Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 17:00

Myndskeið af Tiger á æfingasvæðinu með Como

Tiger Woods uppástendur að sér „líði frábærlega“ nú þegar hann er að snúa aftur til keppnisgolfs á morgun eftir 4 mánaða frí, sem hann hefir verið í vegna bakuppskurðar.  Nú þegar 39 ára afmælisdagurinn nálgast síðar í mánuðnum stendur hinn 14 faldi risamótsmeistari fyrir alvaralegum spurningum um framtíð hans í golfíþróttinni. Hann hefir komið sér gegnum ár, sem verið hefir fullt af bakmeiðslum auk heils lista af öðrum meiðslum sem rekja má allt aftur til þess tíma þegar hann vann síðasta risamót sinn þ.e. Opna bandaríska árið 2008, með fótbrot. Tiger hefir fylgst me því að Rory McIlroy hefir tekið sæti hans sem skærasta stjarna golfsins á þessu ári, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Ársælsson og Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2014

Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er annar afmæliskylfinga dagsins.  Haukur Örn er fæddur 3. desember 1978 og því 36 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða.  Hann tók m.a. þátt í Íslandsmótinu í höggleik s.l. sumar og er það í fyrsta sinn sem forseti GSÍ tekur þátt á mótaröð þeirra bestu.  Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu forsetans til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Haukur Örn Birgisson  (36 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Pelle Edberg (7/27)

Það voru 27 „nýir“ strákar sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir lokaúrtökumótið í Girona, 20. nóvember s.l. Sá sem varð í 21. sæti var sænski kylfingurinn Pelle Edberg. Per Oscar „Pelle“ Edberg fæddis 13. apríl 1979 í Jonköping, í Svíþjóð og er því 35 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið  1997 og eftir  nokkrar misheppnaðar tilraunir á Q-school Evrópumótaraðarinnar vann hann sér inn kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2004, eftir að hafa spilað mestallt árið á Áskorendamótaröðinni. Pelle hefir sigrað 4 sinnum á Nordic Golf League, tvívegis 2003, og einu sinni árin 2004 og 2006. Edberg náði ekki að halda korti sínu á Evrópumótaröðinni eftir nýliðaár sitt og eftir ár takmarkaðra spilaréttinda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 13:00

GK: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir býður sig fram í stjórn GK

Kæru Keilisfélagar, Ég heiti Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og býð mig fram sem fulltrúa í stjórn Keilis. Ég tel að Klúbburinn hafi verið að gera mjög góða hluti á undanförnum árum og það eru spennandi tímar framundan, ekki síst með breytingum á vellinum og hlakka til að taka þátt þeim. Ég tel mig hafa margt fram að færa, ég spila mikið og víða og endurspegla líklega vel hinn almenna kylfing. Ég byrjaði að dunda mér á Sveinskotsvelli árið 2010 og gekk svo formlega í klúbbinn 2011. Ég kolféll nánast samstundis fyrir golfinu og hef nýtt árgjöldin afskaplega vel frá byrjun. Ég fékk frábærar móttökur sem byrjandi í gegnum kvennastarf klúbbsins og gekk svo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 12:00

GS: Aðalfundur fer fram í Golfskálanum Leiru mánud. 8. des kl. 20:00 – Fyrir fundinum liggur lagabreytingartillaga – Sjá hér

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja verður haldinn í golfskálanum í Leiru mánudaginn 8.desember kl 20.00. Dagskrá aðalfundar 8. desember 2014: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. 4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga og síðan atkvæðagreiðsla um reikninga. 5. Lögð fram fjárhagsáætlun og tillaga um ársgjöld fyrir komandi starfsár 6. Lagabreytingar. 7. Stjórnarkosning a) Formaður b) Meðstjórnendur c) Skoðunarmenn 8. Önnur mál. Fyrir liggur lagabreyting á lögum GS. Lagabreytinginn verður borin upp í heild sinni á fundinum en með þessum pósti er afrit af gömlu og nýju lögum GS. Ekki er um neinar stórkostlegar breytingar á lögum GS en þó er tímabært Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 09:45

Afreks og framtíðarhópar GSÍ 2015

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem skipa munu afrekshóp og framtíðarhóp GSÍ á næsta ári. Nokkur áherslumunur verður varðandi hópana tveggja þá sérstaklega hvað varðar fjölda æfinga sem boðið verður upp á.  Eins og gengur og gerist þá falla einhverjir kylfingar úr hópnum milli ára, vegna árangurs og/eða viðmiða afreksstefnunnar. „Það er mikil viðurkenning að vera valinn í afreks eða framtíðarhóp GSÍ . Með því að samþykkja boð í afrekshóp/framtíðarhóp GSÍ þá samþykkir kylfingurinn þau viðmið sem við setjum varðandi fulla ástundun og einbeitingu, og metnað til að nálgast markmið afreksstefnunnar að komast í mótaröð þeirra bestu. Seinasta tímabil var að mörgu leiti mjög gott, margir kylfingar náðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 07:00

Tiger skrifaði undir ábatasaman styrktarsamning

Hero MotorCorp, sem er heimsins stærsti framleiðandi tvíhjóla farartækja, tilkynnti um alþjóðlegan styrktarsamning á þriðjudaginn við Tiger Woods. Þetta indverska mótorhjóla og skellinöðrufyrirtæki er lítið þekkt í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefir í hyggju að nota Tiger til þess víkka út markaðssvæði utan Indlands, þar sem 98% af sölu þess fer fram. Hero fréttatilkynningin kemur 2 dötum áður en Tiger snýr aftur í keppnisgolfið eftir 4 mánaða frí. Tiger sem verður 39 ára seinna í mánuðnum mun tía upp á morgun í the Isleworth Golf & Country Club, í móti þar sem hann er árlega gestgjafi, en ágóðinn af mótinu rennur til  the Tiger Woods Foundation. Hero skrifaði undir í september að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson —- 2. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!! Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt  í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar á Íþróttahátíð UMSB í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 15:15

Tiger sást síðast haltra af golfvelli eins og 80 ára bakveikur karl …. en nú er hann kominn aftur

Einmitt þegar þið hélduð að það væri kominn tími á að líta yfir farinn veg á þessu síðasta golftímabili þá kemur hér ein frétt með fyrirsögn sem er ekki bara sérstök í sjálfu sér heldur hefir einnig áhrif fyrir komandi ár …. 2015. Í Isleworth, Flórída í þessari viku – já það er staðurinn þar sem hann bjó og lenti á árekstri fyrir 5 árum þegar líf hans breyttist óumbreytanlega – við erum að sjá nýjasta „comeback“ Tiger Woods. Þessi endurkoma Tiger er nokkuð sem fylgst verður náið með því það segir e.t.v. fyrir um hver keppnisgeta hans á æðsta stigi golfsins er í dag. Endurkomur Tiger á undanförnum árum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2014 | 12:30

Foley segir Tiger ekki nískan á þjórfé

Golf 1 birti s.s. margir golffréttamiðlar fréttir af skálduðu viðtali hins 85 ára golffréttaritara Dan Jenkins, við Tiger, sem Tiger Woods sárnaði mjög. Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR:  og með því að SMELLA HÉR:  Málið er að Tiger hefir aldrei veitt Jenkins viðtal við sig og þetta var eins og Jenkins væri að vekja athygli á þessu og fannst mörgum Tiger bregðast of viðkvæmnislega við. Eitt af því sem Tiger var hvað viðkvæmastur fyrir var að Jenkins  velti sér upp úr þeim þrautseiga orðróm að Tiger væri lélegur að veita þeim sem þjónusta hann þjórfé m.ö.o. tips. Nú hefir fyrrum sveifluþjálfari Tiger til 4 ára, Sean Foley snúist Lesa meira