Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Borja Virto Astudillo (9/27)
Spænski kylfingurinn Borja Virto varð i 19. sæti af þeim 27 sem hlutu fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2014-2015. á lokaúrtökumótinu í Girona, á Spáni, 20. nóvember s.l. Borja Virto er fæddur 4. febrúar 1991 á Pamplona á Spáni og er því 23 ára. Hann byrjaði sterkt þegar hann gerðist atvinnumaður 2013, varð í 4. sæti á peningalista Alps Tour og tryggði sér þannig síðasta sætið á Áskorendamótaröðinni áður en hann komst í gegnum 2. stigið á Q-school og vann sér þannig inn kortið sitt á Evrópumótaröðinni. Virto hefir átt glæsilegan feril sem áhugamaður og hefir verið í golflandsliði Spánverja frá 12 ára aldri alla leið upp til 18 ára aldurs þegar Lesa meira
LET: Georgia Hall fékk Benz fyrir ás
Enski kylfingurinn Georgia Hall vann Mercedes Benz bifreið fyrir að fara holu í höggi á Omega Dubai Ladies Masters. Höggið góða kom á 167-yarda par-3 15. braut Majilis vallarins í Emirates golfklúbbmum. Fyrir ásinn hlaut Hall glæsilegan Mercedes Benz C-200 og verður nú að fara í ökutíma og fá sér bílpróf, sem hún er ekki enn komin með! „Ég var ekkert að spila svo vel áður (en ég fékk ásinn). Ég sló samt nokkur virkilega góð og notaði 4-járnið af 167 yördum. Þetta var fullkomið högg. Ég gat í raun ekki séð það vegna þess að ég var með sólina í augunum en þetta var frábær tilfinning,“ sagði Hall, sem Lesa meira
Cheyenne Woods á Burj al Arab – Myndir
Cheyenne Woods tekur nú þátt í Omega Dubai Ladies Masters og er í góðum málum fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Woods er í 15. sæti sem hún deilir með 5 öðrum – er búin að leika á 5 undir pari, 211 höggum (70 69 72). Meðan á dvöl LPGA-kylfingsins Woods stóð í Dubaí voru gerðar flottar myndir af henni á toppi Burj al Arab. Sjá má myndirnar með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Benedikt Sveinsson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (74 ára); Philip Parkin, 12. desember 1961 (53 ára); Deane Pappas, 12. desember 1967 (47 ára); Ryuichi Oda, 12. desember 1976 (38 ára); Joanne Clingan, 12. desember 1978 (36 ára); Danah Bordner, 12. desember 1980 (34 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
Evróputúrinn: Branden Grace efstur í hálfleik á Alfred Dunhill
Branden Grace frá Suður-Afríku er efstur í hálfleik á Alfred Dunhill Championship, sem fram fer á golfvelli Leopard Creek í Melalane í Suður-Afríku. Grace er búinn að leika fyrstu 2 hringina á samtals 16 undir pari, 128 höggum (62 66). Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR:
GKG: Guðmundur Oddsson endurkjörinn formaður – Hagnaður GKG 11 milljónir
Aðalfundur GKG var haldinn fimmtudagskvöldið 11. desember 2014. Guðmundur Oddsson fór yfir helstu atburði 2014 en þeir voru 20 ára afmæli GKG Íslandsmótið í golfi 2014 Bygging íþróttamiðstöðvar Ekki er hafin bygging Íþróttamiðstöðvarinnar þó svo að allar áætlanir hafi gert ráð fyrir því. Ástæðan er sú að lengri tíma hefur tekið að ganga frá samningum við lóðareiganda og er nú áætlað að framkvæmdir hefjist strax í janúar mánuði. Samningar eru í höfn við bæði bæjarfélögin, öll fjármögnun tryggð, tilboð frá verktaka eru hagstæð og gert er ráð fyrir að samningar klárist við lóðareigenda um áramót. Hagnaður klúbbsins var 11 milljónir og er klúbburinn skuldlaus með öllu. Guðmundur Oddsson var endurkjörinn Lesa meira
Íslenska PGA golfkennarasveitin lenti í 19.-20. sæti í Tyrklandi
Íslenskir PGA golfkennarar hafa verið í keppni við aðra golfkennara í Tyrklandi á Evrópumóti PGA golfkennara, undanfarna daga en mótinu lauk í dag. Íslensku veitina skipuðu þeir Ingi Rúnar Gíslason, GS; Hlynur Geir Hjartarson, GOS og Nökkvi Gunnarsson, NK. Íslenska PGA golfkennarasveitin lenti í 19.-20. sæti. Hún spilaði á samtals 21 yfir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á PGA golfkennaramótinu SMELLIÐ HÉR:
Valdís Þóra komin áfram á lokaúrtökumótið
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er komin áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina og er þetta í fyrsta skipti sem tveir íslenskir kvenkylfingar spila samtímis á lokaúrtökumóti um að komast á Evrópumótaröð kvenna, en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var áður búin að tryggja sér sæti á lokaúrtökumótinu. Valdís Þóra lék samtals á 14 yfir pari, 306 höggum (76 73 77 80). Hún varð í 8.-10. sæti í úrtökumótinu en alls komust 42 keppendur af 78 áfram á lokaúrtökumótið, sem fer fram síðar í mánuðnum 17.-21. desember 2014. Glæsilegur árangur og glæsilegur kylfingur þar sem Valdísi Þóra er!!! Til þess að sjá lokastöðuna á úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Ólafur Már Sigurðsson og Húbert Ágústsson – 11. desember 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru Ólafur Már Sigurðsson og Húbert Ágústsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og er því 36 ára í dag. Hann varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013. Húbert er fæddur 11. desember 1973 og á því 41 árs afmæli. Hann er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Komast má á facebook síðu Húberts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Húbert Ágústsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bradley Dub Bryant, 11. desember 1954 (60 ára stórafmæli!!!); David Iwasaki-Smith, 11. desember 1959 (55 ára); Jean-Louis Lamarre, 11. desember 1959 (55 ára); Danny Mijovic, 11. desember 1960 (54 ára); Mary Beth Zimmerman, 11. Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Giulia Molinaro (1/45)
Ítalska stúlkan Giulia Molinaro varð í 43.-45. sæti á Q-school LPGA, sem fram fór á LPGA International í Daytona Beach, Florida 3.-7. desember 2014. Hún lék hringina 5 á samtals 1 yfir pari, 361 höggi ( 74-71-67-72 – 77) og er fyrsta stúlkan af þeim 45, sem hlutu keppnisrétt á LPGA 2015. Þær sem urðu í 1.-20. sæti hlutu fullan keppnisrétt en þær sem urðu í 21.-45. takmarkaðan keppnisrétt. Giulia Molinaro rétt slapp inn á LPGA mótaröðina og er því ein af þeim sem hlýtur takmarkaðan keppnisrétt. Giulia Molinaro fæddist 23. júlí 1990 og er því 24 ára. Sjá má grein Golf 1 þar sem Molinaro er kynnt með því að SMELLA Lesa meira










