Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 09:00

GKJ: Framhaldskosningafundur fer fram 11. des n.k.

Á kosningafundi GKJ sem haldinn var fimmtudaginn, 4. desember í sal Lágafellsskóla náðist ekki sá lágmarksfjöldi félagsmanna sem nauðsynlegur var til að taka fyrir tillögu stjórnar um sameiningu GK J  við Golfklúbb Bakkakots. Samkvæmt lögum félagsins ber að boða  til annars félags/kosningarfundar vegna málsins innan 3 vikna frá fyrri fundi og er hann ályktunarbær óháð fundarsókn. Verður tillagan borin upp á sérstökum kosningarfundi í kjölfar aðalfundar félagsins fimmtudaginn 11. desember næstkomandi kl. 20:00 í sal Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Aðalfundur GKJ var auglýstur í Fréttablaðinu í gær og telst því löglega boðaður. Atkvæðisrétt og rétt til setu á fundinum hafa allir skuldlausir félagsmenn Golfklúbbsins Kjalar sem náð hafa 16 ára aldri. Félagsmenn skulu hafa skilríki meðferðis og framvísa vegna kosningar. Dagskrá : 1.      Tillaga um samruna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 08:00

GKG: Aðalfundur í félagsheimili GKG fimmtud. 11. des n.k. kl. 20:00

Boðað er til aðalfundar GKG fimmtudaginn 11. desember. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili GKG og hefst kl. 20:00. Dagskráin er sem hér segir: 1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir. 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis. 4. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt. 5. Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu. 6. Kosning formanns til eins árs. 7. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs. 8. Kosnir tveggja endurskoðenda. 9. Önnur mál.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 07:15

Evrópu&Sólskinstúrinn: Jamie Donaldson hættir þátttöku í NGC vegna mígreni

Kylfingurinn  Jamie Donaldson,  frá Wales, varð að draga sig úr Nedbank Golf Challenge, sem fram fer í Gary Player CC, í Sun City, Suður-Afríku. Ástæðan: svæsið mígreni.  Hann lauk 1. hringnum,  á 2 yfir pari, 74 höggum, en fór síðan beint í sjúkratjaldið til þess að hljóta aðhlynningu og tók síðan ákvörðun í framhaldinu að hann gæti ekki haldið áfram keppni . Það eru aðeins 30 þátttakendur í þessu eina virtasta móti Suður-Afríku… og nú eru þeir aðeins 29. Donaldson skoraði sigurstigið í keppni Evrópu við Bandaríkin í Ryder bikars keppninni á Gleneagles s.l. haust, en hann vann andstæðing sinn, Keegan Bradley, 4&3. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 07:00

GO: Afkoman jákvæð um 500.000 kr. – Fjölskylduafsláttur samþykktur – Stjórnin endurkjörin

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram í golfskálanum á Urriðvelli síðastliðið þriðjudagskvöld 2. desember og mættu um 70 félagsmenn á fundinn. Ingi Þór Hermannsson fór yfir liðið starfsár og lagðar voru fram áherslur í starfi okkar til næstu tveggja ára en hægt er að kynna sér skýrslu stjórnar í ársskýrslu hér. ( ) Í skýrslunni er einnig að finna ársreikning síðasta árs en afkoma ársins var jákvæð um rúma hálfa miljón. Á fundinum var samþykkt hækkun á árgjöldum fullorðna og eldri borgara um 3500 kr. en barnagjöld haldast óbreytt en mesta breytingin á árgjöldum er að gjöld unglinga lækka. Fyrir fundinn var lögð tillaga um fjölskylduafslátt og var hún samþykkt samhljóða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 02:00

PGA: Spieth enn efstur í hálfleik – Tiger á 70

Þegar Hero World Challenge mótið er hálfnað er Jordan Spieth enn efstur á samtals 11 undir pari og hefir hann 2 högga forystu á Henrik Stenson sem er í 2. sæti á samtals 9 undir pari. Hins vegar á Spieth enn eftir að spila lokaholuna, þá sem lék Tiger Woods grátt en hann fékk skramba á hana – þannig að staðan gæti enn breyst. Leik var frestað vegna myrkurs og lýkur Spieth því ekki við að spila holuna fyrr en seinna í dag. Tiger lék betur föstudaginn en daginn þar áður, 7 högga sveifla milli hringja hjá honum og kannski að karlinn sé að hrökkva í gang! Tiger lék sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 22:30

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Ægir Friðriksson – 5. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Ægir Friðriksson. Árni Ægir er fæddur 5. desember 1964 og á því 50 ára merkisafmæli  í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Árni Ægir Friðriksson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Helen Dettweiler, f. 5. desember 1914 – 13. nóvember 1990;  Beverly Hanson, 5. desember 1924 (90 ára merkisafmæli); Lanny Wadkins, 5. desember 1949 (65 ára);  Anthony Irvin „Tony“ Sills, 5. desember 1955 (59 ára);  Chang-Ting Yeh (Taíwan), 5. desember 1968 (46 ára);  Andrea Maestroni (Ítali), 5. desember 1976 (40 ára);  Gloriana Soto (Costa Rica), 5. desember 1986 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 12:50

GR: Ingvar Andri Magnússon hlýtur háttvísibikarinn

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Ingvar Andri Magnússon hlýtur viðurkenninguna í ár en Ingvar er margfaldur Íslandsmeistari í golfi í unglingaflokkum og hefur unnið sér inn sæti í unglingalandsliði karla með árangri sínum. Ingvar uppfyllir allar þær væntingar sem gerðar eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 12:46

GR: Björn Víglundsson nýr formaður Golfklúbbs Reykjavíkur

Björn Víglundsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 4.desember. Björn var fyrst kosinn í stjórn GR árið 2005 og í framhaldinu varafomaður árið 2008 og hefur því starfað fyrir klúbbinn í um 9 ár. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna með það traust sem honum var sýnt með kjöri. Mjög góð mæting var á aðalfund félagsins í ár og mætu á þriðja hundruð félagar sem eru góðar fréttir fyrir okkar félag. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins: Formaður: Björn Víglundsson, Aðalstjórn: Anna Björk Birgisdóttir, Ragnar Baldursson og Ólafur William Hand Varastjórn: Elín Sveinsdóttir, Margeir Vilhjálmsson og Jón B. Stefánsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 12:00

GL: Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir kjörnar í stjórn Leynis – 5 milljón króna rekstrarhagnaður

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis var haldinn í golfskála klúbbsins þriðjudaginn 2. desember síðastliðinn. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar, framkvæmdastjóri fór yfir starf klúbbsins, gjaldkeri fór yfir reikninga klúbbsins og framkvæmdastjóri kynnti rekstraráætlun ársins 2015. Rekstur GL gekk vel rekstrarárið 2014 og var velta GL 72.5 mkr. samanborið við tæpar 67 mkr. árið 2013 og jókst velta um 9% milli ára.   Rekstrargjöld voru rúmar 67 mkr. samanborið við rúmar 51 mkr. árið 2013.  Rekstrarhagnaður klúbbsins var rúmar 5 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Á fundinum kom fram að reksturinn hefði gengið vel þrátt fyrir mikið rigningasumar.  Vinnu lauk við Vélaskemmu á vormánuðum og klúbburinn hóf endurnýjun á vélakost en keypt var ný Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 10:00

Krókódíll drepur kylfing í S-Afríku

Jacques Van Sandt, 29 ára,  lét líf sitt í Kruger þjóðgarðinum í S-Afríku eftir að krókódíll réðist á hann  og beit hann til dauða.  Jacques og vinur hans voru við golfleik á Skukuza golfvellinum (Sjá kynningu Golf 1 á Skukuza með því að SMELLA HÉR:) Gerð var mikil leit að krókódílnum sem dró Jacques út í tjörn, Lake Panic, krókódíllinn fannst, var drepinn og slægður en engar leifar fundust af Jacques. Lík unga mannsins fannst síðar og var það heilt utan þess að bitför eftir krókódílinn voru á því. Jacques var sonur Schalk og Lorretha van der Sandt, en foreldrar Jacques hafa unnið í þjóðgarðinum í 22 ár þ.e. frá árinu Lesa meira