Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 12:00

GMac: „Rory mun verða nr. 1 næstu 5 árin“

Golf Digest fól Graeme McDowell, svona í lok árs, að taka saman í grein hverjir væru hápunktar á árinu hjá honum og eins að svara nokkrum spurninum. GMac skrifaði samviskusamlega um allt – hverjir hans persónulegu hápunktar væru (þ.e. að sigra Jordan Spieth í Rydernum) og eins hvað væri besta afrekið á árinu að hans mati (að Rory vann Opna breska í Hoylake) hver væri að hans mati skærasta stjarnan á golfstjörnuhimninum (Brooks Koepka) og hver væri hápunkturinn á árinu utan golfsins (að horfa á Super Bowl með pabba sínum.) Eitt var þó fremur eftirtektarvert.  GMac var beðinn að svara spurningunni um hversu lengi Rory myndi vera nr. 1 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 20:45

GKJ: Röng myndbirting: Stefán Þór Hallgrímsson (á 4 undir pari!!!) og Páll Ólafsson sigruðu á 8. Nóvembermótinu

Þau leiðu mistök urðu að við frétt Golf 1 „Stefán Þór Hallgrímsson (á 4 undir pari!!!) og Páll Ólafsson sigruðu á 8. Nóvembermótinu“, birtist röng mynd af öðrum sigurvegaranum Stefáni Þór Hallgrímssyni, GKJ. Það var Kristján Þór Einarsson, GKJ, sem benti á mistökin og kann Golf 1 honum bestu þakkir fyrir. Hér birtist fréttin að nýju með réttri mynd og er Stefán beðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum!! Fréttin: Í gær, 22. nóvember 2014, fór fram 8. vetrarmótið hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Það voru 74 kylfingar sem luku keppni – 62 karl – og 12 kvenkylfingar. Keppnisform var almennt þ.e. punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Í höggleikshlutanum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 18:15

Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 39 ára.  Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, þar sem hann kennir nú golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Tony Finau (40/50)

Tony Finau varð í 12. sæti af 50 á Web.com Tour Finals og vann sér þar með inn kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Tony Finau er fæddur 14. september 1989 í Salt Lake City, Utah og er því 25 ára. Jafnvel þó honum hafi verið boðinn skólastyrkur vegna körfuboltakunnáttu sinnar sneri hann sér alfarið að golfinu 17 ára og spilaði á fjölmörgum smámótaröðum fyrst þ.á.m. Gateway Tour, NGA Hooters Tour og National Pro Tour. Hann spilaði á PGA Tour Kanada árið 2013 og náði að komast í gegnum niðurskurð 7 sinnum af 8 mótum, sem hann tók þátt í. Hann varð T-3 þ.e. jafn öðrum í 3. sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 16:30

Evróputúrinn: 6 ný mót 2015

Á mótaskrá Evrópumótaraðarinnar árið 2015 eru 6 ný mót og 7 nýir mótsstaðir. Alls eru mótin sem haldin verða 47 og dreifast á 11 mánuði. Af nýju mótunum 6 eru 3 í Austurlöndum fjær þ.e. Kína, Indlandi og Thaílandi og tvö eru í Evrópu: Þýskalandi og Skotlandi. Loks er eitt í Afríku, á eyjunni Máritíus. Sjá má mótsskrá Evrópumótaraðarinnar 2015, sem kynnt var í gær með því aðSMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 16:00

GSG: Ásgeir Eiríks og Skúli Baldurs sigruðu í Aðventumótinu

Í gær, sunnudaginn 23. nóvember fór fram Aðventumót hjá Golfklúbbi Sandgerðis. Keppnisform var hefðbundið – veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sæti í punktakeppni með forgjöf. Þátttakendur sem luku keppni voru 40 þar af 6 kvenkylfingar. Á besta skori í mótinu var heimamaðurinn Ásgeir Eiríksson, GSG,  á 75 höggum. Skúli Baldursson, GR, sigraði punktakeppnina; var á 39 glæsipunktum. Í 2. sæti í punktakeppninni varð Ásgeir Eiríksson með 38 punkta og í 3. sæti Einar S. Guðmundsson, GSG með 37 punkta og 21 punkt á seinni 9. Best af kvenkylfingunum stóð sig Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR,  í höggleikshlutanum, en hún lék Kirkjubólsvöll á 99 höggum og  Hulda Björg Birgisdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 14:00

GG: Gunnar Marel Einarsson og Björn Árnason sigruðu í nóvembermóti GG 2

Í gær, sunnudaginn 23. nóvember fór fram nóvembermót nr. 2 á Húsatóftavelli í Grindavík. Þátttakendur, sem luku keppni voru 96, þar af 10 kvenkylfingar. Veitt voru verðlaun fyrir efsta sæti í höggleik og 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf auk 2 nándarverðlauna. Á besta skori í mótinu varð Gunnar Marel Einarsson, GOS, sem lék Húsatóftavöll á 1 undir pari, 69 höggum. Í 1. sæti í punktakeppni með forgjöf varð Björn Árnason, GK, en hann var með 37 punkta (18 á seinni 9); Í 2. sæti varð Gunnar Marel Einarsson, GOS líka með 37 punkta (en 17 á seinni 9) og í 3. sæti varð Ágúst Þór Gestsson, GÖ með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 06:00

LPGA: Lydia Ko vann CME Group Tour Championship í bráðabana – hlaut $1 milljón í Race to the CME Globe – Lewis leikmaður ársins og hlaut Vare Trophy!!!

Lydia Ko paraði 4. holu bráðabanans í gær og vann þar með Solheim Cup stjörnuna spænsku, Carlotu Ciganda og sigraði CME Group Tour Championship. Ko var á 4 undir pari, 68 höggum á lokahringnum í  Tiburon Golf Club í  The Ritz-Carlton Golf Resort og var efst og jöfn þeim Carlotu Ciganda og Julietu Granada frá Paraguay á samtals 10 undir pari, 278 höggum.  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og Granada féll út strax á 2. holu þegar hún fékk skolla. Þetta var enn einn sigur hjá Ko á alveg ótrúlegu nýliðaári hennar á LPGA.  Þetta er 5. sigur á ferli hinnar 17 ára Ko og þriðji sigur hennar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 21:15

Heimslistinn: Scott fallinn úr 2. sætinu

Eins og það væri ekki nóg að Adam Scott tapaði fyrir Nick Cullen á Australian Masters. Nei, til að bæta gráu ofan í svart er Scott þar að auki fallinn úr 2. sætinu á heimslistanum niður í 3. sætið. Sá sem tekur 2. sætið á heimslistanum er Henrik Stenson, sem sigraði í dag á DP World Tour Championship; þ.e. hann fer upp um 2 sæti úr 4. sætinu í 2. sætið. Scott getur aðeins huggað sig við að Stenson vann þó a.m.k. Rory, sem varnaði því í fyrra að Scott næði áströlsku þrennunni – ljóst er þegar í upphafi þessara þriggja stóru móta í Ástralíu að Scott nær ekki þrennunni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 21:00

GK: Stjórnarbreytingar – Ingveldur og Pálmi gefa ekki kost á sér aftur í stjórn

Á aðalfundi Keilis 9. desember nk. liggur fyrir að kjósa þurfi tvo nýja stjórnarmenn. Þau  Ingveldur Ingvarsdóttir og J. Pálmi  Hinriksson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ingveldur hefur verið í stjórn frá árinu 2009 lengst af sem formaður kvennanefndar en kvennastarf GK hefur verið í miklum blóma. Nú síðasta ár sinnti Ingveldur hlutverki ritara. Pálmi var kjörin í stjórn á aðalfundi 2001 og hefur verið gjaldkeri Keilis frá árinu 2004. Pálmi hefur sinnt hlutverki sínu einstaklega vel og stýrði fjármálum Keilis í gegnum erfiða tíma með mikilli festu. Ber að þakka honum sérstaklega það óeigingjarna starf. Ingveldur og Pálmi þakka stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum fyrir afar Lesa meira