Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 23:06

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-5 og á besta skori EKU á Low Country Int.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University tóku þátt í Low Country Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 19.-20. mars 2022 í Moss Creek Golf Club á Hilton Head Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Ragnhildur var á besta skori EKU; varð T-5 í einstaklingskeppninni á skori upp á 5 yfir pari, 221 högg (73 73 75). Lið EKU hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni, þökk sé einkum frábærri frammistöðu Ragnhildar! Sjá má umfjöllun um Ragnhildi og félaga í Low College mótinu, á vefsíðu EKU með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Low College Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 22:30

LET: Georgia Hall sigraði á Aramco Saudi Ladies International

Það var enski Solheim Cup kylfingurinn Georgia Hall, sem stóð uppi sem sigurvegari á Aramco Saudi Ladies International. Georgia lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 69 68 71). Hún átti heil 5 högg á næsta keppendur, þær Jóhönnu Gustavsson frá Svíþjóð og Kristynu Napoleaovu frá Tékklandi, sem deilu 2. sætinu (samtals á -6). Í 4. sæti varð hin danska Emily Pedersen (samtals á -5) og í 5. sæti Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda frá Spáni (samtals á -4). Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Mótið fór fram dagana 17.-20. mars 2022 í Royal Greens Golf & Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 22:24

PGA: Sam Burns sigurvegari á Valspar e. bráðabana við Davis Riley

Það þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslit í Valspar Championship, móti vikunnar á PGA Tour. Sam Burns og Davis Riley þurftu að spila 2 holur bráðabana þar til Sam Burns stóð uppi sem sigurvegari. Báðir léku þeir á samtals 17 undir pari, 267 höggum; Burns (64 67 67 69) og Riley (65 68 62 72) og voru því jafnir eftir 72 holur. Þetta er í 2. sinn sem Burns sigrar á Valspar Championship, en honum tókst nú að verja titil sinn. Þetta er 3. sigur Burns á PGA Tour, en hann sigraði einnig á Sanderson Farms mótinu í fyrra, þ.e. 3. október 2021 Sjá má eldri kynningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 21:00

Saga og Gunnlaugur sigruðu á Landsmótinu í golfhermum 2022

Landsmót í golfhermum fór fram í fyrsta sinn og var framkvæmdaaðili mótsins GKG. Mótsstaður var ný íþróttamiðsstöð GKG. Þátttakendur í úrslitum voru 8 kven- og 8 karlkylfingar Fyrstu landsmótsmeistarar í golfhermum eru þau Saga Traustadóttir, GKG og Gunnlaugur Árni Sveinsson. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslitin í karlaflokki en þar beið Kristófer Orri Þórðarson lægri hlut fyrir Gunnlaugi Árna á 1. holu bráðabana. Saga átti 1 högg á þær Karen Lind Stefánsdóttur, GKG og Söru Kristinsdóttur, GM. Lokastaðan í 8 manna úrslitum kvenkylfinganna sem léku 36 holur í úrslitaviðureigninni: 1 Saga Traustadóttir +1 143 högg (70 73) 2 Karen Lind Stefánsdóttir +2 144 högg (69 75) Sara  Kristinsdóttir +2 144 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Maggý ——– 20. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Maggý. Anna Maggý fæddist 20. mars 1996 og er því 26 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Anna Maggý – 26 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herta Kristjánsdóttir, 20. mars 1944 – d. 29. janúar 2014; Kathy Baker Guadagnino, 20. mars 1961 (61 árs);  Arjun Atwal, 20. mars 1973 (49 ára); Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (38 ára); Charley Hull, 20. mars 1996 (26 ára);  Lr Heilsuvörur Snyrtivörur, 20. mars 1967 (55 ára); D-prjón Prjón, 20. mars 1967 (55 ára); Gísli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 13:00

Evróputúrinn: Shaun Norris sigraði á Steyn City meistaramótinu

Það var heimamaðurinn Shaun Norris, sem sigraði á Steyn City meistaramótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Sigurskor Norris var 25 undir pari, 263 högg (64 62 67 70). Mótið fór fram í The Club at Steyn City, Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17.-20. mars 2022. Shaun Norris er fæddur 14. maí 1982 í Jóhannesarborg og er því 39 ára.  Hann hefir sigrað 10 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en þetta er fyrsti sigur hans á Evróputúrnum. Sjá má lokastöðuna á Steyn City meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 07:00

Ástralasíutúrinn: Harrison Crowe sigraði á NSW Open

Það var áhugamaðurinn Harrison Crowe sem sigraði á NSW Open, sem er mót á Ástralasíumótaröðinni og varð þar með aðeins 6. áhugamaðurinn til þess að sigra í mótinu Sigurskor Crowe á Concord vellinum í Sydney, Ástralíu var 18 undir pari, 195 högg (62 64 67). Merkilegt nokk, var Crowe aðeins með einn skolla í öllum þremur sigurhringjum sínum. Verðlaunafé í mótinu voru 400.000 ástralskir dalir (u.þ.b. 40 milljónir íslenskra króna). Crowe er aðeins 20 ára, fæddur 15. október 2001. Mótið átti að vera frá 17.-20. mars, en var stytt í 3 hringi vegna veðurs. Kannski að Crowe sé næsti stórkylfingurinn frá Ástalíu og feti í fótspor Greg Norman, Adam Scott Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 02:00

PGA: Riley efstur f. lokahringinn á Valspar

Það er bandaríski kylfingurinn Davis Riley, sem leiðir á móti vikunnar á PGA Tour, Valspar Open. Hann er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 195 höggum (65 68 62). Matthew NeSmith er í 2. sæti, 2 höggum á eftir og Justin Thomas og Sam Burns deila 3. sæti á samtals 15 undir pari. Spennandi sunnudagur framundan þar sem allt getur gerst! Sjá má stöðuna eftir 3 spilaða hringi á Valspar með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (12/2022)

Einn á ensku: Dear Abby, I’ve never written to you before, but I really need your advice. I have suspected for some time now that my wife has been cheating on me. The usual signs. Phone rings but if I answer, the caller hangs up. My wife has been going out with „the girls“ a lot recently although when I ask their names she always says, „Just some friends from work, you don’t know them.“ I always try to stay awake to look out for her coming home, but I usually fall asleep. Anyway, I have never approached the subject with my wife. I think deep down I just didn’t Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gay Robert Brewer – 19. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Gay Robert Brewer. Hann var fæddur 19. mars 1932 en lést 31. ágúst 2007 og hefði því orðið 90 ára í dag. Banamein hans var lungnakrabbi. Brewer gerðist atvinnumaður í golfi 1956 og sigraði 17 sinnum á atvinnumannsferli sínum; þar af 10 sinnum á PGA Tour og 1 sinni á PGA Tour Champions. Hann vann einu sinni í risamóti en það var á Masters 1967. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Henry Taylor, f. 19. mars 1871 – d. 10. febrúar 1963 ;  Guðrún Kristín Bachmann, GR, 19. mars 1953 (69 ára); Aðalheiður Jóhannsdóttir Lesa meira