PGA: Jordan Spieth sigraði á World Golf Challenge
Það var hinn 21 ára Jordan Spieth sem sigraði á World Golf Challenge. Spieth hafði þó nokkra yfirburði en hann sigraði með 10 högga mun á næsta mann, en í 2. sæti varð Henrik Stenson. Spieth lék samtals á 26 undir pari, 262 höggum (66 67 63 66). Þriðja sætinu deildu Keegan Bradley og Patrick Reed á samtals 15 undir pari hvor. Tiger og Hunter Mahan deildu 17. og síðasta sæti mótsins, en báðir léku samtals á pari. Til þess að sjá lokastöðuna á World Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ——— 7. desember 2014
Það er Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann varð í 3. sæti á afmælisdaginn á Nedbank Golf Challenge, sem e.t.v. var ekki afmælisgjöfin sem hann óskaði sér. Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og er því 37 ára í dag. Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann varð bráðkvaddur fyrir ári síðan. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel Lesa meira
LET: Gwladys Nocera sigraði á Hero Women´s Indian Open
Það var franski kylfingurinn Gwladys Nocera sem sigraði á Hero Women´s Indian Open nú fyrr í dag. Sigur hennar var sannfærandi en hún lék á samtals 11 undir pari (64 72 72) í Delhi Golf Club, og átti 5 högg á næsta keppanda. Í 2. sæti urðu Fabienne In-Albon frá Sviss, Hyeon Seo Kang frá Thaílandi og Hannah Burke frá Englandi á samtals 6 undir pari ; In-Albon (71 73 69); Burke (71 71 71); Kang (72 72 69). Heimakonan Vaishavi Sinha, frá Indlandi varð síðan í 5. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR:
Evrópu&Sólskinstúrinn: Danny Willett sigraði á Nedbank Golf Challenge
Það var enski kylfingurinn Danny Willett, sem stóð uppi sem sigurvegari á Nedbank Golf Challenge, sem fram fór í Gary Player CC í Sun City, Suður-Afríku. Willett spilaði á samtals 18 undir pari (71 68 65 66). Willett átti 4 högg á þann, sem kom næstur þ.e. landa sinn Ross Fisher, sem lék á samtals 14 undir pari og 6 högg á fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald, sem lék á samtals 12 undir pari og varð í 3. sæti. Sem sagt Englendingar, sem röðuðu sér í efstu 3 sætin! Þjóðverjinn Marcel Siem varð í 4. sæti á samtals 9 undir pari og Thaílendingurinn Kiradech Amphibarnrat varð í 5. Lesa meira
Lindsey Vonn með fyrsta sigur sinn í 2 ár
Lindsey Vonn vann fyrsta sigur sinn í 2 ár á skíðum þ.e. í bruni í dag í Lake Louise í Alberta. Hún æpti upp yfir sig þegar hún brunaði í mark og lét frá sér fara stórt „YES“ þegar hún kom í mark. Loksins virðist hægra hnéð á henni vera komið í lag. Hún og kærasti hennar Tiger hafa hjálpað hvort öðru í endurhæfingu í meiðslum sínum. Minnisstætt er þegar Tiger sendi einkaflugvél sína eftir Lindsey eftir að hún féll í Schladmig í Austurríki. „Ég er bara að finna ritmann minn og sjálfsöryggi,“ sagði Lindsey eftir hringinn. „Ég er loksins aftur þar sem mér líður vel og ég reyni að Lesa meira
PGA: Spieth efstur fyrir lokahring Hero World Challenge – Bradley og Stenson í 2. sæti
Jordan Spieth er nú kominn með mikla forystu á þá tvo sem næstir koma á Hero World Challenge mótinu. Spieth er búinn að spila á samtals 20 undir pari (66 67 63) og hefir 7 högga forystu á þá Henrik Stenson og Keegan Bradley sem koma næstir á 13 undir pari. Tiger bætti sig enn í dag, lék á 3 undir pari, 69 höggum – en það dugar bara skammt á móti glæsispilamennsku Spieth sem lék á 9 undir pari, 63 höggum í dag og var nákvæmlega þrefalt betri!!! Tiger er enn í neðsta sæti mótsins. Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:
Nökkvi með albatross á PGA Sultan
Nökkvi Gunnarsson, NK, fékk glæsialbatross á PGA Sultan golfvellinum í Antalya, Tyrklandi. Auk þess lék Nökkvi seinni 9 (parið 37) á vellinum, á 30 höggum. Glæsilegt! Golf 1 óskar Nökkva til hamingju með glæsispilamennsku. Komast má á heimasíðu PGA Sultan með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Arna Garðarsdóttir, Ásgeir Eiríksson og Guðmundur Pétursson – 6. desember 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru 3. Það eru þau Guðmundur Pétursson, sem fæddur er 6. desember 1972 og á því 42 ára afmæli; Arna Garðarsdóttir, sem fædd er 6. desember 1962 og á því 52 ára afmæli og kylfingurinn góðkunni, Ásgeir Eiríksson, í GSG, sem fagnar 67 ára afmæli í dag, fæddur 6. desember 1947. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Pétursson (42 ára) Arna Gardarsdottir (52 ára) Ásgeir Eiríksson (67 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Danielle Elizabeth Downey, f. 6. desember 1980 – d. 30. janúar 2014; Beth Allen, 6. desember 1981 (33 ára); Frederico Colombo, 6. desember 1987 (27 ára) ….. Lesa meira
Evrópu&Sólskinstúrinn: Luke Donald efstur fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags
Luke Donald er efstur á Nedbank Golf Challenge (NGC) eftir 3. hring. Donald er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (71 63 69). Á hæla Luke er landi hans, Danny Willett aðeins 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 204 höggum (71 68 65). Í 3. sæti fyrir lokahringinn er Ross Fisher á samtals 10 undir pari og í 4. sæti er Marcel Siem á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Dýr á golfvöllum: Api á golfvellinum með Luke Donald – Myndskeið
Á 2. hring hljóp api inn á golfbrautina þar sem efsti maður mótsins var upptekinn af að keppa. Donald brá að vonum og má sjá atvikið í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR:










