Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðrún Thors og Kirk Allan Triplett – 29. mars 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Guðrún Thors og Kirk Allan Triplett. Guðrún Thors er fædd 29. mars 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Thors – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Kirk Allan Triplett er fæddur 29. mars 1962 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Triplett sigraði 17 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af m.a. 3 sinnum á PGA Tour og 8 sinnum á PGA Champions. Árið 2009 missti Triplett kortið sitt á PGA Tour þegar hann náði ekki að vera meðal 150 efstu á peningalistanum. Hann spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 10:00

Trump með ás

Í opinberri yfirlýsingu í gær, mánudagskvöldið, 28. mars 2022 greindi Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, frá því að hann hefði farið holu í höggi í einum golfklúbba sinna, þ.e. þeim á  West Palm Beach, Flórída, og lýsti afrekinu í smáatriðum. Trump varði afrek sitt, eftir að sumir notendur samfélagsmiðla létu í ljós efasemdir um að honum hefði tekist þetta. Aðrir samfögnuðu Trump, m.a. Tim Swain, frambjóðandi Repúblíkana til Öldungardeildarinnar í Suður-Karólínu, sem ritaði „Trump fór holu í höggi“ á Twitter síðu sína og birti m.a. meðfylgjandi mynd af Trump. Á myndinni má sjá Trump með 4-földum risamótssigurvegaranum og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ernie Els og atvinnukylfingunum Ken Duke, Mike Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður & James Madison í 5. sæti á Seahawk mótinu

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR og félagar í James Madison tóku einnig þátt í UNCW Seahawk Intercollegiate mótinu, sem fram fór 27.-28. mars sl. Það voru því tveir Íslendingar í mótinu, en Golf 1 hefir áður fjallað um árangur hins íslenska kylfingsins í mótinu, Sverris Haraldssonar. Mótsstaður var CC at Landfall, Wilmington, Norður-Karólína. Þátttakendur voru 82 frá 15 háskólum. Sigurður Bjarki lauk keppni T-68, en bætti sig stöðugt allt mótið; lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (81 80 74). Lið Madison James hafnaði í 5. sæti í liðakeppninni, sem er góður árangur. Sjá má lokastöðuna á UNCW Seahawk Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót James Madison Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 20:58

Bandaríska háskólgolfið: Sverrir á besta skori Appalachian á Seahawk Intercollegiate

Sverrir Haraldsson og félagar tóku þátt í UNCW Seahawk Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 27.-28. mars í CC of Landfall í Wilmington, N-Karólínu. Þátttakendur voru 82 frá 14 háskólum. Sverrir lauk keppni T-28 í einstaklingskeppninni á skori upp á 5 yfir pari, 221 högg (73 74 74). Appalachian varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má umfjöllun um Sverrir á heimasíðu Appalachian með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Sverris og félaga er 2.-3. apríl í N-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Auður Guðmundsdóttir – 28. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Áslaug Auður Guðmundsdóttir. Áslaug er fædd 28. mars 192 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Áslaugar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Áslaug Auður Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Jónas Þórir Þórisson, 28. mars 1956 (66 ára); Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (50 ára); Axel Óli Ægisson, 28. mars 1976 (46 árs); Arnar Svansson, 28. mars 1977 (45 ára); Liebelei Elena Lawerence, 28. mars 1986 (36 ára);  Scott Langley, 28. mars 1989 (33 ára) …. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar tóku þátt í The Hayt í Flórída

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas tóku þátt í háskólamótinu John Hayt Invitational. Mótið fór fram dagana 27.-28. mars á Sawgrass CC, á Ponte Vedra Beach í Flórída. Hlynur lék á samtals 232 höggum (80 76 76). Hann T-70 í einstaklingskeppninni og var á 4. besta skori North Texas. Lið North Texas lauk keppni í 13. sæti í liðakeppninni af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku (þátttakendur voru 90 + 15, sem spiluðu, sem einstaklingar). Sjá má stöðuna á The Hayt með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Hlyns og North Texas er Aggie Inv., sem fram fer 9.-10. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 08:30

PGA: Chad Ramey sigurvegari á Punta Cana

Samhliða heimsmótinu í holukeppni heldur PGA Tour árlega mót, þar sem þeir keppa sem ekki komast á heimsmótið. Þetta er Corales Puntacana Championship. Mótið fór fram í Punta Cana, í Dóminkanska lýðveldinu 24.-27. mars 2022. Sigurvegari mótsins í ár var Chad Ramey, en hann sigraði á samtals 17 undir pari, 271 höggi (70 65 69 67). Hann átti 1 högg á þá Ben Martin og Alex Smalley. Graeme McDowell, sem byrjaði svo vel í mótinu endaði T-50 á samtals 4 undir pari, 284 höggum (68 68 73 75). Sjá má lokastöðuna á Corales Puntacana meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 07:00

Evróputúrinn: Ferguson sigraði á Qatar Masters

Það var skoski kylfingurinn Ewen Ferguson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Qatar Masters. Þetta er 1. sigur hans á Evróputúrnum. Sigurskor Ferguson var 7 undir pari, 281 högg (67 71 73 70). Fyrir sigurinn hlaut Ferguson €308,344.30 (eða rúmar 48 milljónir íslenskra króna) Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Chase Hanna, aðeins 1 höggi á eftir og Svíinn Marcus Kinhult og Adrian Meronk frá Póllandi deildu 3. sætinu, enn einu höggi á eftir. Spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal, sem búinn var að vera í forystu allt mótið hrundi niður í 5. sætið, sem hann deildi með 6 öðrum kylfingum og lauk keppni á samtals 4 undir pari. Það voru einkum slælegir tveir lokahringirnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2022 | 23:36

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar luku keppni í 12. sæti í Arizona

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver tóku þátt í Ping/ASU Invitational. Spilað var á Papago golfvellinum í Phoenix, Arizona. Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum. Hulda Clara lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (75 77 77) og varð T-62 í mótinu. Hún var á 3. besta skori Denver. Lið Denver varð í 12. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Ping/ASU Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Huldu Clöru og félaga er 11.-12. apríl í Washington.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2022 | 22:30

Hvað var í sigurpoka Scottie Scheffler?

Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Scottie Scheffler á Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni: DRÆVER: TaylorMade Stealth Plus+ (8 gráður), men Fujikura Ventus Black 7X skafti. BRAUTARTRÉ: TaylorMade Stealth 3HL (16.5 gráður), with Fujikura Ventus Black 8X skafti. JÁRN: Srixon ZU85 (3), men Nippon Pro Modus3 Hybrid Tour X, Srixon ZX7 (4), TaylorMade P-7TW (5-PW), women True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköftum. FLEYGJÁRN: Titleist Vokey Design SM8 (50°, 56° og 60°), men True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköftum. PÚTTER: Scotty Cameron Special Select Timeless Tour prototype BOLTI: Titleist Pro V1 GRIP: Golf Pride Tour Velvet