Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 22:26

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-11 á Limpopo mótinu

Atvinnukylfingurinn, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR lauk í dag keppni á Limpopo meistaramótinu í S-Afríku. Mótið fór fram 31. mars – 3. apríl 2022 í Euphoria GC og Koro Creek GC í Limpopo, S-Afríku. Guðmundur Ágúst varð T-11 í mótinu, lék á samtals 10 undir pari,  278 höggum (68 69 70 71). Sigurvegari mótsins, sem var að vinna sinn fyrsta sigur á Áskorendamótaröð Evrópu, var Pólverjinn Mateusz Gradecki, en hann lék á samtals 19 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Limpopo Championship með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 22:00

PGA: J.J Spaun vann fyrsta PGA Tour sigur sinn á Valero Texas Open

Það var J.J. Spaun, sem stóð uppi sem sigurvegari á Valero Texas Open, Sigurskor Spaun var 13 undir pari, 275 högg (67 70 69 69). J.J. Spaun er fæddur 21. ágúst 1990 í Los Angeles, Kalirofníu og er því 31 árs. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour. Í 2. sæti varð, 2 höggum á eftir Spaun, voru nafnarnir Matt Jones og Matt Kuchar. Sjá má lokastöðuna á Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson, GR. F. 3. apríl 1997 (25 ára) – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. (f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970);Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, (f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004); Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 09:00

PGA: 4 deila efsta sætinu f. lokahring Valero Texas Open

Það eru hvorki fleiri né færri en 4 kylfingar sem eru efstir og jafnir á Valero Texas Open, fyrir lokahringinn. Þetta eru þeir Dylan Fritelli frá S-Afríku og Brandt Snedeker, Beau Hossler og J.J Spaun, frá Bandaríkjunum. Þeir hafa allir spilað á samtals 10 undir pari, hver. Ryan Palmer, sem leiddi í hálfleik, er dottinn niður í T-21 eftir hræðilegan 77 högga 3. hring. Næsta öruggt er að Jordan Spieth tekst ekki að verja titil sinn, en hann er T-63, eftir 3 spilaða hringi í mótinu. Sjá má stöðuna á Valero Texas Open með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Dylan Fritelli, er eini óbandaríski forystumaðurinn á Valero Texas Open

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 08:00

Chevron 2022: Jennifer Kupcho í forystu f. lokahringinn

Það er hin bandaríska Jennifer Kucho, sem er í forystu fyrir lokahringinn á fyrsta kvenrisamóti ársins, Chevron meistaramótinu. Hún á 6 högg á næsta keppenda, er samtals búin að spila á 16 undir pari, 200 höggum (66 70 64). Í 2. sæti á samtals 10 undir pari er hin thaílenska Patty Tavatanakit. Í 3. sæti er síðan Jessica Korda á samtals 9 undir pari og enn einu höggi á eftir í 4. sæti er Annie Park. Það er næsta öruggt að einhver þessara 4 standi uppi sem sigurvegari 1. risamóts kvennagolfsins nú í lok dags. Mótið fer nú í síðasta sinn fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu, dagana 31. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 07:00

Masters 2022: 7 stórstjörnur golfsins ekki með

Af öllum risamótunum er Masters með fæsta þátttakendur og því einvörðungu elítuhópur kylfinga sem fær að tía upp á Augusta National. Yfirleitt eru þátttakendur færri en 100 og þegar þetta er ritað er Golf 1 kunnugt um 91 kylfing, sem hefir þátttökurétt í þetta 1. risamót karlagolfsins. Þegar listinn er skoðaður vekur athygli að 7 stórstjörnur golfsins munu ekki vera meðal keppenda í ár. Óvíst er á þessari stundu hvort Tiger muni vera orðinn nógu hress til þess að keppa og því er hann ekki talinn með hér. Margir vonast þó að sjá hinn fimmfalda Masters-sigurvegara keppa, þó það myndi ganga kraftaverki næst, miðað við hversu slasaður hann var í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (14/2022)

Einn stuttur á ensku á laugardagskvöldi: Spurning: Where can you find a golfer on a Saturday night? Svar: Clubbing.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 18:20

Evróputúrskylfingur sem ekki hefir náð 1 niðurskurði í ár hefir eytt $50.000 í atvinnumennskubrölt sitt

Já, það er dýrt að vera atvinnumaður í golfi þegar illa gengur. Það hefir ástralski kylfingurinn Scott Hend (Hendy) fengið að reyna í ár. Frá 17. janúar á þessu ári hefir hann tekið þátt í 9 mótum, en aldrei náð niðurskurði. Tap hans vegna ýmissa fjárútláta, m.a. ferða milli mótsstaða og uppihalds meðan á móti stendur (hótelkostnaður, fæði ofl.) nemur nú, það sem af er árs $ 50.000,- eða um 6,5 milljónum íslenskra króna. Hinn 48 ára Hendy, sem gerðist atvinnumaður í golfi 1997,  hefir átt betri daga í golfinu en hann er m.a. þrefaldur sigurvegari á Evróputúrnum og hefir þar að auki sigrað 10 sinnum á Asíutúrnum. Hann var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Dan Halldorson —- 2. apríl 2022

Það er Vestur-Íslendingurinn Dan(íel Albert) Halldorsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Dan fæddist  2. apríl 1952 í Brandon nálægt Gimli, í  Manítóba, Kanada og hefði því átt 70 ára merkisafmæli í dag, en hann lést úr hjartaáfalli á heimili sínu í Illinois, Bandaríkjunum, 18. nóvember 2015. Dan Halldorson er eini einstaklingurinn, sem vitað er um, sem á ættir að rekja til Íslands og hefir sigrað á PGA Tour móti. Það var árið 1980, en þá sigraði Dan á Pensacola Open í Flórída eft­ir mikinn slag við Tom Kite, sem þá var fremsti kylfingur þess tíma.  Fyrir sigurinn hlaut Dan $36.000,- og endaði Dan í 36. sæti á peningalista PGA Tour það ár. Eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 14:00

Chevron 2022: Shibuno leiðir e. 2. dag

Það er japanski kylfingurinn Hinako Shibuno, sem leiðir eftir 2. dag Chevron meistaramótsins, sem er 1. risamót kvennagolfsins í ár. Shibuno hefir spilað á samtals 9 undir pari (69 66). Shibuno er fædd 15. nóvember 1998 og því 23 ára. Hún er uppnefnd hin brosandi öskubuska. Hún á 1 högg á þær Jennifer Kupcho, Patty Tavatanakit og hina bandarísku Annie Park. Hyo Joo Kim og Sei Young Kim fra S-Kóreu deila 5. sætinu enn einu höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Chevron að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: