Evrópu&Sólskinstúrinn: Marcel Siem með örn á 17. á 1. hring NGC – Myndskeið
Þjóðverjinn Marcel Siem átti stórglæsilegt högg á 17. braut á 1. hring Nedbank Golf Challenge, sem er fyrsta mótið á nýju keppnistímabili 2014-2015 á Evrópumótaröðinni. Sautjánda brautin er par-4 og Siem fékk örn á brautina. Í verðlaun fyrir glæsihögg sitt hlaut Siem Volvo V40 T5 bifreið, sem hann sagði að hring loknum ætla að gefa móður sinni. Til þess að sjá glæsiörn Siem SMELLIÐ HÉR:
PGA: Spieth efstur – Tiger neðstur e. 1. dag Hero World Challenge
Fylgst var í mikilli spennu hvernig Tiger Woods myndi spila eftir 4 mánaða fjarveru, þar sem hann var að jafna sig eftir bakuppskurð á Hero World Challenge góðgerðarmóti Tiger. Tiger olli mörgum aðdáanda sínum vonbrigðum en hann lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er langneðstur af þeim 18 sem þátt taka í þessu góðgerðarmóti hans. Á þessum fyrsta keppnishring sínum fékk Tiger aðeins 1 fugl, 4 fugla og 1 skramba og 5 yfir pari staðreynd!!! „Þetta var skrítið,“ sagði Tiger eftir hringinn. „Stutta spilið mitt var hræðilegt. Mér tókst ekkert.“ „Þetta var bara einn af þesusm dögum þar sem ekkert féll með mér,“ bætti Tiger síðan við. „Ég Lesa meira
Evrópu&Sólskinstúrinn: Ross Fisher efstur á Nedbank Golf Challenge e. 1. dag – Jiménez tók 1. högg nýs keppnistímabils 2014-2015
Það er Ross Fisher sem er efstur eftir 1. dag Nedbank Golf Challenge eftir 1. dag. Fisher lék 1. hring á 6 undir pari. Í 2. sæti eru Þjóðverjinn Marcel Siem, heimamaðurinn George Coetzee og Frakkinn Alexander Levy, allir 2 höggum á eftir Fisher þ.e. á 4 undir pari hver. Eftir hringinn sagði Fisher m.a.: „Mér fannst ég dræva virkilega vel í dag. Ég missti ekki margar brautir. Allir eru með sinn eiginn stíl á að spila þennan völl . Það er virkilega ekki hægt að vera of aggressívur, en það er minn stíll að vilja nota dræverinn mikið vegna þess að ég slæ langt og ansi beint.“ Miguel Lesa meira
NK: Með 3.2 milljóna rekstrarhagnað
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn laugardaginn 29. nóvember s.l. Rúmlega 70 félagar sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar sem og reikningar sem voru samþykktir samhljóða. Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 63,7 milljónir og rekstrargjöld um 55,8 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var rekstrarhagnaður tæplega 3,2 milljónir. Engar langtímaskuldir hvíla á klúbbnum og er eigið fé 66,6 milljónir. Allir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu og er stjórn klúbbsins því þannig skipuð: Ólafur Ingi Ólafsson formaður, Geirarður Geirarðsson, Arnar Friðriksson, Áslaug Einarsdóttir og Oddur Óli Jónasson. Varamenn í stjórn eru þær Guðrún Valdimarsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir
Afmæliskylfingar dagsins: Petrea Sigmunds og Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2014
Annnar afmæliskylfinga dagsins er Petrea Sigmundsdóttir. Petrea er fædd 4. desember 1989 og því 25 ára í dag. Petrea er trúlofuð Bjarna Þórarni Birgissyni. Komast má á facebook síðu Petreu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Petrea Sigmundsdottir (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir er hinn afmæliskylfingurinn. Hún er fædd 4. desember 1989 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir Lesa meira
Evróputúrinn: Henrik Stenson kylfingur nóvembermánaðar
Henrik Stenson hefir verið útnefndur kylfingur nóvembermánaðar á Evróputúrnum eftir glæstan sigur hans á DP World Tour Championship, í Dubaí. Stenson hlaut ágrafinn verðlaunadisk og risaflösku af Moët & Chandon kampavín fyrir útnefninguna, en honum tókst að verja titil sinn á þessu ábatasamasta móti Evrópumótaraðarinnar. Við þetta tækifæri sagði Stenson: „Það var frábært að enda keppnistímabilið á Evróputúrnum svona eftir að sigra aftur í Dubaí og nú með því að verða kylfingur mánaðarins. Þetta hlýtur að hafa verið mjög naumt milli mín og Brooks (Koepka – þ.e. nýliða Evrópumótaraðarinnar) eftir að hann sigraði svo glæsilega í Tyrklandi – en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa verið valinn.“ „Ég hef unnið Lesa meira
LET: Nocera efst e. 1. dag Hero Women´s Indian Open
Það er franski kylfingurinn Gwladys Nocera sem er efst eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open, sem fram fer í höfuðborg Indlands, Nýju-Delhi á Páfuglavellinum yndislega. Nocera lék 1. hring á 9 undir pari, 64 glæsihöggum!!! Öðru sætinu deila indversk stúlka Vaishavi Sinha og enski kylfingurinn Holly Clyburn, 3 höggum á eftir Nocera þ.e. á 6 undir pari, 67 höggum, hvor. Það er Hero fyrirtækið, sem nýlega skrifaði undir stóran styrktarsamning við Tiger Woods sem styrkir þetta mót Evrópumótaraðar kvenna, en Hero er einn stærsti framleiðandi mótorhjóla og skellinaðra í heiminum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR:
GK: Daði Janusson býður sig fram í stjórn Keilis
Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má lesa um framboð Daða Janussonar til stjórnar Keilis. Hér fer framboðsgrein Daða: „Kæru félagar Daði Janusson heiti ég og býð mig fram í stjórn Keilis. Ég fékk mitt fyrsta golfsett fyrir 10 árum síðan og fljótlega eftir það hóf ég að sækja golftíma hjá Keili. Ég er algerlega helbitinn golfari í dag og hef mikinn áhuga á íþróttinni og öllu sem henni tengist. Mig langar að virkja þennan áhuga enn frekar og starfa í þágu Keilis. Golfklúbburinn Keilir stendur á tímamótum. Tekist hefur að sigla í gegnum ólgusjó hrunsins og á stjórn klúbbins undanfarin ár mikið lof skilið fyrir þann árangur. Framundan eru spennandi tímar Lesa meira
GK: Aðalfundur fer fram þriðjud. 9. des kl. 19:30 – Lagabreytingartillaga – Sjá hér:
Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi auglýsingu: Þá er komið að árlegum aðalfundi Keilis. Enn hann fer fram þriðjudaginn 9. desember klukkan 19:30. Dagskráin er samkvæmt lögum félagsins, í ár liggur fyrir fundinum tillaga til lagabreytinga. Stjórn Keilis finnst það nauðsynlegt að aðlaga lög klúbbsins að þeim hætti sem unnið hefur verið eftir síðustu ár. Með því að smella á tillöguna geta félagsmenn skoðað um hvað hún snýst GK lagabreytingatillaga 19/11/2014 Annars er hér dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Lagabreytingar – stjórnarkjör (tillögur liggja frammi á skrifstofu viku fyrir fund) 5. Stjórnarkosning 6. Kosning endurskoðanda Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Myndskeið af dýrum á PGA Tour mótum
Dýr á golfvöllum hafa oft verið til umfjöllunar hér á Golf 1…. enda rekast kylfingar á margskonar dýr á golfvöllum út um allan heim við iðkun uppáhaldsíþróttarinnar. Hér fer skemmtilegt myndskeið af 10 frægum og ekki svo frægum tilvikum þar sem dýr hafa tafið mótshald á PGA Tour. Gaman að sjá t.a.m. þegar skjaldbakan pissar á kylfusveininn þegar hann ber skjaldbökuna af flöt, myndirnar af skjaldbökunni sem stingur sér til sunds til þess að fara af golfvelli eða þegar bíflugnasvarmur gerir árás og svo fræga 1998 mávauppákoman á 17. flöt TPC Sawgrass o.fl. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:










