Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Jason Gore (41/50)

Eiginlega ætti Zac Blair að vera næstur í röðinni af þeim, sem tekinn er til umfjöllunar hér í kynningu á „nýju strákunum á PGA Tour 2014-2015″, því hann varð í 11. sæti á Web.com Tour Finals og því sá 11. til að hljóta kortið sitt á PGA Tour af 50 sem það hlutu nú fyrr í ár. Málið er bara að Golf 1 er þegar búið að kynna Blair vegna þess að hann, líkt og Tony Finau, sem báðir eru frá Salt Lake City í Utah, hafa báðir slegið í gegn af nýju strákunum og var meðal þeirra fyrstu sem var kynntur – Sjá með því að SMELLA HÉR: Sá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2014 | 09:00

GG: Aðventumót nr. 1 n.k. laugardag

Golfklúbbur Grindavíkur ætlar að halda áfram mótahaldi og næstkomandi laugardag, 29. nóvember 2014,  fer fram fyrsta aðventumót klúbbsins þegar aðeins rétt rúmar fjórar vikur eru til jóla. Flatir Húsatóftavallar eru í ótrúlega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að komið sé fram í lok nóvember. Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við mótahaldi klúbbsins á síðustu vikum og svörum því kallinu og höldum áfram. Fyrsta aðventumót Golfklúbbs Grindavíkur fer fram 29. nóvember á Húsatóftavelli. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og einnig fyrir besta skor í höggleik*. Nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Þátttökugjald 3.500 kr.- og verður kaffi í boði hússins í skála. Bjór og súpa á sérstöku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2014 | 08:00

GV: Haustmót 1 fór fram í Eyjum

Laugardaginn 22. nóvember s.l. fór fram haustmót 1 hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Þátttakendur voru 21 og spilaðar 12 holur. Eftirfarandi tóku þátt: Aðalsteinn Ingvarsson GV 4.0;  Ágúst Ómar Einarsson GV 13.7 Arnsteinn Ingi Jóhannesson GV 8.0; Bjarki Ómarsson GR 4.7; Böðvar Vignir Bergþórsson GV 8.1; Brynjar Smári Unnarsson GV 5.2; Grétar Jónatansson GV 11.0; Guðjón Gunnsteinsson GV 14.0;  Helgi Sigurðsson GV 6.9;  Hlynur Stefánsson GV 8.9;  Katrín Magnúsdóttir GV 22.8; Kristófer Helgi Helgason GV 21.7; Lárus Garðar Long GV 7.5; Magnús Þórarinsson GV 7.2; Ragnar Ragnarsson GV 28.9 (24.0);  Ríkharður Hrafnkelsson GV 8.7; Sigurður Þór Sveinsson GV 11.3; Sigurgeir Jónsson GV 22.3; Sigurjón Birgisson GV 23.2;  Stefán Sævar Guðjónsson GV 12.9;  Yngvi Geir Skarphéðinsson GV 15.6 Mótið  hófust kl. 13:00, sem var hið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Brooks Koepka nýliði ársins 2014

Sir Henry Cotton nýliðaverðalaun Evrópumótaraðarinnar voru fyrst veitt árið 1960 og höfðu þar til á síðasta ári aldrei verið veitt Bandaríkjamanni þ.e. allt þar til Peter Uihlein tók þau í fyrra. Og nú er annar Bandaríkjamaður orðinn nýliði ársins í Evrópu: Brooks Koepka. „Það væri frábært ef hann (Uihlein) afhenti mér verðlaunin (fyrir að vera nýliði ársins)“ sagði Koepka eftir glæstan sigur á Turkish Airlines Open, næstsíðasta mót í Race to Dubai. „Þetta er ótrúlegt.  Hann (Uihlein) kom hingað 5-6 mánuðum á undan mér. Markmiðið hjá mér var alltaf að koma hérna megin Atlantsála og gera það mesta úr veru minni hér.“ Og það hefir hinn 24 ára nýliði Evrópumótaraðarinnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2014 | 04:00

Suzy Whaley fyrsta konan í stjórn PGA of America

Suzy Whaley er fyrsta konan til að taka sæti í stjórn PGA of America. Hún tók þátt í PGA móti 2003 og var s.l. helgi kjörin ritari í stjórn PGA of America. Ef allt fer skv. hefð verður Whaley fyrsti kvenforseti PGA of America að 4 árum liðnum, en venjan er að ritari verði varaforseti að liðnum 2 árum og síðan forseti að liðnum öðrum 2 árum. Suzy Whaley var atvinnumaður í golfi og hefir rekið eigin golfskóla í Conneticut undanfarin 12 ár. „Það er frábært að hafa konu í forystuhlutverki á landsvísu vegna þess að ég tel að það opni dyrnar fyrir konur í aðrar stjórnunarstöður,“ sagði nýr forseti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nolan Jay Henke – 25. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Nolan Jay Henke.  Henke er fæddur 25. nóvember 1964 í Battle Creek, Michigan og á því 50 ára stórafmæli í dag. Á háskólaárum sínum spilaði Henke með golfliði FSU (þ.e. Florida State University) í Tallahassee, Flórída. Hann var m.a.  All-American  3 ár í röð: 1985 – 1987. Henke gerðist atvinnumaður í golfi 1987 og komst strax á PGA Tour 1988. Hátindur ferils Henke var snemma á 10. áratugnum, en þá sigraði hann í 3 mótum á PGA Tour; þ.e. 1990 í B.C. Open; árið 1991,í the Phoenix Open, Hann varð í 5. sæti á peningalistanum og var auk þess með 6 aðra topp-10 árangra.  Þriðji sigurinn kom árið 1993 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 18:00

Donald, Poulter, Rose og Westwood gestgjafar á nýju móti – British Masters

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, er gestgjafi í Opna írska sem fram fer á næsta ári; Tiger Woods snýr aftur til keppnisgolfs í næstu viku…. í eigið mót, þar sem hann er gestgjafi.  Paul Lawrie er að byrja með sitt eigið mót, þar sem hann er gestgjafi þ.e. Saltire Energy Match Play tournament í heimabæ sínum Aberdeen, Skotlandi í júlí á næsta ári. Daninn Thomas Bjorn er maðurinn bakvið sitt eigið mót heima í Danmörku og nú munu helstu kylfingar Englands einnig gegna hlutverki gestgjafa í móti. Þau gleðitíðindi bárust að í október á næsta ári muni British Masters verða haldið í fyrsta sinn frá árinu 2008 og munu þeir Ian Poulter, Luke Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 17:00

GK: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir býður sig fram í stjórn GK

Kæru Keilisfélagar, Ég heiti Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og býð mig fram sem fulltrúa í stjórn Keilis. Ég tel að Klúbburinn hafi verið að gera mjög góða hluti á undanförnum árum og það eru spennandi tímar framundan, ekki síst með breytingum á vellinum og hlakka til að taka þátt þeim. Ég tel mig hafa margt fram að færa, ég spila mikið og víða og endurspegla líklega vel hinn almenna kylfing. Ég byrjaði að dunda mér á Sveinskotsvelli árið 2010 og gekk svo formlega í klúbbinn 2011. Ég kolféll nánast samstundis fyrir golfinu og hef nýtt árgjöldin afskaplega vel frá byrjun. Ég fékk frábærar móttökur sem byrjandi í gegnum kvennastarf klúbbsins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 16:00

Af hverju tilraun Tiger Woods með nýjan sveifluþjálfara gæti verið skelfileg

Kyle Porter, golffréttaritari CBS Sports skrifaði eftirfarandi grein, sem ber heitið: „Why Tiger Woods’ experiment with a new coach might be a disaster.“ Hér fer greinin í lauslegri þýðingu: „Það er ekkert leyndarmál að Tiger Woods er eins mikill nörd og þeir gerast í atvinnugolfi þegar kemur að því að kryfja sveifluna. Partur af mér elskar þetta – mér líkar að læra um hluti af fólki sem er klárari en ég – en hluti af mér deyr svolítið innra með mér í hvert skipti sem Tiger brýtur sjálfan sig niður til þess að sigra á mótum. Eins og sagði í Business Insider SMELLIÐ HÉR: á þetta að öllum líkindum aðeins eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Lasse Jensen (4/27)

Lasse Jensen var annar af tveimur Dönum sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2013 í gegnum lokaúrtökumót European Tour, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, 24.-29. nóvember 2012.  Reyndar sluppu dönsku kylfingarnir báðir rétt inn, en Lasse varð í neðsta sæti því 24. á lokaúrtökumótinu og hinn, Morten Örum Madsen, varð í 16. sæti. Nú í ár, á lokaúrtökumótinu sem lauk 20. nóvember 2014 í Girona, á Spáni rétt slapp Jensen aftur inn, varð í 24. sætinu og var að þessu sinni eini Daninn sem komst á Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Lasse er fæddur í Hilleröd, Danmörku 6. september 1984 og er því nýorðinn 30 ára. Lesa meira