LET: Guðrún Brá úr leik í Sádí
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, tók þátt í móti vikunnar á LET: Aramco Saudi Ladies International . Hún komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 7 högg eftir 36 spilaðar holur. Guðrún Brá lék á 13 yfir pari (81 76) og var því 6 höggum frá því að ná í gegn. Það voru heil 5 högg milli hringja og ljóst að Guðrún Brá getur gert miklu betur, en upphafshringurinn virðist hafa skemmt fyrir henni. Sjá má stöðuna á Aramco Saudi Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Hartmannsson – 18. mars 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Hartmannsson. Rúnar er fæddur 18. mars 1952 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Hartmannsson – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Helgi Hólm, 18. mars 1941 (81 árs); Rúnar Hartmannsson 18. mars 1952 (70 ára); Soffía Björnsdóttir, 18. mars 1956 (66 ára); Einar Aðalbergsson, 18. mars 1960 (62 ára); Steinunn Sigurdardottir, 18. mars 1960 (62 ára); Heimir Karls, 18. mars 1961 (61 árs); Sigríður Lesa meira
LET: Guðrún Brá við keppni í Sádí – fylgist með HÉR
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, (Ladies European Tour, skammst: LET). Mótið ber heitið Aramco Saudi Ladies International og fer fram í Royal Greens Golf & Country Club, í Sádí. Guðrún Brá átti erfiðan dag í gær, þar sem hún spilaði á heilum 9 yfir pari, 81 höggi og er T-91. Fremur ólíklegt er að hún komist gegnum niðurskurð, því byrjunin hjá henni á 2. hring er ekki góð. Hún er komin í +2 eftir 4 spilaðar holur. Sem stendur er niðurskurðarlínan við +6 þannig að það er enn sjéns með góðum kafla að vinna upp 5 högg. Það væri frábær árangur Lesa meira
Ástralasíutúrinn: Collyer og Crowe leiða í hálfleik á NSW Open
Það eru þeir Blake Collyer og Harrison Crowe, sem leiða í hálfleik á NSW Open. Báðir hafa þeir spilað á samtals 14 undir pari; Collyer (66 62) og Crowe (64 64). Collyer átti sérlega glæsilegan 2. hring – og setit nýtt vallarmet í Concord golfklúbbnum í NSW. Dimitrios Papadatos, Jarryd Felton, Jordan Zunic og Deyen Lawson eru T-3; allir aðeins 1 höggi á eftir. NSW Open var komið á laggirnar árið 1931 og hafa stór nöfn í golfinu sigrað margoft í mótinu. Mætti þar nefna: Norman Von Nida, sem sigraði 6 sinnum, Jim Ferrier og Frank Phillips sigruðu 5 sinnum í mótinu og Greg Norman, 4 sinnum. Sjá má stöðunaá NSW Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: 13 ára strákur olli umferðarslysinu
Golf 1 greindi frá tragísku umferðarslysi í Texas nú í vikunni, þar sem 6 háskólakylfingar ásamt þjálfara sínum úr Southwest háskólanum (USW) létust, er þau voru á heimleið úr golfmóti. Jafnframt dóu 2 í pallbílnum, sem keyrði á smárútuna með háskólakylfingunum. Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Nú hefir komið í ljós að ökumaður pallbílsins, sem sveigði yfir á gagnstæða akrein var 13 ára. Í Texas verða þeir sem fara í ökuskóla að vera að lágmarki 14 ára og til þess að hljóta ökuskírteini verða þeir að vera 15 ára. Það er því ljóst að sökin að slysinu liggur hjá hinum 13 ára ökumanni pallbílsins, en hann Lesa meira
GH: Ragnar Emilsson fékk Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar
Á ársþingi HSÞ 12. mars sl. var Ragnar Emilsson frá Golfklúbbi Húsavíkur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar. Ragnar hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir klúbbinn í gegnum tíðina, átt frumkvæði að endurbótum og framkvæmdum og unnið mikið starf við uppbyggingu á starfsemi klúbbsins. Árangurinn er sá að Katlavöllur á Húsavík er einn af bestu 9 holu golfvöllum landsins. Nú nýlega var hann valinn 7. besti 9 holu golfvöllur landsins af top100golfcourses.com, sem metur golfvelli um allan heim. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ afhenti Ragnari heiðursviðurkenninguna á þinginu.
PGA: 4 leiða e. 1. dag á Valspar
Það eru 4 kylfingar, sem eru efstir og jafnir eftir fyrsta dag Valspar, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Þetta er weir Jhonattan Vegas, Sam Burns, Adam Hadwin og David Lipsky. Allir komu þeir í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Mótið fer fram í Palm Harbour, Flórída dagank 17.-20. mars 2022. Sjá má stöðuna á Valspar meistaramótinu eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Jonathan Vegas frá Venezuela, sinn fjórmenningana í forystu á Valspar e. 1. mótsdag
Evróputúrinn: Du Preez í forystu e. 1. dag Steyn City meistaramótsins
Það er heimamaðurinn James Hart DuPreez, sem er í forystu eftir 1. dag Steyn City meistarmótsins, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Spilað er á The Club at Steyn City, í Jóhannesarborg, S-Afríku. DuPreez kom í hús á 9 undir pari, 63 höggum. Það eru síðan Suður-Afríkumenn, sem raða sér í næstu sæti: Jaco Ahlers, Shaun Norris og Ítalinn Nino Bertasio deila 2. sæti á, en þeir spiluðu allir á 8 undir apri, 64 höggum hver. Sjá má stöðuna á Steyn City meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Arinbjarnarson Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og fagnar því 25 ára stórafmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) en spilar nú í bandaríska háskólagolfinu með liði WCU. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Elsku Tumi – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember 1971; Sigríður Th. Matthíessen, GR 17. mars 1946 (76 ára); Agnes Siurþórsdóttir, 17. mars 1951 (71 árs – Hún varð m.a. meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991); Alfreð Lesa meira
Spiranac gerir lítið úr Norman – forsvarsmanni nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar
Kylfingurinn Paige Spiranac liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Og skoðanir hennar fara víða því hún er með 3.2 milljónir fylgjendur á Instagram einu og fleiri á öðrum félagsmiðlum. Það nýjasta er að hún er einn helsti andstæðingur nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar, sem „hvíti hákarlinn“ Greg Norman er í forsvari fyrir og er hann reyndar framkvæmdastjóri LIV Investments, sem stendur að baki deildinni. Nú í vikunni hæddist hún að Norman og notaði samlíkingu við bandaríska fótboltakappann Tom Brady. Ein af fréttum vikunnar var sú að Tom Brady, 44 ára, kappi í bandaríska fótboltanum snerist 180° og sagðist snúa aftur í bandaríska fótboltann, eftir að hafa 6 vikum áður tilkynnt að hann ætlaði Lesa meira









