða á 20 högga verra skori en Rory McIlroy sem leiðir í hálfleik. Phil Mickelson (sem komst í gegnum niðurskurð á samtals sléttu pari, með skor upp á 74 70) var í holli með Els og reyndi að hressa upp á stemminguna hjá honum. „Hann var í sjokki,“ sagði Mickelson.  „Ég reyndi að segja „Ekki hafa áhyggjur af þessu – ég er alltaf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 21:00

Leikir felldir niður á Íslandsmóti eldri kylfinga og Íslandsmóti unglinga

Mótsstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem fram fer á Korpúlfsstaðarvelli, tók þá ákvörðun í dag, að fella niður annan hring mótsins, þar sem völlurinn var orðinn óleikhæfur. Ræst verður út í fyrramálið samkvæmt rásröðun flokka sem sjá má í upplýsingum um mótið. ————- Mótsstjórn Íslandsmóts unglinga sem fram fer á Strandavelli, Hellu tók einnig ákvörðun um að fella út hring, þ.e. 1. hring mótsins, en leik var hætt fyrr í dag vegna veðurs. Átján kylfingar í flokki 15-16 ára flokki drengja höfðu lokið leik þegar mótinu var frestað fyrr í dag. Mótsstjórnin tók síðan ákvörðun um að ekki yrði reynt að hefja leik að nýju í dag og að fella daginn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 20:00

Opna breska 2014: Watson 64 ára sá elsti til að ná niðurskurði

Tom Watson, 64 ára, varð í dag sá elsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á Opna breska. Watson er samtals búinn að spila á 2 yfir pari í Hoylake, 146 höggum (73 73). Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari og Watson rétt slapp í gegn, eins og reyndar Tiger, sem átti slælegan hring upp á 77 högg í dag og var heppinn að komast gegnum niðurskurð (69 77). Reyndar voru 16 aðrir á samtals 2 yfir pari á 2. degi eins og Watson, auk Tiger voru það m.a. Luke Donald, Jordan Spieth og Jason Day. Sjá má stöðuna á Opna breska eftir 2. dag með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 19:00

24 tókst að ljúka leik á 35+ á 2. degi

Veðrið lék aðalhlutverk á Íslandsmóti 35 ára og eldri í Vestmannaeyjum í dag. Strax í morgun var ræsingu frestað vegna veðurs, fyrst til kl 12:00 og svo til kl 14:00. Kylfingar voru ræstir út á fyrsta og tíunda teig kl 14:00 en verður hafði lagast til muna frá því um morguninn. Allt gekk vel í fyrstu eða þangað til þokan tók öll völd á vellinum sem varð til þess að mótstjórn stöðvaði leik enda skyggni ekkert. Nokkur holl höfðu þegar klárað að spila, alls 24 kylfingar og stendur skor þeirra eftir daginn; þeir kylfingar sem áttu eftir að klára (72)  hefja leik að nýju kl 7:00 í fyrramálið. Rástímar fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nick Faldo ——— 18. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins eru Nick Faldo.  Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 57 ára afmæli í dag!  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni.  Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður.  Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Sexfaldur sigurvegari risamóta í golfi, Sir Nick Faldo er mikill kvennamaður. Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 14:00

GP: Björg og Skjöldur eru klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbs Patreksfjarðar (GP) fór fram 9.-10. júlí s.l. í Vesturbotni. Spilaðuar voru 18 holur báða dagana og verðlaun veitt 3 efstu mað og án forgjafar. Skjöldur Pálmason og Björg Sæmundsdóttir sigruðu á mótinu og eru klúbbmeistarar GP 2014. Þau urðu líka klúbbmeistarar GP í fyrra 2013 og vörðu því titla sína! Úrslit meistaramóts GP 2014 var eftirfarandi: Án forgjafar: Karlar 1. Skjöldur Pálmason 2. Ólafur Felix Haraldsson 3. Magnús Jón Áskelson Konur  1. Björg Sæmundsdóttir 2. Brynja Haraldsdóttir 3. Anna Jensdóttir Með forgjöf: Karlar 1. Skjöldur Pálmason 2. Sigurður Viggósson 3. Vilhjálmur Vagn Steinarsson Konur 1. Björg Sæmundsdóttir 2. Brynja Haraldsdóttir 3. Anna Jensdóttir  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 12:00

Caroline hnýtir í Rory

Caroline Wozniacki getur ekki látið það vera að hnýta svolítið í sinn fyrrverandi, Rory McIlory, sem nú er efstur eftir 1. dag Opna breska. Hún er nú við keppni í the Istanbul Cup í þessari viku en tók sér smá frí í bæjarrölt með vinkonu sinni Marta Domachowska. Það var þá sem hún sendi frá sér skilaboð sem hefir verið skilin sem sneið til Rory: “Out and about in Istanbul. It’s been 3 years since I have worn heels on a normal day out. #feelsgood #looksgood #shopping #highheels #sun.” (Lausleg þýðing: Er bara hér í Istanbul. Það eru 3 ár síðan ég hef verið í hælum á venjulegum degi – það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 10:00

GBO: Chatchai og Eygló klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) fór fram dagana 10.-12. júlí s.l. Í ár voru þátttakendur 15 talsins. Klúbbmeistarar GBO 2014 eru Eygló Harðardóttir og Chatchai Phothiya. Eygló og Chatchai vörðu titla sína frá því í fyrra.  Golf 1 fann því miður ekki nýrri mynd af meistaramótsþátttakendum en þá sem er hér að neðan og var tekin í fyrra. Úrslit í meistaramót GBO 2014 voru annars eftirfarandi:  1 Chatchai Phothiya GBO 1 F 36 33 69 -2 71 74 69 214 1 2 Ernir Steinn Arnarsson GBO 3 F 36 34 70 -1 79 74 70 223 10 3 Janusz Pawel Duszak GBO 2 F 36 40 76 5 75 77 76 228 Lesa meira