PGA: Ryan Palmer leiðir í hálfleik á Valero Texas Open
„Heimamaðurinn“ Ryan Palmer leiðir á Valero Texas Open í hálfleik, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour. Palmer er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66). Palmer er 19. september 1976 í Amarillo, Texas og því 45 ára. Hann býr í Colleyville, Texas og öllum hnútum kunnur á Oaks vellinum á TPC San Antonio, þar sem mótið fer fram. Palmer á 2 högg á þá sem næstir koma en það eru Kevin Chappell, Dylan Fritelli og Matt Kuchar. Skotinn Russell Knox, sem leiddi eftir 1. dag rann niður skortöfluna eftir slælegan 76-hring og er nú T-27. Sjá má stöðuna að öðru leyti með því Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-12 e. 3. dag Limpopo mótsins
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR er T-12 eftir 3. dag á Limpopo meistaramótinu, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 69 70). Daninn Oliver Hundebøll er í svolitlum sérflokki, en hann leiðir á samtals 18 undir pari (67 63 68). Spilað er í 2 golfklúbbum: Euphoria Golf Club og Koro Creek Golf Club í Limpopo, S-Afríku, en mótinu lýkur á morgun, 3. apríl 2022. Sjá má stöðuna á Limpopo meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
GSG: Birgir Jónsson fór holu í höggi!!!
Birgir Jónsson, GSG for holu í höggi í dag kl 15.10 á áttundu braut Kirkjubólsvallar. Áttunda brautin er skemmtileg par-3 braut, þar sem holan er ofan á hól. Hún er 137 m af gluur teigum. Það eru 20 ár síðan Birgir fór holu í höggi á þessari sömu braut!!! Golf 1 óskar Birgi innilega til hamingju með ásinn!!!
Geir Svansson látinn
Geir Svansson fæddist í Reykjavík 6. maí 1957 og var því aðeins 64 ára þegar hann lést. Geir var sonur hjónanna Ernu Hreinsdóttur og Svans Friðgeirssonar. Að loknu grunnskólanámi í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla stundaði Geir nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hann lauk gráðu í ensku og bókmenntum frá Háskóla Íslands og nam einnig bókmenntafræði á meistarastigi bæði við HÍ og San Jose State University, í Bandaríkjunum. Geir starfaði sem kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð áður en hann gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann kenndi við Háskóla Íslands og í Listaháskólanum og var einnig leiðbeinandi lokaverkefna við báða skóla. Hann birti meðal annars skrif um hinseginfræði, Megas og átti stærstan þátt í Lesa meira
PGA: Knox í forystu e. 1. dag Valero Texas Open
Það er Skotinn Russell Knox, sem leiðir eftir 1. dag Valero Texas Open. Hann lék 1. hring í San Antonio á 7 undir pari, 65 höggum. Knox er ekki meðal þekktustu kylfinga. Hann er fæddur 21. júní 1985 og því 36 ára. Eiginkona hans er Andrea Hernandez, en þau giftust 2014 og búa á Jacksonville Beach í Flórída. Knox á fyrir 7 sigra í beltinu sem atvinnumaður, þar af 2 á PGA Tour. Spurning hvort hann haldi þetta út? Mikið er eftir af mótinu og margir „heimamenn“ skæðir, þ.á.m. Jordan Spieth, en nr. 1 á heimslistanum Scottie Scheffler, sem einnig er frá Texas, er ekki meðal keppenda. Í 2. sæti er Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-23 á Limpopo mótinu e. 2. dag!
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst í gegnum niðurskurð á Limpopo meistaramótinu, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefir spilað fyrstu 2 hringina á samtals 7 undir pari, 137 höggum (68 69) og flaug því í gegnum niðurskurðinn. Some sögu er því miður ekki að segja um Harald Franklín Magnús, GR, en hann er úr leik á samtals 142 höggum (71 71). Þeir náðu niðurskurði sem lék á samtals 5 undir pari eða betur. Fleiri frábærir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð og mætti þar nefna ítalska kylfinginn Matteo Manassero og heimamanninn Jaco Ahlers. Daninn Oliver Hundebøll leiðir eftir 2 spilaða hringi á samtals 14 undir pari (67 63). Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Guðbjörn Ólafsson og Ingvar Hreinsson – 1. apríl 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Guðbjörn Ólafsson og Ingvar Hreinsson. Guðbjörn er fæddur 1. apríl 1967 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Guðbjörns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Guðbjörn Ólafsson – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Ingvar Hreinsson. Ingvar er fæddur 1. apríl 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Ingvar er kvæntur Laufey Jóhannsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Ingvar Hreinsson – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli Lesa meira
Sergio Garcia: „Það er sérstakt að vera Masters sigurvegari en ferill minn var þegar frábær þegar ég vann“
Aðeins 55 kylfingum hefir tekist að sigra á Masters risamótinu, frá því það hóf göngu sína, fyrir 87 árum, þ.e. 1934. Það sýnir bara hversu mikill eðalklúbbur kylfinga, sigurvegarar Masters eru. Sumir kylfingar hafa sigrað í mótinu oftar en 1 sinni, en það eru: (tæmandi listi) Jack Nicklaus 6 sinnum og Tiger Woods 5 sinnum, Arnold Palmer 4 sinnum og Sam Snead, Jimmy Demaret, Gary Player, og Nick Faldo og Phil Mickelson 3 sinnum, Horton Smith, Byron Nelson, Ben Hogan, Tom Watson, Bernhard Langer, Ben Crenshaw, Seve Ballesteros, José María Olazabal og Bubba Watson 2 sinnum, auk þess sem það féll niður 1943-1945 vegna 2. heimsstyrjaldarinnar. Sergio tókst loks í 74. skipti sem hann reyndi við Lesa meira
Chevron 2022: Jennifer Kupcho og Minjee Lee efstar e. 1. dag
Fyrsta kvenrisamót ársins er hafið og ber nú nýtt heiti; hét áður ANA Inspiration, en heitir nú The Chevron Championship. Það fer í síðasta skipti fram á Rancho Mirage í Kalíforníu; nú dagana 31. mars – 3. apríl 2022. Svolítið leiðinlegt, því það er skemmtileg hefð að sigurvegari mótsins fleygi sér út í Poppy´s Pond …. og er síðasti sjéns að gera það á þessu móti. Eftir 1. dag eru þær Jennifer Kupcho frá Bandaríkjunum og hin ástralska Minjee Lee efstar og jafnar, en báðar komu í hús á 6 undir pari, 66 höggum. Ein í 3. sæti er síðan hin tælenska Patty Tavatanakit á 5 undir pari, 67 höggum. Lesa meira
Masters 2022: „Gullni Björninn“ verður ekki með í par-3 keppninni
Íslandsvinurinn, „Gullni Björninn“ og ein af golfgoðsögnunum 3, þ.e. Jack Nicklaus mun ekki taka þátt í hinni frægu par-3 keppni, á Masters risamótinu, sem aftur er á dagskrá í næstu viku, eftir tveggja ára hlé. „Það er gaman að fara á Masters kvöldverðinn (en) ég spila ekki meir í Par-3 (keppninni),“ sagði Nicklaus í viðtali við Golfweek. „Undir lok ferilsins spilaði ég á hverju ári, en ég get bara ekki spilað lengur.“ Hinn 82 ára Nicklaus tók síðast þátt í Par-3 keppninni 2019, en sá hringur lifir eflaust lengur í minni vegna þess að barnabarn hans, Gary Nicklaus Jr., sem var kylfusveinn fyrir afa sinn, fór holu í höggi. Hann nýtti Lesa meira










