Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2022 | 08:00

Úr Græna Jakkanum og í fangelsi

Myndin af honum hangir enn  í blaðamannahúsinu á Augusta National, á milli mynda af Trevor Immelman og Phil Mickelson. Stóllinn hans á Champions Dinner sl. þriðjudagskvöld var hins vegar tómur og hafi hann fengið boðskort, þá sá það enginn. Núna þegar 86. Masters risamótið fer fram situr Angel Cabrera í argentínsku fangelsi. Hann afplánar tvö ár fyrir heimilisofbeldi og líkur eru á að hann gæti átt yfir höfði sér enn lengri dóm. Dýrðardagur hans á Masters árið 2009 virðist hafa átt sér stað í annarri vídd – annarri veröld og er svo órafjarlægur honum nú. Cabrera var ólíklegur risamótsmeistari til að byrja með, argentínskur götustrákur, sem ólst upp án foreldra og fékk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 19:18

Masters 2022: Rory skiptir um golfbolta

Rory McIlroy á bara eftir að sigra á Masters til þess að ná svokölluðu „Career Grand Slam“ þ.e. að afreka það að sigra í öllum risamótunum á ferli sínum. Hann á bara eftir að skrýðast græna jakkanum til þess að ná því markmiði sínu…. og einungis 6 kylfingar í golfsögunni hafa afrekað „Career Grand Slam“. Þetta ár segist Rory vera með leynivopn upp í erminni. Hann ætlar að nota nýjan golfbolta. Rory er TaylorMade maður og hefir m.a. verið að nota TaylorMade TP5x golfboltann, en hefir ekki gefið upp hver nýi boltinn verði – kannski einhver sérsmíðaður fyrir hann frá TaylorMade? Allaveganna er hann líka með andlegu hliðina í lagi. Hvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 17:35

Masters 2022: Fleiri en Tiger með heilsuvandamál – José María Olazábal

José María Olazábal er einn þeirra 91 sem er með þátttökurétt og ætlar að spila á Masters 2022. Það er vegna þess að allir fyrrverandi sigurvegarar Masters hafa lífstíðar þátttökurétt. Olazábal sigraði á Masters 1994 og 1999. Síðan var hann fyrirliði sigurRyderbikarsliðs Evrópu, árið 2012. En það eru fleiri en Tiger sem eiga við heilsuvandamál að glíma á Masters og er Olazábal einn þeirra. Olazábal hefir lengi þjáðst af gigt. Þetta er langvinnur sjálfsofnæmissjúkdómur (ens: auto immune disease) sem veldur bólgu og verkjum í kringum liði, sem hefur aðallega áhrif á hendur og fætur, sem er sérlega slæmt fyrir ofurkylfing, sem Olazábal er. Sjúkdómurinn hefir haft hamlandi áhrif á feril Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bogi Ágústsson —- 6. apríl 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Bogi Ágústsson. Bogi fæddist 6. apríl 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. .  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bogi Ágústsson F. 6. apríl 1952 – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið og hafðu þökk fyrir að hafa verið svona ástsæll og frábær fréttaflytjandi – Ofurfréttamaður með meiru og risi meðal  íslenskra fjölmiðlamanna!!! –          Tekur golfið ekki bara við núna??? Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árni Björn Guðjónsson, 6. apríl 1949 (73 ára); Bogi Agustsson, 6. apríl 1952 (70 ára); Mike Schuchart, 6. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar í 3. sæti á Colonel Classic

Það voru tveir íslenskir kylfingar, sem spiluðu á Colonel Classic háskólamótinu, sem fram fór hjá University of Arlington, í Richmond, Kentucky: GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir, EKU, sem sigraði í mótinu og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, sem ásamt félögum sínum í Northern Illinois University (NIU) tók bronsið í liðakeppninni!!! Þátttakendur í mótinu voru 76 frá 14 háskólum. Jóhanna Lea varð T-20 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (74 76 77). Hún var á 3. besta skorinu í liði sínu. Sjá má lokastöðuna á Colonel Classic með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Jóhönnu Leu & félaga er 8.-9. apríl n.k. í Normal, Illinois.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar í 11. sæti á SU Redhawk Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA, og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í SU Redhawk háskólaboðsmótinu. Mótið fór fram 4.-5. apríl í Chambers Bay GC í Seattle, Washington, en vegna veðurs voru mándagshringirnir tveir strokaðir út og bara látinn standa 3. hringurinn. Tumi Hrafn lék þann hring á 79 höggum. Lið WGC endaði í 11. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót WCU er 11.-12. apríl n.k. í Spartanburg, S-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 09:00

Hver er Nandina á Masters?

The Masters risamótið sem er það 86. nú í ár fer að venju fram í Augusta National Golf Club. Spurningin í fyrirsögn greinarinnar var hvort vitað væri hver Nandina væri? Ef þið lesið eftirfarandi þá komist þið að því hver Nandina er, ef þið hafið þá ekki þegar vitað það, en hér fer kynning/upprifjun á hverri holu á Augusta National vellinum: Klúbbhús Augusta National. 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18 metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 08:00

Masters 2022: Tiger vildi ekki spila við nýliðann

Aaron Jarvis upplifði bestu höfnun lífs síns á sunnudagseftirmiðdegi á Augusta National. Jarvis er einn áhugamannanna 6, sem spila á Masters 2022. Á æfingu á Augusta sl. sunnudag tók hinn 19 ára gamli Jarvis eftir Tiger Woods á vellinum. Án þess að hika fór áhugakylfingurinn í átt að 15-falda risameistaranum. „Ég tók eftir Tiger fyrir framan mig. Það er ekkert betra „nei“ – eða betri höfnun – en frá Tiger Woods, ekki satt? Þannig að ég lét tækifærið bara ekki frá mér fara,“ sagði Jarvis, sem vann Latin America Amateur í janúar til að komast á 86. Masters risamótið. „Ég hljóp til hans  og spurði: „Hr. Woods, ertu að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 07:00

Masters 2022: Matseðlar undanfarinna ára á Champions Dinner

Ár hvert halda sigurvegarar frá því árinu áður á Masters öllum sigurvegurum Masters veislu og bjóða í mat, svokallaðan „Champions Dinner.“ Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“ „The Champions Dinner“ fór fram í gær og var japanska kylfingnum Hideki Matsuyama , sigurvegara The Masters 2021, formlega boðin innganga í klúbbinn. Það kom því í hlut Matsuyama þetta árið að halda matarboðið fræga og hefir Golf1 fjallað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2022 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól & félagar sigruðu á Newman Spring Inv.

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM og félagar í Roger State University (RSU) sigruðu á Newman Spring boðsmótinu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fór fram dagana 4.-5. apríl 2022 í Sandcreek Station golfvellinum, í Newton, Kansas. Þátttakendur voru 94 frá 18 háskólum. Kristín Sól lék á samtals 158 höggum (77 81) og varð T-36 í  einstaklingskeppninni. Hún lék með liði RSU, sem sigraði í mótinu!!! Sjá má lokastöðuna á Newman Spring Inv. með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Kristínar Sól og félaga er 21.-23. apríl í Wichita, Kansas.