Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 12:00

Dustin Johnson breytir um stefnu í máli gegn fyrrum lögmanni sínum

Dustin Johnson hefir, s.s. Golf 1 greindi frá, hafið mál gegn ráðgjafa, sem hann  treysti og félögum ráðgjafans á lögmannsstofu hans. Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR:  Meðal varnaraðila í máli Johnson er enn þessi aðalráðgjafi Johnson, Nathan „Nat“ Hardwick, sem á að hafa dregið að sér $ 3 milljónir og Johnson vill nú fá endurgreiddar. Hins vegar hefir stefnu Johnson verið breytt á þann veg að nú segir að Nat hafi aðeins verið peð á lögmannsstofunni og hafi átt að hafa umrædda fjárhæð af Johnson áður en honum var sjálfum sagt upp á lögmannsstofunni. Í fyrri stefnu sagði að Nat og félagar hans, bærðurnir Mark og Gerard Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Andrew Putnam (43/50)

Andrew Putnam var í 8. sæti á Web.com Tour Finals og hlaut því kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Andrew Putnam fæddist í Tacoma, Washington  25. janúar 1989 og er því 25 ára. Eldri bróðir Andrew, Michael spilar líka á PGA Tour. Andrew Putnam lék í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með Pepperdine University á árunum 2008-2011.  Hann vann tvisvar sinnum einstaklingskeppnishluta móta sem hann spilaði í og var þrisvar sinnum All-American. Putnam gerðist atvinnumaður eftir útskrift úr háskóla árið 2011. Hann spilaði fyrst á  eGolf Professional Tour árið 2012. Árið eftir, 2013,  var Andrew kominn á Web.com Tour og varð í 49. sæti á peningalistanum, en vann sér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 08:00

Evrópu&Sólskinstúrinn: Alfred Dunhill hefst í dag

Alfred Dunhill mótið er mót vikunnar á Evrópu- og Sólskinstúrnum suður-afríska, en mótið er samstarfsverkefni beggja mótaraða. Mótið fer fram á Leopard Creek CC, í Melalane í Suður-Afríku. Fylgjast má með stöðunni Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 02:00

Camilo Villegas kvæntist sl. sunnudag

PGA kylfingurinn kólombíski, Camilo Villegas, sem er einna þekktastur fyrir hina frægu kóngulóar-stöðu á flötum gekk í það heilaga í Kólombíu s.l. sunnudag, 7. desember 2014. Hann kvæntist löndu sinni Maríu Ochoa, en þau hafa verið saman í langan tíma. Sjá má myndir frá brúðkaupsveislu þeirra, sem m.a. var sótt af vinum Villegas, Keegan Bradley og Luke Donald og kærustu/eiginkonu hvors um sig. Myndirnar eru á Flipogram og má m.a. sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 00:30

Eitt besta högg Tiger

Nú þegar árið 2015 nálgast óðfluga og við erum farin að skrifa greinar þar sem Tiger vermir botnssætið í golfmótum, þá er e.t.v. vert að rifja upp besta högg sem Tiger hefir átt á löngum og farsælum ferli sínum. Eitt alfallegasta högg hans er óumdeilanlega höggið sem hann átti í Masters risamótinu fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar Steve Williams var enn á pokanum hjá honum og heimurinn var enn í lagi – Tiger einbeittur og flottur. Þetta er eitt alfallegasta pitch-högg golfsögunnar. Höggið kom á Redbud par-3 16. holu Augusta National og má sjá með því að SMELLA HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 00:15

LET: Feng og Koch efstar í Dubaí e. 1. dag

Það eru kínverski kylfingurinn Shanshan Feng og Carin Koch frá Frakklandi sem eru efstar og jafnar eftir 1. dag Omega Dubai Masters, sem hófst í gær á Majlis golfvellinum í Emirates Golf Club, í Dubaí. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er Solheim Cup stjarnan og LPGA kylfingurinn nýbakaði Charley Hull aðeins 1 höggi á eftir; á samtals 5 undir pari, 67 höggum. Þrjár deila síðan 4. sætinu þ.e. Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku, Becky Brewerton frá Wales og Lee Soyoung frá Suður-Kóreu. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Omega Dubaí Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 22:00

Valdís Þóra í 4. sæti fyrir lokahringinn í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í 4. sæti fyrir lokahringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó. Valdís Þóra er samtals búin að spila á 7 yfir pari, 226 höggum (76 73 77). Efst eftir 3. dag í úrtökumótinu er Nicole Garcia frá Suður-Afríku, á samtals 6 undir pari, 213 höggum (72 71 70) og hefir hún nokkra yfirburði en sú sem er í 2. sæti, áhugamaðurinn Anne Van Dam frá Hollandi er búin að spila á 5 yfir pari og hin sænska Louise Friberg, sem er í 3. sæti á 6 yfir pari. Það lítur því vel út með það að Valdís Þóra fái að keppa í lokaúrtökumótinu, líkt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Pedro Oriol (8/27)

Spænski kylfingurinn Pedro Oriol varð i 20. sæti af þeim 27 sem hlutu fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2014-2015. á lokaúrtökumótinu í Girona, á Spáni, 20. nóvember s.l. Pedro Oriol er fæddur 26. júlí 1986 og er því 28 ára.  Hann byrjaði í golfi 10 ára eftir að afi hans kenndi honum. Oriol lék í bandaríska háskólagolfinu með University of Arizona, en sneri aftur heim til Mardríd og lauk námi það í markaðsfræðum og fjármálastjórn. Oriol hefir allt frá árinu 2008 reynt að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school og hefir tvívegis komist á mótaröðina; fyrst árið 2010 þegar hann varð í 24. sæti og nú keppnistímabilið 2015 þegar hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Lárus Garðar Long – 10. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Lárus Garðar Long, GV. Hann er fæddur 10. desember 1999 og er því 15 ára í dag. Hann vann m.a. flokk 14 ára og yngri stráka  á Áskorendamótaröð Íslandsbanka í Setberginu 15. júní 2013.  Síðan sigraði Lárus Garðar í drengjaflokki á 3. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 21. júní 2014, sem fram fór hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Don Bies, f. 10. desember 1937 (77 ára)  Sjá má afmælisgrein Golf 1 um Bies með því að SMELLA HÉR ….. og ….. Thelma Þorbergsdóttir Thelma Þorbergsdóttir 10. desember 1981 Guðrún Garðars (58 ára) Snorri Bergþórsson  (42 ára) Sæmundur Pálsson (65 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 16:00

GR: Tom MacKenzie arkitekt hefir skilað drögum að uppbyggingu Grafarholtsvallar

Á heimasíðu GR í dag má lesa eftirfarandi frétt:  „Tom Mackenzie arkitekt hefur nú skilað drögum að uppbyggingu og greinagerð um ástandið á Grafarholtsvelli ásamt því hvað Golfklúbbi Reykjavíkur ber að gera til að rétta við og bæta gæði og vallaraðstæður. Umrædda skýrslu má nú finna á heimasíðu okkar (efst á forsíðu) eða undir „Tengd skjöl“ hér neðar á síðunni. Nú hafa félagsmenn okkar tíma til að kynna sér þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á vellinum á komandi árum. Samhliða þessu verður haldinn opinn félagsfundur á næsta ári þar sem farið verður yfir helstu þætti skýrslunnar. Við skorum á allar félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur að kynna sér skýrslu Tom Mackenzie. Frekari Lesa meira