Meðan Rory spilar 2. hring Barclays á 65 kemur Caroline fram í NYT og segir:„Ég gæti aldrei hatað hann!“
Allt fór eins og Rory var búinn að spá fyrir, hann náði niðurskurði á the Barclays í gær eftir að vera búinn að segja að „það að komast ekki í gegnum niðurskurð væri ekki valkostur:“ Rory byrjaði slælega á 1. móti FedExCup umspilsins; heimsins besti lék 1. hring á 74 en bætti sig í gær um heil 9 högg og kom í hús á 65 höggum. Hann er nú á 3 undir pari, 139 höggum (74 65) og er sem stendur í 27. sæti en niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari!!! Meðan Rory var að gera sitt besta til að ná niðurskurði kom fyrrum eiginkonuefni hans fram í viðtali Lesa meira
GÁ: Guðrún og Victor Rafn klúbbmeistarar 2014
Meistaramót Golfklúbbs Álftaness (GÁ) fór fram dagana 15.-17. ágúst s.l. Þátttakendur í ár voru 35 og 32 luku keppni þar af 6 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GÁ 2014 eru Victor Rafn Viktorsson og Guðrún Eggertsdóttir. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Karlar 1.flokkur höggleikur 1.Victor Viktorsson á 220 2.Einar Georgsson á 234 3.Vignir Brynjólfsson á 236 Karlar 2.flokkur höggleikur 1.Ingólfur Bachmann á 254 2.Steindór Grétarsson á 258 3.Halldór Klemensson á 279 Karlar 2.flokkur með forgjöf 1.Ingólfur Bachmann á 203 2.Steindór Grétarsson á 207 3.Halldór Klemensson á 216 Kvenna flokkur höggleikur Guðrún Eggertsdóttir á 243 Sigrún Sigurðardóttir á 266 Bryndís Hilmarsdóttir á 292 Kvenna flokkur með forgjöf Sigrún Sigurðardóttir á Lesa meira
Evróputúrinn: Donaldson leiðir enn í Tékklandi – Hápunktar 2. dags
Jamie Donaldson leiðir enn á D+D mótinu í Tékklandi í hálfleik, er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 135 höggum (66 69). Í 2. sæti eru Daninn Sören Kjeldsen og Frakkinn Grégory Bourdy, báðir 3 höggum á eftir Donaldson á 8 undir pari, 138 höggum. Hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar deila síðan 4. sætinu á samtals 7 undir pari: Matthew Baldwin, David Lipsky, Merrick Bremner, Peter Hedblom, Garrick Porteous, Tommy Fleetwood og Stephen Gallacher. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag D+D mótsins í Tékklandi SMELLÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á D+D mótinu í Tékklandi SMELLIÐ HÉR:
LPGA: So Yeon Ryu með 5 högga forystu í hálfleik Opna kanadíska
Það er suður-kóreanska stúlkan So Yeon Ryu sem er í efsta sæti og með 5 högga forystu á næstu keppinauta í hálfleik á Opna kanadíska. Ryu er búin að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (63 66). Í 2. sæti eru 3 góðar: bandaríska stúlkan Danielle Kang; hin sænska Anna Nordqvist og enn ein suður-kóreönsk NY Choi allar á samtals 10 undir pari, hver. Ein í 5. sæti er síðan bandaríska golfdrottningin Cristie Kerr á samtals 9 undir pari. Nýsjálenski undragolftáningurinn Lydia Ko sem á titil að verja bætti sig um 1 högg frá 1. degi og er nú á samtals 5 undir pari, 139 höggum (70 69) Lesa meira
FedEx Cup: Adam Scott og Cameron Tringale efstir á Barclays – Hápunktar 2. dags
Það eru þeir Adam Scott og Cameron Tringale sem leiða eftir 2. dag the Barclays. Báðir eru búnir að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Scott (69 65) og Tringale (66 68). Þrír kylfingar deila 3. sætinu einu höggi á eftir: Jim Furyk, Kevin Chappell og Brendon Todd. Rory McIlroy komst í gegnum niðurskurð eftir frábæran hring upp á 65 högg en 9 högga sveifla var milli hringja hjá honum. Margir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð t.a.m. Ian Poulter, Luke Donald, Jonas Blixt og Jimmy Walker. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á the Barclays SMELLIÐ HÉR: Til að sjá hápunkta 2. dags á the Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang ——– 22. ágúst 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 29 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða ein í 2. sæti Lesa meira
Vandamál hins ríka kylfings Paul Casey
Vælandi forríkir kylfingar á helstu mótaröðum heims eru ekki hátt skrifaðir hjá Frank Brownlow, golffréttaritara Belfast Telegraph. Og nú fær Paul Casey á baukinn hjá Brownlow. Hann skrifaði grein um að Casey væri vælandi yfir að hann væri í hættu að missa kortið sitt á Evrópumótaröðinni – sem sé það sama sem margir strögglandi kylfingar standa frammi fyrir á hverju keppnistímabili…. nema hvað Casey sé alls ekki strögglandi…. heldur forríkur „Vandamál“ Casey stafar af því að hann hefir verið iðinn við kolann í Bandaríkjunum – hefir þénað £700,000 (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna) bara á þessu keppnistímabili þó honum hafi ekkert gengið sérstaklega– en honum hefir ekki tekist að spila Lesa meira
Gísli í einu efstu sæta á finnska áhugamanna- meistaramótinu – á 69 tvo daga í röð!!!
Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB, hófu í gær leik á Finnish Amateur Championship m.ö.o. Opna finnska áhugamanna meistaramótinu. Mótið fer fram í Helsinki Golf Club og stendur dagana 21.-23. ágúst 2014. Þátttakendur eru 90. Gísli lék fyrsta hring á 2 undir pari, 69 höggum og var í 2. sæti eftir 1. mótsdag. Hann endurtók leikinn í dag; lék aftur á 69 höggum og er sem stendur í 3. sæti. Þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistalan gæti breyst. Bjarki er líka búinn að leika 2 hringi. Hann hefir leikið á samtals 7 yfir pari 149 höggum (75 74) og dansar sem stendur á niðurskurðarlínunni, en Lesa meira
Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira
Ólafur Björn hefur leik í dag í Svíþjóð
Ólafur Björn Loftsson, NK, sem lenti í 11. sæti fyrr í vikunni á Jamega Pro Tour, þar sem hann lék á 1 yfir pari (72 71), hefur leik í dag á Landeryd Masters, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Sjá má úrslitin á Jamega Pro Tour með því að SMELLA HÉR: Um þátttöku sína í báðum mótum ritaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína: „Ég ætla að keppa á Nordic Golf League næstu vikur (sic). Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins Lesa meira










