Evróputúrinn: Larrazábal heldur forystunni í Doha á 2. degi Qatar Masters
Spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal er enn í forystu á Qatar Masters eftir 2. dag á Qatar Masters. Hann kefir spilað á samtals 9 undir pari (64 71). Í 2. sæti eru nú 3 kylfingar, 1 höggi á eftir Larrazábal: Adrian Meronk frá Póllandi; Wilco Nienaber frá S-Afríku og Chase Hanna frá Bandaríkjunum. Spilað er í Doha, í Qatar. Sjá má stöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik – Haraldur á enn veika vonarglætu að komast í gegn á SDC Open
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR er úr leik á SDC Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram á tveimur golfvöllum í Limpopo, S-Afríku: Zebula Golf Estate & Spa og Elements Private Golf Reserve. dagana 24.-27. mars. Guðmundur Ágúst lék á samtals 1 undir pari (72 71) og er úr leik, en stuttu áður en mótinu var frestað til morgundags var niðurskurðarlínan ýmist miðuð við 3 undir pari og betra eða 4 undir pari eða betra. Haraldur verður að bíða til morgundags til þess að sjá hvort hann hafi náði í gegn en hann hefir spilað á samtals 3 undir pari (72 69) og á því enn veika vonarglætu að Lesa meira
LET: Afmælisbarnið Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurð!!!! Glæsileg!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, fagnar 28 ára afmælinu sínu í Jóhannesarborg í S-Afríku. Hún fæddist í dag, 25. mars 1994 og á því afmæli í dag. Ein besta afmælisgjöf hennar hefir líklega verið að hún flaug í gegnum niðurskurð á Joburg Ladies Open – hafði samtals spilað á 5 yfir pari, en þær komust í gegn, sem spiluðu á samtals 6 yfir pari, eða betur. Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! Golf 1 óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með afmælið og þennan flotta árangur!!! Sænski kylfingurinn Linn Grant og hin spænska María Hernandez deila efsta sætinu í mótinu, báðar á samtals 5 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingólfur Vestmann Ingólfsson –– 25. mars 2022
Það er Ingólfur Vestmann Ingólfsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 25. mars 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Þeir sem vilja óska Ingólfi til hamingju með afmælið geta komist inn á Facebook síðu hennar hér fyrir neðan. Ingólfur Vestmann Ingólfsson – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingólfur Vestmann Ingólfsson, 25. mars 1952 (70 ára); Jón Gunnar Gunnarsson, 25. mars 1975 (47 ára); Örvar Þór Kristjánsson, 25. mars 1977 (45 ára); Meredith Duncan, 25. mars 1980 (42 árs ); Scott Stallings, 25. mars 1985 (37 ára); Stacey Bieber, 25. mars 1985 (37 ára); Henrik Lesa meira
WGC: Verðlaunafé í DELL Technologies heimsmótinu í holukeppni
Heildarverðlaunafé sem boðið er upp á á WGC heimsmótinu í holukeppni, árið 2022 ,er $12 milljónir – (rúmlega 1 1/2 milljarður 72 milljónir íslenskra króna) miðað við núverandi gengi, samkvæmt Golf Digest. Auðvitað fær sigurvegarinn stærsta hlut verðlaunafésins – eðar $ 2,1 milljón (u.þ.b. 275 milljóna íslenskra króna). Sá sem landar öðru sætinu fær 1,3 milljónir dala í vasann, eða 170 milljónir íslenskra króna. Allir sem komast í 8-liða úrslit fara í burtu að minnsta kosti $386.000 og eru því 50 1/2 milljón íslenskra krónum ríkari. Sérhver kylfingur, sem tekur þátt í 64 manna leikmannahópnum mun hljóta verðlaunapening frá WGC árið 2022, þar sem sá í 64. sæti fær $40.000 Lesa meira
LET: Guðrún Brá bætti sig um 3 högg á 2. degi Joburg Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hefir lokið 2. hring sínum í Joburg Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Hún spilaði 2. hring á 74 höggum og bætti sig þar með um 3 högg frá því á 1. hring. Samtals er hún því búin að spila á 5 yfir pari, 151 höggi (77 74). Hún dansar á niðurskurðarlínunni, því sem stendur er áætlað að þær komist einmitt áfram, sem spilað hafa á samtals 5 yfir pari eða betur. Margar eiga hins vegar eftir að ljúka hringjum sínum, þannig að sú staða gæti enn breyst – Golf 1 vonar það besta – að Guðrún Brá hafi komist í gegn og fái Lesa meira
WGC: Staðan e. 2 umferðir af Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni
Fátt óvænt gerðist á fyrstu tveimur umferðunum á heimsmótinu í holukeppni. Ja, nema kannski með hversu stórum mun Matt Fitzpatrick vann sjálfan Ian Poulter 4&2, í 2. umferð. Og að Bryson DeChambeau sé dottinn úr keppni eftir tap gegn Lee Westwood. Að öðru leyti voru stórstjörnurnar að vinna sína leiki eða halda jöfnu. En eins og allir vita getur allt gerst í holukeppni, jafnvel heimsmótinu í holukeppni. Sjá má stöðuna eftir 2 umferðir af Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Bryson DeChambeau, sem er úr leik á heimsmótinu í holukeppni 2022 eftir 2 umferðir
Evróputúrinn: Larrazábal efstur á Qatar Masters e. 1. dag
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Commercial Bank Qatar Masters, sem fram fer Doha, Qatar dagana 24.-27. mars 2022. Eftir 1. dag er Spánverjinn Pablo Larrazábal efstur. Hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er hópur 4 kylfinga, sem allir hafa spilað á 6 undir pari, 66 höggum: Romain Langasque frá Frakklandi; Adrian Meronk frá Póllandi; Indverjinn Shubhankar Sharma og Daninn Marcus Helligkilde. Sjá má stöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR:
LET: Guðrún Brá T-58 e. 1. dag á Joburg Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í Joburg Ladies Open, sem er mót vikunnar á LET. Mótið fer fram dagana 24.-26. mars 2022 í Modderfontein golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku. Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari, 77 höggum og er T-58. Í 1. sæti eftir 1. dag er Maria Hernandez frá Spáni, en hún lék á 4 undir pari, 69 höggum. Sjá má stöðuna á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín T-83 e. 1. dag SDC Open
Atvinnukylfingarnir úr GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru meðal keppenda á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið ber heitið SDC Open og fer fram dagana 24.-27. mars í Zebula Golf Estate & Spa, í Limpopo, Suður-Afríku. Báðir léku þeir 1. hring í mótinu á sléttu pari og eru T-83, sem stendur.. Þátttakendur í mótinu eru 216. Efstur í mótinu eftir 1. dag er Svisslendingurinn Joel Girrbach, en hann kom í hús á 9 undir pari, 63 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag SDC Open með því að SMELLA HÉR:









