Afmæliskylfingar dagsins: Baldvin Jóhanns- son og Andrés Jón Davíðsson – 24. mars 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Andrés Jón Davíðsson og Baldvin Jóhannsson. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 84 ára afmæli í dag. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Andrés Jón er fæddur 24. mars 1968 og á því 54 ára afmæli í dag. Andrés Jón er í einu orði frábær!… m.a. sem golfkennari og hefir á ferli sínum t.d. þjálfað Birgi Leif Hafþórsson. Elsku Andrés Jón – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Mar Guðfinnsson – 23. mars 2022
Það er Birgir Mar Guðfinnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Birgir Mar er fæddur 23. mars 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er í GG. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Birgir Mar Guðfinnsson – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard (Dick) Mast, 23. mars 1951 (71 árs); Kristín Sigurbergsdóttir, 23. mars 1963 (59 ára); Vignir Freyr Andersen, 23. mars 1971 (51 árs); Heather Bowie Young, 23. mars 1975 (47 ára); Montford Johnson Wagner, 23. mars 1980 (42 ára); Birgir Mar Guðfinnsson, 23. mars 1982 (40 ára) GG; Lesa meira
Nelly Korda ekki með í 1. risamóti kvennagolfsins vegna blóðtappa
Eins og fyrst var greint frá í Golfweek, skráði Nelly Korda, sem er númer 2 á Rolex-heimslista kvenna sig ekki inn á Chevron meistaramótið (fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu) áður en skráningafrestur rann út. Korda tilkynnti 13. mars að hún hefði greinst með blóðtappa í handlegg og að hún myndi vera heima meðan á meðferð stæði. Í færslu sinni á samfélagsmiðlum gaf hún ekki upp tímaáætlun um endurkomu sína; hún sagði aðeins að hún vonaðist til að koma aftur „sem fyrst“. Korda hefur verið meðal 20 efstu í öllum þremur mótum, sem hún hefir tekið þátt í á LPGA á þessu keppnistímabili, en hefur ekki spilað síðan 3. febrúar á Lesa meira
Poulter finnst Lowry frábær spilafélagi
Ian Poulter skrifaði á samfélagsmiðla nú um daginn kosti þess að vera spilafélagi Shane Lowry. Á nýafstöðnu Players Championship náði Lowry ótrúlega flottum ás á hinni alræmdu 17. braut með eyjaflötinni erfiðu. Eftir ásinn frábær sneri Lowry sér að spilafélaganum og fagnaði með því að „bömpa“ hann í brjóstkassann. Rifja má upp ásinn frábæra hjá Lowry með því að SMELLA HÉR: Nú má einnig sjá myndskeið á Twittersíðu Poulter þar sem hann sýnir dýra rauðvínsflösku, sem Lowry sendi honum fyrir að hafa verið vitni að ásnum. Poulter segir m.a. í myndbandinu: „Þegar þú spilar golf með Shane Lowry á Players Championship og hann fer holu í höggi á 17., hvað Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & GVSU urðu í 3. sæti á Findlay Spring Invite
Arna Rún Guðmundsdóttir, GM og félagar í GVSU náðu þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti á Findlay Spring Invite. Mótið fór fram í University Club of Kentucky í Lexington, Kentucky, dagana 21.-22. mars sl. Þátttakendur voru 100 frá 18 háskólum. Arna Rún varð T-19 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (77 80 74). Sjá má lokastöðuna á Findlay Spring Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Örnu Rún og GVSU er 4.-5. apríl n.k. í Tucson, Arizona.
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar í Meangreens T-2 á All-American Int.
Hlynur Bergsson, GKG, og félagar í The Meangreens, karlagolfliði North Texas háskóla, urðu T-2 á All-American Intercollegiate mótinu, þann 21. mars sl. Aðeins voru spilaði 2 hringir og 3. hring aflýst vegna veðurs. Þátttakendur voru 100 frá 17 háskólum. Mótsstaður var Golf Club of Houston, í Texas Hlynur lék á samtals 5 yfir pari (75 74) og varð T-29 í einstaklingskeppninni. Hann var á 3.-4. besta skori liðs síns. North Texas varð T-2 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á All-American mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót The Meangreens er
Bandaríska háskólagolfið: Gerður & félagar í 7. sæti á Lion Inv.
Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR og félagar í Cameron tóku þátt í Lion Inv. háskólamótinu. Mótið fór fram 21.-22. mars sl. í Trophy Club, Texas. Þátttakendur voru 56 frá 10 háskólum. Gerður Hrönn lék á samtals 40 yfir pari, 256 höggum sog varð í 48. sæti í einstaklingskeppninni. Cameron varð í 7. sæti í liðakeppninni. Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Cameron með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Lion Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gerðar og Cameron er 1.-2. apríl í Arizona.
Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea á 2. besta skori NIU á Pinetree mótinu
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois háskólanum (NIU Huskies) tóku þátt í Pinetree CC Women´s Collegiate. Mótsstaður var Pinetree CC í Kennesaw, í Georgíu. Þátttakendur voru 68 frá 12 háskólum. Jóhanna Lea var á 2. besta skori NIU, lauk keppni T-37 og skilaði skori upp á 236 högg (78 76 82). Lið NIU lauk keppni T-10 í mótinu. Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu NIU með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Pinetree CC Women´s Collegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Jóhönnu Leu og NIU er 4.-5. apríl n.k.
Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar urðu í 6. sæti á ECU Intercollegiate
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar WCU tóku þátt í ECU Intercollegiate. Mótsstaður var Brook Valley CC í Greenville, N-Karólínu. Þátttakendur voru 78 frá 12 háskólum. Tumi varð T-46 á samtals 233 höggum (77 76 80) og var á 4. besta skori WCU. WCU varð í 6. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á ECU Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót WCU er 4.-5. apríl n.k. í Washington.
Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi & félagar urðu í 12. sæti í The Battle at Paiute
Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain tóku þátt í Battle at Paiute háskólamótinu. Mótið fór fram í Paiute, Las Vegas, Nevada, dagane 21.-22. mars sl. Þátttakendur voru 99 frá 18 háskólum Daníel Ingi lék á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (84 86) og varð T-88 þ.e. á lakasta skori í liði sínu Lið Rocky Mountain varð í 12. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Battle at Paiute með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rocky Mountain fer fram 4.-5. apríl n.k. í Kaliforníu.










