Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 12:00

GL: Aðalfundur í Golfskálanum í kvöld kl. 19:30

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis er boðaður þriðjudaginn 2.desember 2014 kl. 19:30 í golfskála félagsins. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 8.gr. laga Golfklúbbsins Leynis.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 11:30

GR: Aðalfundur fer fram í Golfskálanum Grafarholti fimmtud. 4. des kl. 20:00

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 4. desember  2014 kl. 20:00.  Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti. Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1.    Skýrsla formanns. 2.    Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3.    Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn  upp til samþykktar. 4.    Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5.    Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6.    Ákveðið árgjald og önnur gjöld  fyrir næsta starfsár. 7.    Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8.    Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9.    Önnur málefni ef einhver eru.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 11:00

GKB: Aðalfundur fer fram í Golfskálanum Kiðjabergi laugard. 13. des kl. 13:00

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður  haldinn í Golfskálanum Kiðjabergi laugardaginn 13. desember 2014. hefst fundurinn kl 13:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf:  Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál: 1.    Fundarstjóri og fundarritari kosnir. 2.    Fundargerð síðasta Aðalfundar lesin upp. 3.    Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 4.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 5.    Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga klúbbsins. 6.    Lagabreytingar kynntar og teknar til afgreiðslu. 7.    Tilaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram. 8.    Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna samk. lögum klúbbsins. 9.    Önnur mál. Að loknum fundi verður boðið uppá kaffi og kökur í boði Bakarameistarans. Kynningu á jólabjór frá Ölgerð Egils og létt spjall um allt það sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ———– 1. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 75 ára merkisafmæli í dag. Lee Trevino Hann er oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 89 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 31 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 15:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Chris Paisley (6/27)

Það voru 27 „nýir“ strákar sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir lokaúrtökumótið í Girona, 20. nóvember s.l. Sá sem varð í 22. sæti var enski kylfingurinn Chris Paisley. Chris Paisley fæddist 28. mars 1986 í Stocksfield, Englandi og er því 28 ára. Paisley var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði í 4 ár með skólaliði University of Tennessee og sigraði 2 mót. Hann spilaði í St Andrews Trophy liðinu, árið 2008, Palmer Cup liðinu árið 2009 og erins í  the Walker Cup liðinu árið 2009. Paisley gerðist atvinnumaður árið 2009. Í ársbyrjun 2011 var Paisley farinn að spila á Áskorendamótaröð Evrópu Paisley sigraði árið 2012 í English Challenge. Hann hefir líka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 11:00

Dubuisson dregur sig úr Nedbank Golf Challenge

Franski kylfingurinn Victor Dubuisson hefir dregið sig úr Nedbank Golf Challenge (skammst. NGC) sem fram fer í Suður-Afríku. Ástæðan: bakmeiðsli. Sá sem tekur sæti Dubuisson er bandaríski kylfingurinn Brendon Todd, 29 ára,  sem er sem stendur nr. 42 á heimslistanum. Aðrir Bandaríkjamenn sem keppa á Gary Player Country Club þar sem mótið fer fram eru Kevin Na og nýliði ársins á Evrópumótaröðinni, Brooks Koepka. Alastair Roper framkvæmdastjóri NGC sagðist vonsvikinn að Dubuisson tæki ekki þátt, en sagðist skilja ástæður hans fyrir því og óskaði honum skjóts bata.  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 10:45

Rory hrósar Spieth

Tölfræðin talar sínu máli og enginn þarf að velkjast í vafa um að sigur Jordan Spieth í gær, 30. nóvember 2014, á Australian Open, var afar glæsilegur. Bara skorið á lokahringnum 63 glæsihögg og það í afar vindasömum aðstæðum í Australian Golf Club. Nathan Holman var á næstbesta skorinu og samt átti Spieth 4 högg á hann.  Spieth var líka einn af aðeins 8 kylfingum sem tókst að ljúka mótinu á samtals skori undir pari og sá eini sem var með tveggja stafa tölu 13 undir pari. Spieth átti 6 högg á þann sem næstur kom – og hann spilaði mótið á 9 höggum betur en nr. 3 á heimslistanum Adam Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 10:30

GS: Gunnar Páll Þórisson (75) og Steinþór Óli Hilmarsson (40 pkt.) sigruðu á Aðventumóti GS

Aðventumótaröð GS hélt áfram laugardaginn 29. nóvember s.l. Þátttakendur voru um 70 og 58 skiluðu inn skorkorti allt karlkylfingar. Verðlaun voru veitt fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppni. Sigurvegarinn í punktakeppninni varð Steinþór Óli Hilmarsson, GKG en hann var með 40 punkta og á besta skori (75 höggum) varð Gunnar Páll Þórisson, GKG. GKG-ingar voru því sigursælir að þessu sinni í Leirunni! Heildarúrslit í höggleikshluta Aðventumóts GS 29. nóvember 2014: 1 Gunnar Páll Þórisson GKG 4 F 40 35 75 3 75 75 3 2 Óttar Helgi Einarsson GKG 2 F 38 38 76 4 76 76 4 3 Hugo Sváfnir Hreiðarsson GK 1 F 42 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 10:25

GKJ & GOB: Er Golfklúbbur Mosfellsbæjar að verða að veruleika?

Stjórn GOB hefir boðað til almenns félagsfundar þar sem lagt verður til að klúbburinn verði sameinaður Golfklúbbnum Kjöl undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar ásamt fleiri málum er getið er í dagskrá fundar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. desember næstkomandi kl. 20.00 í sal Tannlæknafélagsins, Síðumúla 35, 3. hæð. Atkvæðarétt og rétt til setu fundar hafa félagsmenn Golfklúbbs Bakkakots sem náð hafa 16 ára aldri. Félagsmenn skulu hafa skilríki meðferðis og framvísa vegna kosningar þegar þess er óskað. Dagskrá félagsfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Tekið fyrir erindi stjórnar um frágang lánauppgjörs við Byggðarenda ehf.. * 3. Kosning kjörnefndar vegna kosningar um lið 4.. ** 4. Tillaga frá stjórn GOB um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 10:00

GKJ: Jónas Heiðar Baldursson (77) og Vilhjálmur Hafsteinsson (44 pkt) sigruðu á 9. Vetrarmótinu

Níunda mótið á Vetrarmótaröð GKJ  fór fram  laugardaginn 29. nóvember,  enn og aftur við fínar aðstæður þar sem leikið var inn á góðar sumarflatir.  Veðrið var frábært  8° hiti og logn enda nutu þátttakendur þess að leika golf eins og á besta vordegi.  Þess má geta að þátttakendur voru 83 en 70 skiluðu inn skori. Helstu úrslit urðu þessi: 1. Jónas Heiðar Baldursson, 77 högg 2.-3. Hilmar Harðarson,  78 högg 2.-3. Bjarnþór Erlendsson 78 högg Punktakeppni m/forgjöf: 1. Vilhjálmur Hafsteinsson, 44  punkta 2. Ólafur Jón Árnason 42 punkta 3. Emil Karlsson, 41 punkt Næsta vetrarmót er áætlað næsta laugardag ef veður leyfir. Heildarúrslit í höggleikshlutanum:  1 Jónas Heiðar Baldursson GKJ 3 Lesa meira