Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2022 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði á Colonel Classic!!! Stórglæsileg!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigraði í einstaklingskeppninni á Colonel Classic háskólamótinu í bandaríska háskólagolfinu!!! Mótið fór fram dagana 4.-5. apríl 2022 í University Club, í Richmond, Kentucky. Þátttakendur voru 76 frá 14 háskólum. Sigurskor Ragnhildar var 4 undir pari, 212 högg (70 71 71). Ragnhildur stýrði einnig liði sínu, Eastern Kentucky,  til sigurs með stórglæsilegum árangri sínum. Sjá má umfjöllun um Ragnhildi og mótið á vefsíðu EKU með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Colonel Classic með því að SMELLA HÉR:  Ragnhildur og EKU mæta aftur til keppni 17.-19. apríl n.k. í Valdosta, Georgíu.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2022 | 20:00

Masters 2022: Matsuyama býður upp á glæsirétti á Champions Dinner

Í kvöld fer fram Champions Dinner, hinn árlegi kvöldverður fyrrverandi Masters sigurvegara, þar sem sigurvegari síðasta árs er gestgjafi og er jafnframt formlega boðinn velkominn í þennan mikla elítuhóp. Sigurvegari síðasta árs var hinn japanski Hideki Matsuyama og því var matseðill hans, eins og við var búist japanskur. Og þvílíkur matseðill!!! Þetta er sko eitthvað allt annað en ostborgararnir og kjúklingasamlokurnar, sem Tiger bauð upp á 1998 …. þó val Tigers hafi verið allra góðra gjalda vert! Matseðill Matsuyama er eftirfarandi: Í forrétt er úrval af sushi og sashimi. Síðan er boðið upp á misó gljáðan svartþorsk, með dashi-soði – sem er gert úr vatni, kombu (þurrkuðum þara) og bonito Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976.  Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn og næsti fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu: Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eiga því 46 ára afmæli í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 20:00

Masters 2022: Tiger vekur athygli á Augusta í nýjum golfskóm

Óvíst er enn hvort Tiger sé nógu hress til þess að taka þátt í Masters risamótinu. Hann hefir þó mætt á æfingahringi á Augusta National m.a. sl. sunnudag. Þar tóku glöggir menn eftir því að hann var ekki í Nike skóm, en Tiger er á margmilljóndollara auglýsingasamningi við Nike. Hann æfði í FootJoy Packers skóm, sem veita betri stuðning við fætur en Nike golfskórnir; stuðning, sem Tiger þarfnast eftir bílslysið fyrir 14 mánuðum, sem næstum kostuðu hann annan fótinn. Það er því bara farið eftir því sem Tiger þarfnast til að líða sem best í golfinu, hann er kominn með nýjar þarfir …. og betri auglýsingu gætu FootJoy golfskór varla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2022

Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson. Jórunn Pála Jónasdóttir er fædd 4. apríl 1987 og á því 35 ára afmæli í dag. Jórunn Pála er lögmaður hjá Réttur – Aðalsteinsson & Partners og nam m.a. lögfræði við háskólann í Vín, Austurríki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jórunni Pálu til hamingju með afmælið hér að neðan:   Jórunn Pála Jónasdóttir – 35 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Unnar Ingimundur er fæddur 4. apríl 1967 og á því 55 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996. Uppáhaldsgolfvöllur hans er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 12:00

Masters 2022: Kylfingarnir sem hafa þátttökurétt

Eftirfarandi 91 kylfingur hefir þátttökurétt og mun spila í Masters 2022: Sjá með því að SMELLA HÉR:  Abraham Ancer Daniel Berger Christiaan Bezuidenhout Sam Burns Patrick Cantlay Paul Casey Cameron Champ Stewart Cink Corey Conners Fred Couples Cameron Davis Bryson DeChambeau Tony Finau Matthew Fitzpatrick Tommy Fleetwood Sergio Garcia Lucas Glover Talor Gooch Austin Greaser (a) Stewart Hagestad (a) Brian Harman Padraig Harrington Tyrrell Hatton Russell Henley Lucas Herbert Garrick Higgo Harry Higgs Tome Hoge Max Homa Billy Horschel Victor Hovland Mackenzie Hughes Sungjae Im Aaron Jarvis (a) Dustin Johnson Zach Johnson Takumi Kanaya Si Woo Kim Kevin Kisner Brooks Koepka Jason Kokrak Bernhard Langer Kyoung Soon Lee Min Woo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 10:00

Masters 2022: Hver er elsti núlifandi Masters sigurvegarinn?

Elsti núlifandi Masters sigurvegarinn er Jack Burke Jr. Hann sigraði á Masters árið 1956. Burke er jafnframt elstur allra risamótssigurvegara. Hann er  líka elstur þeirra sem sigraði hafa á PGA meistaramótinu, en það risamót vann hann líka 1956. Jack Burke jr. er fæddur 27. janúar 1923 í Fort Worth, Texas og því 99 ára og 67 daga gamall í dag. Dow Finsterwald er næstelstur þeirra sem sigrað hafa á PGA Championship (sigraði 1958) og er fæddur 6. september 1929. Elsti Masters sigurvegarinn (Jack Burke jr.) gerðist atvinnumaður í golfi 1941. Hann sigraði 16 sinnum á PGA Tour á árunum 1950-1963. Hann spilar enn golf í frítíma sínum. Faðir hans Jack Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 02:00

Chevron 2022: Kupcho vann 1. risatitil sinn á 1. risamóti ársins

Það var bandaríski kylfingurinn Jennifer Kupcho, sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. risamóti ársins í kvennagolfinu, Chevron meistaramótinu. Sigurskor Kupcho var 14 undir pari, 274 högg (66 – 70 – 64 – 74). Sigurtékki Kupcho var $ 750.000,- (u.þ.b. 96,4 milljónir íslenskra króna, sem er  mesta verðlaunafé, sem hægt er að vinna sér inn í kvennagolfinu) Í 2. sæti varð Jessica Korda, aðeins 2 höggum á eftir Kupcho, þ.e. á samtals 12 undir pari, en hún var farin að saxa ískyggilega mikið á forskot Kupcho, sem hafði 6 högga forystu fyrir lokahringinn.  Pia Babnik var síðan ein í 3. sæti á samtals 11 undir pari og þær Hinako Shibuno, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 22:49

Bandaríska háskólagolfið: Sverrir & félagar í 10. sæti á Irish Creek Intercollegiate

Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian tóku þátt í Irish Creek Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 2.-3. apríl 2022 í The Club at Irish Creek, í Kannapolis, N-Karólínu. Sverrir lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (73 71 74) og varð T-59. Hann var á 3.-5. besta skori Appalachian, sem varð í 10. sæti í liðakeppninni af 15 liðum, sem tóku þátt. Sjá má lokastöðuna á Irish Creek Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Appalachian er 11.-12. apríl n.k. í S-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 22:38

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður lauk keppni á Irish Creek Intercollegiate

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR tók þátt í Irish Creek Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram dagana Sigurður Bjarki lék á 221 höggi (80 71 75) og varð T-82. Í þetta spilaði hann sem einstaklingur, en var ekki hluti af liði James Madison, sem endaði í 11. sæti af 15. háskólaliðum, sem þátt tóku. Sjá má lokastöðuna á Irish Creek Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót James Madison er 16.-17. apríl n.k. í Iowa.