
Ólafur Björn hefur leik í dag í Svíþjóð
Ólafur Björn Loftsson, NK, sem lenti í 11. sæti fyrr í vikunni á Jamega Pro Tour, þar sem hann lék á 1 yfir pari (72 71), hefur leik í dag á Landeryd Masters, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Sjá má úrslitin á Jamega Pro Tour með því að SMELLA HÉR:
Um þátttöku sína í báðum mótum ritaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:
„Ég ætla að keppa á Nordic Golf League næstu vikur (sic). Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina.“
Ég á rástíma klukkan 13:50 á morgun (í dag).“
Til þess að fylgjast með gengi Ólafs Björns á Landeryd mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024