Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Jason Scrivener (10/27)
Kylfingurinn Jason Scrivener varð i 18. sæti af þeim 27 sem hlutu fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2014-2015. á lokaúrtökumótinu í Girona, á Spáni, 20. nóvember s.l. Jason er fæddur 18. apríl 1989 í Cape Town, Suður-Afríku og er því 25 ára. Hann bjó fyrstu 5 ár sín í Suður-Afríku en fluttist síðan til Zimbabwe og síðan til Perth í Ástralíu. Hann náði 18. kortinu á frábæran hátt þegar hann fór upp um 31 sæti á lokahringnum eftir að hafa spilað fyrri 9 lokahringsins á 5 undir pari og lauk síðan hringnum á samtals 6 undir pari. Hann var annars í fínu formi þegar hann tók þátt í 2. stigi Q-school eftir Lesa meira
Greg Chalmers sigraði á PGA Australian Masters e.bráðabana við Scott og Ormsby
Nr. 3 á heimslistanum, Adam Scott var í sigurvænlegri stöðu fyrir lokahringinn í gær á PGA Australian Masters, en í dag átti hann fyrsta hring sinn yfir 70 þ.e. lék lokahringinn á 71 höggi og það dugði til þess að þeir Greg Chalmers, sem átti afburðadag, þar sem hann lék á 64 glæsihöggum og Wade Ormsby jöfnuðu við hann. Það varð að koma til bráðabana milli þeirra þriggja þar sem þeir voru allir jafnir að loknum 72 hefðbundnum spiluðum holum; þ.e. allir á 11 undir pari, 277 höggum; Adam Scott (68 69 69 71); Greg Chalmers (71 71 71 64) og Wade Ormsby (68 67 71 71). Bráðabaninn var æsispennandi. Lesa meira
GR: Golfklúbbur Reykjavíkur fagnar 80 ára afmæli sínu í dag – kaffiboð kl. 15-18
Golfklúbbur Reykjavíkur fagnar 80 ára afmæli félagsins í dag sunnudaginn 14. desember. GR vill minna alla sína góðu félagsmenn á afmæliskaffi klúbbsins milli kl.15:00 og 18:00 í golfskálnaum í Grafarholti. Hlökkum til að sjá sem flesta. Golfklúbbur Reykajvíkur
GA: Trjágróður á Jaðri snyrtur
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má lesa eftirfarandi frétt: „Nú á haustmánuðum hafa vaskir sjálboðaliðar hjá GA tekið sig til við það að snyrta trjágróðurinn á Jaðri. Er það þarft verk þar sem trén eru ansi mörg og orðin gömul. Ætlunin er að halda þessu áfram þegar tækifæri gefst til og veður leyfir. Til stendur að færa hvíta teiginn á 3. braut aftar og upp á gamla teiginn á 4. braut. Vegna þess þurfti að fjarlægja nokkur tré til þess að opna brautina betur og tókst það mjög vel.“
Afmæliskylfingar dagsins: Finnbogi Steingrímsson og Rickie Fowler ——————- 13. desember 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 13 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GKJ, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Finnbogi Steingrímsson. Mynd: Í einkaeigu Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 26 afmæli í dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann sigraði þá DA Points og Rory McIlroy í umspili á Wells Fargo Championship. Hann hefir átt frábært ár á PGA Tour nú í ár, 2014. Annars er Fowler frægur fyrir að vera í Golf Boys bandinu, sem átti gríðarlega vinsælt Lesa meira
GR: Afmæliskaffi fyrir félagsmenn GR á morgun sunnudaginn 14. desember 2014
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt: „Þann 14. desember 1934 komu nokkrir ágætir menn saman til fundar í Reykjavík. Tilefnið var stofnun golfklúbbs. Hlaut hann nafnið Golfklúbbur Íslands, enda fyrsti og þá eini golfklúbbur landsins. Nafninu var breytt í Golfklúbbur Reykjavíkur þegar fleiri klúbbar urðu til. Nú eru liðin 80 ár frá stofnun klúbbsins og því ber að fagna. Af þessu tilefni langar okkur að bjóða félagsmönnum til að fagna þessum merku tímamótum með okkur í golfskálanum Grafarholti á sjálfan afmælisdaginn 14. desember n.k. milli kl.15:00 og 18:00. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar í tilefni dagsins. Hlökkum til að sjá sem flesta. Golfklúbbur Reykjavíkur.“
Jeff Overton hent út af háskólakörfuboltaleik
PGA Tour kylfingurinn, Jeff Overton, sem spilaði golf með háskólaliði Indiana University í bandaríska háskólagolfinu er mikill aðdáandi körfuboltaliðs skólans The Hoosiers. S.l. þriðjudag var Overton hent út af Madison Square Garden í New York þegar The Hoosiers spiluðu við Louisville. Overton sem útskrifaðist frá Indiana háskóla 2005 viðurkenndi á Twitter að honum hefði verið hent út, en eyddi síðan skilaboðunum. Óljóst er af hverju Overton var vikið út af Madison Garden. Fyrir 3 árum lenti Overton í kasti við lögin vegna óláta á Hoosiers leik. Eftir leik við lið Kentucky þann 14. desember 2011 var Overton handtekinn vegna ölvunar á almannafæri og óláta. Fyrr um daginn hafði Overton gefið fyrrum háskóla sínum $50,000 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Marta Sanz Barrio (2/45)
Marta Sanz Barrio var ein af 3 stúlkum sem varð í 43.-45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA Marta Sanz Barrio fæddist 27. ágúst 19.. , dóttir Carmelo Sanz og Marina Barrio. Bæði Marta og eldri systir hennar Patrica spiluðu golf í bandaríska háskólagolfinu, með háskólaliði Auburn; Patricia var þar 2008-2012, en Marta er nýútskrifuð með gráðu í alþjóðlegri viðskiptafræði. Marta er frá Madríd og er þar í R.A.C.E. golfklúbbnum. Nú er Marta sem sagt komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA sem þýðir að hún fær að spila á Symetra Tour og verður boðið á nokkur LPGA mót.
Adam Scott, Wade Ormsby og Scott Strange leiða eftir 3. dag Australian PGA Championship
Adam Scott, sem á titil að verja á Australian PGA Championship er í 1. sæti ásamt löndum sínum Wade Ormsby og Scott Strange eftir 3. dag mótsins. Fyrir 3. keppnisdag var Scott 2 höggum á eftir Ormsby og Strange en náði þeim eftir að þeir báðir léku á 71. Scott, 34 ára, var með 4 fugla á 1 skolla á 3. hringnum í Royal Pines Resort á Gullströnd Ástralíu, þar sem Scott ólst upp. Samtals er Scott búinn að spila á 10 undir pari, 206 höggum (68 69 69). Nr.3 á heimslistanum, Scott sem er að reyna við 6 titil sinn á ástralasíska PGA Tour, sagði eftir 3. hringinn: „Það Lesa meira
PNC Feðgamótið hefst í dag – Myndir
PNC feðra/sona mótið hefst í dag í Orlando, Flórída, en mótið stendur dagana 13.-14. desember. Alls taka 20 lið, feður og synir þátt og þeir sem þykja sigurstranglegastir eru feðgarnir Qass og Vijay Singh og feðgarnir Dru og Davis Love III. Á síðasta ári sigruðu Stewart og Connor Cink og í 2. sæti urðu Steve Elkington og sonur hans Sam. Þátttakendur í ár eru m.a.: Mark O’Meara og sonur hans Shaun taka þátt í 7. sinn Hale Irwin og sonur hans Steve taka þátt í 17. sinn Tom Lehman og sonur hans Thomas, taka aftur þátt Raymond Floyd spilar í 17. skiptið Jack Nicklaus og sonur hans Jack II, taka þátt Lesa meira










