Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2022 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á 68 og Haraldur á 71 höggi e. 1. dag Limpopo mótsins í S-Afríku

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, taka þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Limpopo meistaramótinu. Mótið fer fram í Euphoria GC, í Limpopo, Suður-Afríku, dagana 31. mars – 3. apríl 2022. Guðmundur Ágúst lék á 4 undir pari, 68 höggum og er T-30 Haraldur Franklín lék á 1 undir pari, 71 höggi í dag og er T-95. Þátttakendur í mótinu eru 216. Til þess að sjá stöðuna á Limpopo meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Facebook síðu Jóhönnu hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – Innilega til hamingju með 71 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (91 árs); Benedikt Sigurbjörn Pétursson, 31. mars 1954 (68 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (55 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2022 | 13:00

Sarah Bennett nýr formaður PGA

Sarah Bennett hefur bæst við langan lista golfgoðsagna með því að verða 82. formaður PGA (ens. captain). Hin 53 ára Bennett, sem einu sinni keppti á Evrópumótaröð kvenna og er á lista yfir 50 bestu golfþjálfarana skv. Golf Monthly, fetar í fótspor virtra kylfinga úr golfíþróttinni, þar á meðal „Voice of Golf“ Peter Allis og fyrrum sigurvegara Opna breska Sir Henry Cotton, Max Faulkner, Bobby Locke og James Braid. Þar með verður Bennett aðeins önnur konan til að vera formaður PGA. Á undan henni var Beverly Lewis eina konan, sem gegnt hafði stöðunni og fyrir Bennett hefir það sérstaka þýðingu. Hún sagði: „Það hefir svo mikla þýðingu fyrir mig persónulega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2022 | 12:00

LET: Guðrún Brá úr leik í Höfðaborg

Einu sárgrætilegu höggi munaði að Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, kæmist í gegnum niðurskurð á Investec South African Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari 151 höggi (74 77) og munaði aðeins 1 höggi, eins og segir, að hún færi áfram, en þær komust gegnum niðurskurð sem léku á 6 yfir pari eða betur. Í dag var skorkort Guðrúnar Brár ansi skrautlegt, en hún var með 1 tvöfaldan skolla, 6 skolla og 3 fugla og hringur upp á 5 yfir pari, staðreynd. Í efsta sæti í mótinu eftir 2 hringi er Becky Brewerton, frá Wales, en hún hefir spilað á 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2022 | 21:00

LET: Guðrún Brá á +2 e. 1. dag Investec South African Women’s Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er meðal keppenda á Investec South African Women´s Open, sem hófst í dag. Mótið stendur 30. mars – 2. apríl 2022 og fer fram í Steenberg golfklúbbnum í Höfðaborg, Suður-Afríku. Guðrún Brá lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum. Hún fékk 4 skolla og 2 fugla og er T-30 eftir 1. dag. Í efsta sæti eftir 1. dag er hin argentínska Magdalena Simmermacher, en hún lék á 4 undir pari, 68 höggum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Simmermacher með því að SMELLA HÉR:   Sjá má stöðuna á Investec South African Women´s Open með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Húbertsson og Ólafur Hreinn Jóhannesson – 30. mars 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 79 ára afmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hinn afmæliskylfingurinn er Ólafur Hreinn Jóhannesson. Hann er fæddur 30. mars 1968 og á því 54 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Ólafur Hreinn Jóhannesson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (64 ára); Jenny Lidback, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól & félagar sigruðu á Holiday Inn Express Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM og félagar í Roger State University (RSU) tóku þátt í Holiday Inn Express Classic háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 28.-29. mars 2022 í St. Joseph Country Club í St. Joseph, Missouri. Þátttakendur voru 76 frá 13 háskólum. Kristín Sól varð T-3 í einstaklingskeppninni á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (81 75). Hún var á 2.-3. besta skori RSU. Lið Roger State sigraði í mótinu í liðakeppninni!!! Glæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna á Holiday Inn Express Classic með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Kristínar Sól og RSU er 4.-5. apríl n.k. í Wichita, Kansas.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2022 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 2. sæti á Craft Farms Intercollegiate

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í „The Salukis“ háskólaliði Southern Illinois tóku þátt í Craft Farms Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 27.-29. mars 2022 í Craft Farms GC, Gulf Shores, Alabama. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 74 74) og varð T-36. „The Salukis“ urðu í 2. sæti í liðakeppninni!!! Glæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna á Craft Farms Intercollegiate háskólamótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót „The Salukis“ er 11.-12. apríl n.k. í New York.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 23:00

Bandaríska háskólagolfi: Andrea á lægsta skori á lokahring Chattanooga Classic-67!

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State tóku þátt í Chattanooga Classic háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 28-29. mars 2022. Þátttakendur voru 105 frá 20 háskólum. Andrea átti tvo slælega upphafshringi – lék á 76 og 79 en kom síðan þvílíkt tilbaka á lokahringnum, að hún var á lægsta skori yfir allt mótið, 5 undir pari, 67 höggum!!!! Þetta varð til þess að hún lauk keppni á 2. besta skorinu í liði sínu, sem lauk keppni í 5. sæti í mótinu fyrir vikið!!! Sjálf varð Andrea T-26 í einstaklingskeppninni. Sjá má umfjöllun um Andreu á Chattanooga Classic á heimasíðu Colorado State með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur & félagar í 2. sæti á Georgia State Inv.!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Ketucky háskólanum (EKU) tóku þátt í Georgia State Invitational. Mótið fór fram dagana 28.-29. mars 2022 í Rivermont GC, í Johns Creek, Georgiu. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Ragnhildur varð T-4 í einstklingskeppninni á skori upp á 220 högg (74 72 74). Hún var á besta skori í liði EKU. EKU varð í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má umfjöllun um Ragnhildi og félaga á heimasíðu EKU með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Georgia State Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Ragnhildar og EKU er 4.-5. apríl í Kentucky.