LET: Ekki dagur Guðrúnar Brá í Sádí – Lauk 1. hring á +9
Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Mótið fer fram dagana 17.-20. mars 2022 í Royal Greens Golf & Country Club í Sádí-Arabíu. Guðrún Brá kom í hús á 9 yfir pari, 81 höggi. Hún er því miður í einu af neðstu sætunum, sem stendur, en 1. hring er ólokið þegar þetta er ritað. Sjá má stöðuna á 1. hring Aramco Saudi Ladies International með því að SMELLA HÉR:
Ástralasíutúrinn: 9 efstir og jafnir á NSW Open
NSW Open fer fram dagarna 17.-20. mars 2022 í Concord golfklúbbnum í NSW, Ástralíu. Eftir 1. dag eru hvorki fleiri né færri en 9 kylfingar efstir og jafnir á 64 höggum; sem er 1 höggi undir vallarmetinu, 65 höggum, sem Ewan Porter átti. Sem sagt vallarmetið brotið nífalt þegar fyrsta mótsdag. Þeir sem komu í hús á 64 voru allt ástralskir kylfingar, þar sem Jake McLeod er e.t.v. þekktastur hérlendis. Sjá eldri kynningu Golf 1 á McLeod með því að SMELLA HÉR: Hinir eru: Harrison Crowe, Anthony Quayle, Dimitrios Papadatos, Jarryd Felton, Jordan Zunic, Darren Beck, Charlie Dann og Deyen Lawson. Kannski einhver þessara kylfinga eigi eftir að slá í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún á 2. besta skori UT Arlington á HBU Husky Inv.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í UT Arlington tóku þátt í Houston Baptist’s Husky Invitational háskólamótinu. Mótið fór fram í Riverbend CC, í Sugarland, Texas, dagank 14.-15. mars 2022. Þátttakendur voru 76 frá 14 háskólum. Heiðrún Anna varð T-33 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (83 79 76). Lið UT Arlington varð í 12. sæti. Næsta mót Heiðrúnar Önnu & UT Arlington er 20.-22. mars n.k. í Alabama.
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar urðu í 3. sæti á Louisiana Classics
Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas tóku þátt í Louisiana Classics, sem fram fór dagana 14.-15. mars í Oakbourne golfklúbbnum i Lafayette, Louisiana. Gestgjafar voru „The Ragin Cajuns“ fyrrum háskólalið nokkurra íslenskra kylfinga, þ.á.m. Haralds Franklíns Magnús. Þátttakendur í mótinu voru 72 frá 17 háskólum. Hlynur lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (70 74 72) og varð T-27 í einstaklingskeppninni. Skor hans taldi í 3. sætis árangri liðs North Texas! Sjá má lokastöðuna á Louisiana Classic með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Sverrir lék á 63! Varð í 2. sæti á Bash at the Beach mótinu!
Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian háskólanum tóku þátt í Bash at the Beach háskólamótinu, sem fram fór 14.-15. mars 2022 í Surf Golf & Beach Club, á North Myrtle Beach í S-Karólínu. Þátttakendur í mótinu voru 99 frá 16 háskólum. Sverrir var á besta skori Appalachian og endaði í 2. sæti í einstaklingskeppninni. Hann lék á samtals 11 undir pari, 202 höggum (73 66 63) – Sérlega glæsilegur var lokahringur Sverris – en þá spilaði hann á 8 undir pari, 63 höggum!!! Stórglæsilegt!!! Lið Appalachian varð í 2. sæti í liðakeppninni Sjá má umfjöllun um Sverri og gengi Appalachian á vefsíðu Appalachian og undir fyrirsögninni „„Program Records Fall Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2022
Það er Haraldur Franklín Magnús, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur Franklín fæddist 16. mars 1991 og á því 31 árs afmæli í dag!!!! Hann varð Íslandsmeistari í holukeppni árið 2012 og Íslandsmeistari í höggleik sama ár og endaði þar með eyðimerkurgöngu klúbbs síns, GR, í þeim efnum, en enginn GR-ingur hafði hampað Íslandsmeistaratitilinum í 27 ár þegar Haraldur afrekaði það að landa titlinum á Hellu. Sjá viðtal Golf 1 í kjölfar Íslandsmeistaratitilsins við Harald Franklín, sem gaman er að rifja upp nú SMELLIÐ HÉR: Haustið eftir viðtalið og næstu 4 ár lék Haraldur Franklín í bandaríska háskólagolfinu með Mississippi State en síðan The Ragin Cajuns þ.e. golfliði Louisiana Lafayette háskólans. Lesa meira
Sádí-arabíska ofurgolfdeildin hefur göngu í júní n.k.
Sádi-arabíska ofurgolfdeildin mun hefja göngu sína í London í júní og verður opnunarmótið með hæsta verðlaunafé sem nokkru sinni hefir sést. Telegraph Sport hefur komist yfir skjöl sem sýna að opnunarmótið mun fara fram í Centurion Club nálægt St Albans og í boði munu verða 19 milljónir punda (3,36 milljarða íslenskra krónu) verðlaunafé fyrir þá 48 kylfinga sem þátt taka. Mótið mun fara fram vikuna fyrir Opna bandaríska risamótið, sem er 3. risamót ársins. Síðan taka við 7 regluleg mót. Þar af verða 4 haldin í Bandaríkjunum og aftur vekur athygli þeir gríðarlegu fjármunir, sem eru í boði fyrir alla þátttakendur. Í þessum 7 mótum verður verðlaunafé í heildina aftur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: 9 deyja í umferðarslysi þar af 7 á heimleið úr golfmóti
Níu manns létust í árekstri í Vestur-Texas, þar af sex nemendur og þjálfari frá háskóla í Nýju Mexíkó sem voru að snúa heim af golfmóti, að sögn yfirvalda. Pallbíll fór yfir miðlínu tveggja akreina vegar í Andrews-sýslu og hafnaði á ökutæki, sem flutti liðsmenn í karla- og kven-golfliðum University of the Southwest, sagði Sgt. Steven Blanco hjá almannavarnadeild Texas. Sex nemendur og einn þjálfari létust í slysinu ásamt ökumanni og farþega í pallbílnum, sagði Blanco. Tveir nemendur voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús, í Lubbock, í lífshættu. „Þetta var erfið og sorgleg aðkoma á vettvang,“sagði Blanco. „Þetta er mjög, mjög sorglegt.“ Ekki er vitað til að neinn íslenskur kylfingur spili með háskólaliði Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gerður & félagar í 3. sæti á Midwestern State Inv.
Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR og félagar í Cameron urðu í 3. sæti á Midwestern State Inv. Mótsstaður var Wichita Falls Country Club, í Wichita, Texas. Mótið fór fram 14.-15. mars og voru þátttakendur 48 frá 9 háskólum. Gerður varð T-18 í einstaklingskeppninni með skor upp á 245 högg (81 77 87). Hún var á 3. besta skori í liði Cameron, sem höfnuðu í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Midwestern State Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gerðar og félaga er 21.-22. mars n.k. í Texas.
Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi á 2. besta skori Rocky Mountain í Las Vegas
Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain háskólanum tóku þátt í RMC Intercollegiate. Mótið fór fram 14.-15. mars 2022 í Reflection Bay golfklúbbnum, í Henderson, nálægt Las Vegas, Nevada. Þátttakendur voru 65 frá 12 háskólum. Daníel Ingi varð T-12 í einstaklingskeppninni á samtals 148 höggum (74 74) og var á 2. besta skori Rocky Mountain. Lið Daníels, Rocky Mountain varð í 6. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á RMC Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er 21.-22. mars n.k. einnig í Las Vegas.










