Lindsey Vonn hefir aðeins sigrað Tiger 1 sinni í borðtennis
Líkt og allir vita hafa Tiger Woods (bakmeiðsli) og kærasta hans, skíðadrottningin Lindsey Vonn (hnémeiðsli) bæði verið frá keppnisgreinum sínum vegna meiðsla sem hvort um sig hefir glímt við. Í viðtali við CNN – Sjá með því að SMELLA HÉR _ sagði Vonn m.a. að þau tvö hefðu hvatt hvort annað á leið þeirra að bata. „Tiger og ég höfum bæði verið í endurhæfingu með meiðsl okkar á svipuðum tíma, þannig að við vorum bæði í ræktinni á sama tíma og píndum hver annað og hvöttum áfram, en bæði vorum við oft ansi pirruð,“ sagði Lindsey. „Ég held að við höfum hjálpað hvort öðru mikið í gegnum þennan tíma og Lesa meira
GG: Guðmundur Ingvi Einarsson og Jón Þórisson sigruðu á Aðventumóti nr. 1
Í gær, 29. nóvember 2014, fór fram Aðventumót GG á Húsatóftavelli. Veðrið lék við keppendur og má segja að vind hafi ekki hreyft á Húsatóftavelli í gær. Þátttakendu,r sem luku keppni voru 47, þar 5 kvenkylfingar. Guðmundur Ingvi Einarsson GKB lék völlinn á 73 höggum og vann því höggleikinn. Í efstu 3 sætum í punktakeppninni urðu: 1.sæti Jón Þórisson GG á 36 punktum 2.sæti Eðvard Júlíusson GG á 35 punktum 3.sæti Steinþór Þorvaldsson GG á 34 punktum. Nándaverðlaun voru á brautum 7 og 18 . Gerða Hammer GG var einn metra frá sjöundu holunni og Jónas Hjartarson NK var 87 cm. frá þeirri átjándu. Mótanefnd GG vill þakka öllum sem Lesa meira
Martin Kaymer byrjaður að deita Kirsty Gallacher
Martin Kaymer er byrjaður að deita fréttamann Sky Sports, Kirsty Gallacher. Heimildarmaður The Sun sagði í dag að Gallacher hefði varið tíma með þýska kylfingnum eftir að hafa hætt með fyrrum rugby leikmanninum Paul Sampson. Kaymer hefir boðið Kirsty Gallacher, sem hætti með Sampson í ágúst s.l. á tvö deit, eftir að spilafélagi Kaymer í Rydernum og frændi Kirsty, Stephen Gallacher kynnti þau, meðan á Ryder bikars keppninnni stóð. Sagt er að Kaymer, sem oft er nefndur „ískarlinn“ (ens. Ice Man) og Kirsty hafi strax komið vel saman, en þau eru enn ekki opinberlega par. Heimildarmaður The Sun sagði: „Kirsty hefir virkilega átt erfitt ár eftir að hjúskapur hennar fór Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2014
Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og á því 41 árs afmæli í dag. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp aftur, varð Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?
Jordan Spieth (nr. 14 á heimslistanum) sigraði í dag, 30. nóvember 2014 á Australian Open og skaut þar með kylfingum nr. 1 og nr. 3 á heimslistanum (Rory McIlroy og Adam Scott) aftur fyrir sig, þökk sé stórglæsilegum lokahring upp á 63 högg. Spieth vakti áður athygli á sér þegar hann varð nr. 2 á Masters risamótinu 2014 og átti tækifæri að verða yngsti sigurvegari Masters frá upphafi. Eins vakti það athygli þegar Fred Couples valdi hinn þá nýorðna tvítuga Spieth í Forsetabikarslið sitt 4. september 2013. Bandaríkjamenn léku á heimavelli þ.e. á Nicklaus vellinum, Muirfieldvelli í Dublin, Ohio. Lið Bandaríkjanna með Spieth innanborðs sigraði. Margir þekkja lítið til hins 21 ára Spieth, Lesa meira
Spieth sigraði á Australian Open
Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á Australian Open. Nr. 14 á heimslistanum (Spieth) lék samtals á 13 undir pari, 271 höggi (67 72 69 63) Það var einkum stórglæsilegur lokahringur Spieth upp á 63 högg sem innsiglaði sigurinn, en á hringnum fékk Spieth 8 fugla og skilaði hreinu skollalausu skorkorti! Ástralinn Rod Pampling varð í 2. sæti 6 höggum á eftir Spieth. Nr. 3 á heimslistanum, Adam Scott varð í 5. sæti og nr. 1 Rory McIlroy náði sér aldrei á strik í mótinu, lauk keppni T-15 á samtals 2 yfir pari. Til þess að sjá lokastöðun á Australian Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Aron Snær Júlíusson og K. Snæfells Kjartansson ———- 29. nóvember 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru K. Snæfells Kjartansson og Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og er því 18 ára í dag. Aron Snær er m.a. stigameistari GSÍ 2013 í piltaflokki. Eins tók hann þátt í Duke of York mótinu og sigraði m.a. í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, árið 2012. Sjá má viðtal Golf 1 við Aron Snæ með því að SMELLA HÉR: K. Snæfells Kjartansson er fæddur 29. nóvember 1954 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu hans hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn K Snæfells Kjartansson (60 ára stórafmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Santiago Lesa meira
Lydia Ko – Sá á kvölina sem á völina
Lydia Ko, nýliði ársins á LPGA og íþróttamaður ársins í Nýja Sjálandi stendur frammi fyrir erfiðu vali. Hún verður að velja um hvort hún spilar á móti sem ástralska LPGA og Evróputúrinn standa saman að í heimalandi henni þ.e. New Zealand Women’s Open í Christchurch í febrúar eða í móti LPGA í Thaílandi sem fram fer á sama tíma. Ákvörðunin er tekin af þeim sem á endanum hefir úrslitavaldið Ko eða umboðsskrifstofa hennar, IMG. Ef það færi eftir Ko yrði Christchurch fyrir valinu umfram Chonburi, í Thaílandi. IMG er hins vegar með allskyns samninga í Thaílandi og vill auðvitað að súperstjarna þeirri spili þar. Eftir að hafa sigrað á LPGA, í Lesa meira
Spieth T-1 á Australian Open e. 3. dag – Scott T-4 og Rory T-14
Jordan Spieth er í forystu á Australian Open ásamt heimamönnunum Greg Chalmers og Brett Rumford fyrir lokahring Australian Open. Allir eru þremenningarnir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 208 höggum: Spieth (67 72 69); Rumford (70 69 69) og Chalmers (71 66 71). Fjórða sætinu deila þeir Adam Scott og Rod Pampling aðeins 1 höggi á eftir. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, gekk ekkert sérstaklega en hann er sem stendur í 14.-23. sæti mótsins. Ansi fjölmennt er samt á toppnum og stefnir því í jafnan og spennandi lokahring á morgun þar sem a.m.k. 5 efstu eiga allir góða möguleika á sigri. Til þess að sjá heildarstöðuna á Lesa meira
GK: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir býður sig fram í stjórn GK
Kæru Keilisfélagar, Ég heiti Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og býð mig fram sem fulltrúa í stjórn Keilis. Ég tel að Klúbburinn hafi verið að gera mjög góða hluti á undanförnum árum og það eru spennandi tímar framundan, ekki síst með breytingum á vellinum og hlakka til að taka þátt þeim. Ég tel mig hafa margt fram að færa, ég spila mikið og víða og endurspegla líklega vel hinn almenna kylfing. Ég byrjaði að dunda mér á Sveinskotsvelli árið 2010 og gekk svo formlega í klúbbinn 2011. Ég kolféll nánast samstundis fyrir golfinu og hef nýtt árgjöldin afskaplega vel frá byrjun. Ég fékk frábærar móttökur sem byrjandi í gegnum kvennastarf klúbbsins og gekk svo Lesa meira










