Hver er kylfingurinn: Scottie Scheffler?
Heimsmeistari í holukeppni 2022 er Scottie Scheffler. Hver er eiginlega þessi viðkunnanlegi kylfingur? Scottie Scheffler fæddist 21. júní 1996 í Dallas, Texas og er því aðeins 25 ára. Hann veit það líklegast ekki, en Scottie á sama afmælisdag og íslenska golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og aðrir frábærir kylfingar m.a. Matt Kuchar, William McGirt, Sang Moon-Bae og Carly Booth og því virðist 21. júní vera afmælisdagur mikilla kylfinga! Foreldrar hans eru Scott og Diane Scheffler og Scottie á 3 systur: Söru, Molly og Callie Scheffler. Scottie var í Highland Park High School og síðan í bandaríska háskólagolfinu þ.e. lék með liði The University of Texas at Austin. Scottie útskrifaðist frá Austin Lesa meira
WGC: Scottie Scheffler heimsmeistari í holukeppni
Það var Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem heimsmeistari eftir að hafa sigrað Kevin Kisner í úrslitaviðureigninni um heimsmeistarabikarinn í holukeppni. Scottie var í forystu allan tímann og sigraði að lokum með 4&3 skori. Þetta er 3. sigur hins 25 ára Skottie Scheffler á PGA Tour og fyrir sigurinn hlýtur hann u.þ.b. 275 milljónir íslenskra króna. Með sigrinum veltir hann einnig Jon Rahm úr efsta sæti heimslistans og er hinn nýi nr. 1 á heimslistanum!!! Í 3. sæti varð Corey Connors, sem hafði betur gegn Dustin Johnson, 3&1. Sjá má lokastöðuna á heimsmótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR:
WGC: Scheffler og Kisner keppa um 1. sætið á heimsmótinu í holukeppni
Það eru Scottie Scheffler og Kevin Kisner, sem keppa um heimsmeistaratitilinn á heimsmótinu í holukeppni. Scheffler hafði betur gegn Dustin Johnson (DJ) í undanúrslitum 3&1. Kisner átti í meiri vandræðum með Corey Conners, en vann að lokum, 2 up. Scheffler fær í kvöld tækifæri til að hefna ófaranna gegn Billy Horschel í fyrra, en þeir tveir bitust um heimsmeistaratitilinn í holukeppni og í það skipti sigraði Horschel. Þegar þetta er ritað, hafa Scheffler og Kisner spilað 6 holur og Scheffler á 3 holur á Kisner. DJ og Conners berjast um 3. sætið og í þeirri viðureign hefir Conners yfirhöndina, eftir 7 spilaðar holur á Conners 3 holur á DJ. Fylgjast má Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ignacio Garrido – 27. mars 2022
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Ignacio Garrido. Ignacio er fæddur í Madríd 27. mars 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Ignacio er af mikilli og þekktri spænskri golffjölskyldu. Hann er elsti sonur Antonio Garrido fimmfalds sigurvegara á Evróputúrnum, sem spilaði í hinu fræga Ryder Cup liði Evrópu 1979, frægu vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem liðið var raunverulega frá Evrópu en ekki bara Bretlandi og Írlandi eins og hafði verið þangað til m.a. vegna þátttöku tveggja snjallra kylfinga frá Spáni (Severiano Ballesteros og Antonio Garrido). Liðsaukinn nægði ekki í það skipti til að stöðva sleitulausa sigurgöngu Bandaríkjanna á þessum árum, en Bandaríkin unnu 17:11. Lesa meira
WGC: Þessir spila um efstu 4 sætin á heimsmótinu í holukeppni
Úrslitin í 8 manna úrslitum voru eftirfarandi: Scottie Scheffler vann Seamus Power 3&2 Dustin Johnson vann Brooks Koepka 2 up Kevin Kisner vann Will Zalatoris 4&3 Corey Conners vann Abraham Ancer 2 up —————————————— Dustin Johnson mætir Scottie Scheffler í 4 manna úrslitum Kevin Kisner mætir Corey Conners í 4 manna úrslitum. Sigurvegarar úr viðureignunum tveimur spila síðan um 1. og 2. sætið og þeir sem tapa viðureignum sínum, um 3. og 4. sætið. Einhver þessara fjögurra mun standa uppi sem heimsmeistari í holukeppni. Spurning hver? Fylgjast má með úrslitunum með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugganum: Tveir, sem þykja líklegastir til að hampa heimsmeistaratitlinum í holukeppni: Scottie Scheffler og Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (13/2022)
Einn stuttur á ensku: „Golf is like life… you strive for the green but end up in a hole!„
WGC: Ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum heimsmótsins í holukeppni
Nú er ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum heimsmótsins í holukeppni. Þeir eru eftirfarandi: Scottie Scheffler. Hann vann Billy Horschel með minnsta mun 1up og ljóst að Horschel mun ekki verja titil sinn. Seamus Power. Hann vann Tyrrell Hatton stórt 4&3. Dustin Johnson. Hann vann Richard Bland 3&2. Abraham Ancer. Hann vann Collin Morikawa risastórt 7&6. Sjá má „næstumþvíás“ Ancer í þeirri viðureign með því að SMELLA HÉR Corey Conners. Hann hafði betur gegn Takumi Kanaya 5&3. Brooks Koepka. Hann hafði betur gegn Jon Rahm á 19. holu. Kevin Kisner. Hann vann Adam Scott 1 up. Will Zalatoris. Hann vann Kevin Na á 22. holu. __________________________________ Þetta eru þeir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2022
Það er Edith Cummings,sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 123 ár frá fæðingardegi hennar og 38 ár frá dánardægri hennar. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald Lesa meira
LET: Guðrún Brá hefir lokið keppni á Joburg Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, var nú rétt í þessu að ljúka keppni á Joburg Ladies Open. Mótið fór fram í Modderfontein golfklúbbnum, í Jóhannesarborg, S-Afríku, dagana 24.-26. mars 2022. Guðrún Brá lék á samtals 9 yfir pari, 228 höggum (77 74 77). Ekki er ljóst á þessari stundu hver sætistalan hennar er en hún deilir sæti með a.m.k. 1 annari (Söruh Hauber frá Austurríki, sem einnig hefir lokið keppni á 9 yfir pari). Þær eru sem stendur einhvers staðar í kringum 60. sætið, en sætistalan getur breyst, þar sem ekki allar hafa lokið keppni Sjá má stöðuna á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Lesa meira
WGC: Ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni
Nú er ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni. Athygli vekur að helmingurinn eru kylfingar frá Bandaríkjunum. Scottie Scheffler mætir þeim sem á titil að verja Billy Horschel í albandarískum slag Írinn Seamus Power mætir Tyrrell Hatton frá Englandi í Evrópuslag Dustin Johnson (DJ) Bandaríkin mætir Richard Bland frá Englandi Spænski kylfingurinn John Rahm mætir Brooks Koepka frá Bandaríkjunum, sem verður hörkuviðureign! Kevin Kisner (USA) mætir Ástralanum Adam Scott Will Zalatoris mætir Kevin Na í Bandaríkjaslag Takumi Kanaya fra Japan mætir Kanadamanninum Corey Conners Bandaríski kylfingurinn Collin Morrikawa mætir Abraham Ancer frá Mexíkó Sjá má úrslit frá 3. umferð með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Lesa meira










