GB: Stjórn kjörin á aðalfundi – Klúbburinn skuldsettur – framhaldsfundur boðaður
Aðalfundur GB var haldinn að Hótel Hamri 27. nóvember. Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn: Ingvi Árnason formaður Björgvin Óskar Bjarnason varaformaður Guðmundur Finnsson ritari Margrét K Guðnadóttir gjaldkeri Guðmundur Daníelsson meðstjórnandi Varastjórn GB: Guðmundur Eríksson vararitari Jón J Haraldsson varagjalkeri Hans Egilsson varameðstj. Ekki var hægt að ljúka fundinum vegnar óljósrar fjárhagsstöðu GB og þess vegna boðað til framhaldsaðalfundar þegar málin skýrðust. Í ræðu formanns GB Ingva Jens Árnasonar kom eftirfarandi fram: „Allt frá árinu 2008 hefur klúbburinn verið að leita leiða til að lækka skuldir, skuldir sem stofnað ver til vegna stækkunar vallarins í 18 holur. Fjármagskotnaður var að óhóflegur, sérstaklega á árunum 2007-2010. Viðræður hafa verið í gangi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 31 árs; Hlyns Heiðars, 31 árs; Söndru Rós, 18 ára og Sigrúnar Ásu 14 Lesa meira
GOS: Alexandra Eir kylfingur ársins 2014
Alexandra Eir Grétarsdóttir var á Aðalfundi GOS valin kylfingur ársins. Alexandra er frábær íþróttamaður sem er búin að ná frábærum árangri og miklum framförum á þessu ári enda gríðarlega duglega við æfingar. Þess ber að geta að Alexandra er fyrst kvenna í GOS til að vera valin kylfingur ársins!! Alexandra fékk einnig Háttvísibikar GSÍ! Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Allir þessir kylfingar hafa verið duglegir að mæta á æfingar og náðu miklum framförum í sumar. Eftirfarandi fengu viðkenningu: Heiðrún Anna Hlynsdóttir Þóranna Ýr Guðgeirsdóttir Petra Grétarsdóttir Sverrir Óli Bergsson Heiðar Snær Bjarnason Aron Emil Gunnarsson var valinn efnilegasti unglingurinn þetta árið en Aron er mjög efnilegur eins og Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Andrea Pavan (5/27)
Sá sem varð í 23. sæti á lokaúrtökumótinu í Girona, Spáni 20. nóvember s.l. er Ítalinn Andrea Pavan. Andrea Pavan fæddist 27. apríl 1989 í Róm, Ítalíu og er því 25 ára. Pavan varð 16 ára, ítalskur meistari áhugamanna í höggleik 2005 og í framhaldi af því ákvað hann að taka þátt í bandaríska háskólagolfinu. Hann var í 4 ár við nám í Texas A&M og spilaði með háskólaliðinu, þ.á.m. vann hann einstaklingshluta móts árið 2010 og var hluti liðs sem sigraði árið 2009 NCAA Men’s Golf Championship. Hann átti farsælan áhugamannaferil; vann fjölda móta á Ítalíu og varð m.a. í 2. sæti í hinu virta European Amateur. Atvinnumennskan Pavan gerðist atvinnumaður árið Lesa meira
Spieth ævareiður eftir að dómari hreyfði bolta hans
Jordan Spieth, sem varð í 2. sæti á Masters risamótinu nú í vor og var í 1. sæti eftir 1. dag Australian Opne var ævareiður eftir að klunnalegur dómari steig ofan á bolta Spieth, sem kostaði hann högg á 2. hring Australian Open. Spieth náði sér eftir óhappið á par-3 4. holunni á Australian Open, þ.e. 13. holu sinni þann dag og lauk keppni með 2 fuglum og er nú samtals á 3 undir pari (67 72), en hringinn í dag lék Spieth á 1 yfir pari. Það sauð enn á Spieth þar sem dómarinn kostaði hann högg. Þetta óhapp dómarans átti sér stað eftir að högg Spieth með löngu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Þráinn er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ólöfu Ástu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Þráinn Bj Farestveit (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (50 ára merkisafmæli); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (49 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (30 ára); Stephanie Kono, 27. nóvember 1989 (25 ára) …… og …… Ferðafélag Siglufjarðar (87 ára) Ragnheidur Arngrímsdóttir Helgi Steinar Johannsson Helmut Müller (41 árs) Lesa meira
Jordan Spieth efstur e. 1. dag Australian Open
Það er bandaríska golfstirnið Jordan Spieth, sem er efstur eftir 1. dag Australian Open, á 4 undir pari, 67 höggum. Það með skaut hann nr. 1 og nr. 3 á heimslistanum ref fyrir rass en hvorugur þeirra er í efstu 3 sætunum. Spieth fékk 4 glæsifugla á seinni 9 sem komu honum í forystu. Í 2. sæti eftir 1. dag voru heimamennirnir Aaron Price og Scott Gardiner, báðir á 3 undir pari, 68 höggum. Jafn öðrum í 4. sæti var síðan Rory McIlroy, sem bar við flugþreytu eftir fremur slakan hring sinn og Adam Scott, sem á titil að verja í þessu móti er 7 höggum á eftir Spieth í Lesa meira
Ian Poulter myndi gjarnan vera fyrirliði Evrópu í Rydernum
Ian Poulter hefir látið uppi að hann myndi „elska“ að vera fyrirliði Evrópu í Rydernum einhvern tímann í framtíðinni. Poulter hefir sjálfur spilaði í 5 Ryder Cup mótum og vann 4 Ryder mótið sitt í Gleneagles s.l. september. Hann sagði: „Vonandi, hef ég önnur 10 ár í mér áður en ég verð spurður að þessu aftur. Ef ég myndi vera beðinn að vera fyrir liði þá já, ég myndi elska að vera fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu.“ Af hálfu Evrópu er stutt í að tilkynnt verði hver verði fyrirliði liðsins í Hazeltine 2016 og Darren Clarke er meðal þeirra sem líklegastir þykja að fá stöðuna. Poulter sagði m.a. um það: Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Chris Wood ——— 26. nóvember 2014
Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood fæddist 6. nóvember 1987 í Bristol á Englandi og er því 27 ára í dag. Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður í golfi um tvítugt, árið 2008. Hann spilar sem Lesa meira
GB: Aðalfundur á morgun kl. 20:00 á Hótel Hamri
Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness verður haldin fimmtudaginn 27. nóvember nk. kl. 20:00, á Hótel Hamri. Dagskrá: Skýrsla stjórnar og nefnda. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. Tillögur um breytingu laga og reglugerða skv. 10. grein Tillögur stjórnar um fjárhagsáætlun næsta starfstímabils og tillaga um félagsgjöld borin undir atkvæði. Kosning stjórnar, varamanna í stjórn og nefnda skv. 8. grein. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega!










