Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna á 2. besta skori UT Arlington
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í UT Arlington háskóla tóku þátt í Bama Beach Bash. Mótið fór fram dagana 20-22. mars 2022, í Gulf Shores golfklúbbnum, í Alabama. Heiðrún Anna varð T-58 (af 99 keppendum) á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (79 82 78). Hún var á 2. besta skorinu í liði sínu. Lið Arlington varð 16. sæti í liðakeppninni af 17 liðum, sem þátt tóku. Til þess að sjá lokastöðuna á Bama Beach Bash SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Heiðrúnar Önnu & UT Arlington er 3.-5. apríl n.k.
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir – 22. mars 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir. Hún er fædd 22. mars 1957 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ragnheiður Björk (Ranný) Guðjónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter McEvoy, 22. mars 1953 (69 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (66 ára); Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir, 22. mars 1957 (65 ára); Diane Pavich, 22. mars 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI!); Tim Elliot, 22. mars 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (58 ára); Ragnar Baldursson,GR 22. mars 1966 (56 ára); Peter Lesa meira
GR: Golfklúbbur Reykjavíkur óskar eftir fólki í sumarstörf
Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir fólki til starfa fyrir golftímabilið 2022 (maí – september). Klúbburinn rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, Grafarholtsvöll og Korpúlfsstaðavöll auk æfingasvæðis Bása í Grafarholti. Í Grafarholti er 18 holu golfvöllur ásamt Grafarkoti sem er 6 holu æfingavöllur. Á Korpúlfsstöðum er 27 holu golfvöllur ásamt Thorsvelli, 9 holu æfingavöllur. Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustulunduðum einstaklingum sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Óskað er eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður: Golfverslanir: Auglýst er eftir starfsfólki í tvær golfverslanir, Grafarholti og Korpu, sem eru opnar á tímabilinu maí – september. Starfið felur í sér almenna þjónustu við kylfinga – símsvörun, bókanir rástíma, sölu á Lesa meira
GK: Hafsteinn og Geirþrúður sjá um veitingarnar hjá Golklúbbnum Keili
Nú á dögunum skrifaði Formaður Keilis Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir fyrir hönd stjórnar Keilis undir nýjan samning við 220 First Edition um leigu á veitingaraðstöðu Keilis. Hafsteinn og Geirþrúður sem eiga 220 First Edition hafa mikla reynslu af rekstri í veitingageiranum, komu þau að stofnun og rekstri á Krydd veitingarhúsi í Hafnarborg og reka nú Betri Stofuna á 7. hæðinni í Firði verslunarmiðstöð. Munu þau taka við rekstri skálans 1. maí n.k Hafsteinn og Geirþrúður við undirskriftina: „Við hlökkum mikið til að taka við rekstri veitingasölunnar og viðhalda þeim góða orðstír sem þekktur er á þessum rekstri. Okkar aðaláhersla verður gott hráefni, góð verð og þjónustu við félagsmenn og gesti Keilis. Lesa meira
GV: Vestmannaeyjavöllur á leið í golfherma!
Á facebooksíðu GV birtist eftirfarandi frétt: „Golfklúbbur Vestmannaeyja á leið í golfherma! Högni Bergþórsson hefur undanfarið í samstarfi við Karl Haraldsson unnið að því að hanna Vestmannaeyjavöll á golfhermavænu formi. Nú í haust verður hægt að spila okkar einstaka golfvöll í EYE-XO herminum í nýju æfingaaðstöðu klúbbsins. Er þetta frábært skref fram á við sem mun auglýsa völlinn okkar enn frekar. Við hlökkum til að fá kylfinga í heimsókn til okkar, hvort sem það er í hermum á veturna eða úti á sumrin!“ Frábært framtak!!!
Spiranac heillar í þröngum spandexbuxum
Paige Spiranac sýndi aðeins meira en bara golfsveifluna sína í nýjasta Instagram myndbandinu sínu. Spiranac á 3,2 milljónir fylgjenda á Instragram (IG) einu, heilli milljón meira en Rory McIlroy! Í nýjasta myndskeiðinu segist hún vera að sýna áhangendum sínum „hina fullkomnu pre-shot routine“ Hins vegar virtist Spiranac sjálf hafa meiri áhuga á bakhluta sínum og grínaðist með að myndbandið hafi verið kjörið tækifæri til að „sýna afturendann á sér að óþörfu á IG.“ Í myndskeiðinu er Spiranac í þröngum spandexsamfestingi, sem virtist heilla áhorfendur ef marka má viðbrögð þeirra. Einn sagði: „Allt varðandi Spiranac er fullkomið“ annar sagði að bara það að horfa á hana bætti golfform sitt. Sé svo Lesa meira
Phil Mickelson mun ekki taka þátt í Masters 2022
Phil Mickelson (alías Lefty) hefur spilað á Masters á Augusta National á hverju ári síðan 1994. Það verður ekki raunin árið 2022. Mickelson er ekki skráður á meðal þátttakenda 2022 á heimasíðu Masters og ESPN staðfesti að Mickelson muni ekki keppa í ár. Mickelson var einn af tveimur stjörnukylfingum, sem óvissa var um að taka myndu þátt í mótinu. Hinn er Tiger. Tiger Woods er, öfugt við Lefty, skráður á meðal þátttakenda á Masters, en hann hefur ekki staðfest hvort hann muni spila. Hverjar skyldu vera ástæðurnar fyrir því að Mickleson spili ekki? Ein þeirra gæti verið sú að Phil hefir átt í deilum á síðari misserum og þar af Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Daria Pankhurst Pratt Wright Karageorgevich – 21. mars 2022
Það er Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich), sem er afmæliskylfingur dagsins, en hún fæddist í dag 21. mars 1859 og á því „163 árs afmæli“ í dag. Daría vann m.a. bronsverðlaun í golfi á Sumar Ólympíuleikunum 1900. Daría kvæntist Prins Alexis Karageorgevich, frænda Péturs konungs af Serbíu, þann 11. júní 1913, í París. Þau voru gift í 7 ár og skildu 1920. Daría lést 26. júní 1938. Hún eignaðist eina dóttur Harriette Wright og á tvö barnabörn Daríu Mercati og Leonardos Merkatis. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael McCullough, 21. mars 1945 (77 ára); Karen Lunn, 21. mars 1966 (56 ára); Stewart Cink, 21. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Sam Burns?
Sam(uel) Holland Burns varði í gær titil sinn á Valspar Open og var þetta 3. sigur hans á PGA Tour, á stuttum ferli. Hver er þessi frábæri kylfingur? Sam Burns er fæddur 23. júlí 1996 í Shreveport, Louisiana í Bandaríkjunum og því 25 ára. Foreldrar hans Beth og Todd vildu að hann spilaði í bandaríska fótboltanum og urðu fyrir vonbrigðum þegar Sam snéri sér að golfinu. Helsti stuðningsmaður Sam alla tíð er eiginkona hans Caroline Campell, en þau hittust fyrst í kirkju þegar þau voru 5 ára, en byrjuðu ekki að deita fyrr í Louisiana State University, sem er einmitt í Shreveport (LSUS) og hafa nú verið gift í 3 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Syrgjandi faðir gagnrýnir föður 13 ára stráksins, sem olli bílslysinu í Texas þar sem m.a. 6 háskólakylfingar og þjálfari þeirra létust
Golf 1 hefir greint frá hræðilegu bílslysi þar sem 9 manns létust í Texas, en þ.á.m af voru þjálfari og 6 kylfingar South West háskólans (University of the Southwest) frá Nýju-Mexíko, sem voru á heimleið eftir golfmót. Eftirfarandi kylfingar og þjálfari létust í umferðarslysinu: Auk ofangreindrs þjálfara og háskólakylfinga lést Karisa Raines en faðir hennar, Gary Raines, hefir fordæmt föður Ricky Siemens, 13 ára, sem missti stjórn á pallbílnum eftir að hjólbarði á honum sprakk og olli slysinu. Ricky missti pallbílinn yfir á gagnstæða akrein, en eftir henni keyrði smárútan með háskólakylfingunum og skullu farartækin saman, sem bæði voru á miklum hraða og varð úr mikill bruni. Hér fyrir neðan Lesa meira










