Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 20:45

Sýning hjá Ninný á Korpúlfsstöðum

Næstkomandi fimmtudag er opið hús á Korpúlfsstöðum, en þar eru m.a. til sýnis falleg málverk listakonunnar Ninný. Reyndar er hér um samsýningu að ræða og á fimmtudag verða m.a. opna vinnustofur, vínkynning og fleiri uppákomur. Kannski að hér finnist einmitt jólagjöfin fyrir þá sem eiga allt!!! Það eru allir velkomnir!!!  

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 20:00

GS: Einar Long (á 3 undir pari!!!) og Guðmundur Hannesson (41 pkt) sigruðu á Opna nóvembermótinu!!!

Á laugardaginn 22. nóvember 2014  fór fram á Hólmsvelli í Leiru Opna Nóvembermótið. Þátttakendur sem luku keppni voru 77, þar af aðeins 1 kvenkylfingur, Þuríður Valdimarsdóttir, GKG og á hún hrós skilið fyrir að halda uppi heiðri kvenkylfinga í þessu golfmóti!!! Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni og 1 verðlaun fyrir besta skor. Á besta skorinu í mótinu var GR-ingurinn Einar Long en hann lék Leiruna á 3 undir pari, 69 glæsihöggum!!! Í 1. sæti í punktakeppninni varð Guðmundur Hannesson, GR á 41 punkti!  Í 2. sæti varð síðan Einar Long á 40 punktum og í 3. sæti Eiríkur Jónsson, GOB, en hann var á 39 punktum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Alessandro Tadini (3/27)

Í 25. sæti af 27 sem komust inn á Evrópumótaröðina eftir lokaúrtökumótið í Girona, Spáni þann 20. nóvember s.l. var ítalski kylfingurinn Alessandro Tadini, en hann er einn af 3 ítölskum kylfingum sem komust inn á Evróputúrinn að þessu sinni. Alessandro Tadini  fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og er því 41 árs. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Júlíusdóttir – 23. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er fyrrum iðnaðarráðherra  Katrín Júlíusdóttir. Katrín er fædd 23. nóvember 1974 og á því 40 ára stórafmæli  í dag. Katrín er liðtækur kylfingur, sem því miður hefir alltof lítinn tíma til þess að sinna áhugamáli sínu!!! Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Katrín Júlíusdóttir  (40 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (53 ára); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (48 ára); Paul Penny, f. 23. nóvember 1972 (42 ára); Alison Whitaker, 23. nóvember 1985 (29 ára); Arnar Gauti , GK (16 ára) ….. og …… …… Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 14:30

GKJ: Stefán Þór Hallgrímsson (á 4 undir pari!!!) og Páll Ólafsson sigruðu í 8. Vetrarmótinu

Í gær, 22. nóvember 2014, fór fram 8. vetrarmótið hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Það voru 74 kylfingar sem luku keppni – 62 karl – og 12 kvenkylfingar. Keppnisform var almennt þ.e. punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Í höggleikshlutanum sigraði heimamaðurinn Stefán Þór Hallgrímsson, GKJ, en hann lék Hlíðavöll á glæsilegum 4 undir pari, 68 höggum!!! Í punktakeppninni sigraði annar heimamaður Páll Ólafsson, GKJ, en hann var með flottan 41 punkt, líkt og Stefán Þór, en Páll var með fleiri punkta á seinni 9. Af konunum stóð sig best Steinunn Sæmundsdóttir, GR í höggleikshlutanum, lék á 80 höggum,  en í punktakeppnishlutanum stóð sig best Anna Björk Hyldal Sveinsdóttir en hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 13:30

Chris Como er nýr sveifluþjálfari Tiger

Ein eftirsóttasta staða innan golfsins hefir verið fyllt: Tiger er búinn að ráða sér nýjan sveifluþjálfara og sá heitir Chris Como. Tiger tvítaði eftirfarandi: „Happy to have Chris Como consulting and working with me on my swing. I’m excited to be back competing.“ (Lausleg þýðing: Ánægður með að hafa Chris Como mér til ráðgjafar og til þess að vinna með mér í sveiflu minni. Ég er spenntur fyrir að vera aftur farinn að keppa.“) Como, sem er 37 ára, er með bækistöðvar í Plano, Texas, og hefir m.a. verið útnefndur af Golf Digest sem einn af  „bestu ungu golfkennurunum“ ársins 2013. Tvít Tiger Woods varð til þess að fjölmargir fóru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 13:07

GB: Alfreð Brynjar sigraði í móti frænda síns – Anna Ólafs vann punktakeppnishlutann

Í gær fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, 60 ára afmælismót Geira bakara. Þátttakendur voru 19. Það var frændi Geira, stórkylfingurinn Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG sem sigraði höggleikinn þ.e. var á besta skorinu 90 höggum. Sjá má heildarúrslitin úr höggleikshluta mótsins hér að neðan: 1 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG -2 F 54 36 90 19 90 90 19 2 Helgi Svanberg Ingason GKG 7 F 55 37 92 21 92 92 21 3 Pétur Sverrisson GB 11 F 55 39 94 23 94 94 23 4 Sigurgeir O Erlendsson GB 16 F 54 43 97 26 97 97 26 5 Jón Hilmar Kristjánsson GKJ 3 F 59 39 98 27 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 13:00

LPGA: Granada efst fyrir lokahringinn á CME

Julieta Granada frá Paraguay er ein efst fyrir lokahringinn á  CME Group Tour Championship. Hún er búin að spila á 9 undir pari. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Granada eru þær Morgan Pressel og Carlota Ciganda. Þýski kylfingurinn Sandra Gal er ein í 4. sæti á samtals 7 undir pari og 5. sætinu deila þær Lydia Ko og So Yeon Ryu á samtals 6 undi pari, hvorar. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á CME mótinu SMELLIÐ HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 12:45

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Sam Saunders (39/50)

Sam Saunders varð í 13. sæti af 50 á Web.com Finals og var því einn af þeim 50 heppnu til þess að hljóta kortið sitt á bestu golfmótaröð heims bandaríska PGA Tour, fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Sam Saunders er einna þekktastur fyrir að vera barnabarn golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer. Saunders fæddist í Orlando, Flórída, 30. júlí 1987 og er því 27 ára. Saunders var í Clemson háskóla,  en sleppti lokaárinu til þess að geta gerst atvinnumaður í golfi. Árið 2011 spilaði Saunders í 13 mótum – þ.á.m. 8 á PGA Tour og var besti árangur hans 15. sætið á Pebble Beach.  Hin mótin spilaði Saunders á Natioweide Tour (undanfara Web.com Tour) og besti árangurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 12:30

Evróputúrinn: Henrik Stenson sigraði á DP World Tour Championship 2. árið í röð!!!

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem átti titil að verja á DP WorldTour Championship, sem sigraði nú rétt í þessu á mótinu 2. árið í röð. Sigurskor Stenson var 16 undir pari, 272 högg (68 66 68 70). Í 2. sæti urðu Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson; allir 2 höggum á eftir Stenson. Einn í 5. sæti varð Írinn Shane Lowry á 13 undir pari, 275 höggum. Rafa Cabrera Bello sem deildi 1. sætinu með Stenson fyrir lokahringinn átti afleitan lokahring í morgun upp á 75 högg eftir að hafa spilað dagana áður á glæsilegum 64 og 65 höggum.  Bello rann því niður skortöfluna og varð í 9. Lesa meira