Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Donaldson leiðir enn í Tékklandi – Hápunktar 2. dags

Jamie Donaldson leiðir enn á D+D mótinu í Tékklandi í hálfleik, er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 135 höggum (66 69).

Í 2. sæti eru Daninn Sören Kjeldsen og Frakkinn Grégory Bourdy, báðir 3 höggum á eftir Donaldson á 8 undir pari, 138 höggum.

Hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar deila síðan 4. sætinu á samtals 7 undir pari: Matthew Baldwin, David Lipsky, Merrick Bremner, Peter Hedblom, Garrick Porteous, Tommy Fleetwood og Stephen Gallacher.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag D+D mótsins í Tékklandi SMELLÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á D+D mótinu í Tékklandi SMELLIÐ HÉR: