Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 08:00

Ólafur Björn hefur leik í dag í Svíþjóð

Ólafur Björn Loftsson, NK, sem lenti í 11. sæti fyrr í vikunni á Jamega Pro Tour, þar sem hann lék á 1 yfir pari (72 71), hefur leik í dag á Landeryd Masters, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Sjá má úrslitin á Jamega Pro Tour með því að SMELLA HÉR: 

10385367_623745257741579_3294639475283634006_n

Um þátttöku sína í báðum mótum ritaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:

„Ég ætla að keppa á Nordic Golf League næstu vikur (sic). Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina.“

Ég á rástíma klukkan 13:50 á morgun (í dag).“

Til þess að fylgjast með gengi Ólafs Björns á Landeryd mótinu  SMELLIÐ HÉR: