Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 13:00

Ernie Els vill sigra á Masters áður en hann hættir í golfi

Ernie Els, 45 ára, er enn ekki búinn að gefa upp drauminn um að sigra á Masters risamótinu, sem er næsta risamót á dagskrá þ.e. í apríl 2015, eins og allir vita. „Þegar ég var ungur var ég mjög cocky og hélt að ég myndi sigra á öllum risamótunum í réttri röð,“ sagði hann. „Ég hélt að ég myndi sigra á Masters fyrst allra risamóta og síðan Opna breska, Opna brandaríska og síðan PGA Championship.“ „Nú ég hef ekki sigrað á Masters hingað til og ég hef ekki sigrað á PGA Championship, þannig að ég ætla að reyna að sigra á Masters áður en ég hætti í golfi.“ „Það myndi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 11:00

Rory ekki vinsælastur í BBC kjöri um íþróttamann ársins

BBC stendur fyrir vali á íþróttamanni ársins hvert ár og fer valið fram með þeim hætti að almenningur fær að kjósa. Í ár var Lewis Hamilton, kappaksturskappi í 1. sæti meðal almennings og Rory McIlory nr. 1 á heimslista golfsins í 2. sæti. Þetta hefir vakið reiði meðal ýmissa breskra kylfinga. Ian Poulter sagði m.a. að kjörið væri fáránlegt og Paul McGinley sagði að kylfingar gætu vart gert betur en Rory gerði á þessu ári, en hann vann m.a. tvívegis á risamóti. Lee Westwood djókaði strax með það að Rory yrði þá bara næst að sigra á 4 risamótum, til þess að koma til greina í BBC verðlaunin og svo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 09:00

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra á æfingahring fyrir lokaúrtökumótið

Tveir íslenskir kvenkylfingar taka nú þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumót kvenna, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Lokaúrtökumótið fer fram í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó og hefst n.k. miðvikudag, þ.e. 17. desember 2014. Þátttakendur í lokaúrtökumótinu eru 133, margar gríðarlega sterkar og hafa spilað áður á Evrópumótaröðinni.  Nægir þar að nefna spænsku kylfingana Mariu Beautell og Carmen Alonso, Henri Zuel og Georgia Hall frá Englandi, (Georgia var í golffréttunum nýlega fyrir að hafa fengið glænýjan Mercedes Benz 200-C fyrir að fara holu í höggi á lokahring á 15. braut Maijilis golfvallarins í Dubaí á Omega Dubaí Ladies Open – Sjá grein Golf 1 um það með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 02:00

Evróputúrinn: Branden Grace sigraði á Alfred Dunhill mótinu

Það var heimamaðurinn Branden Grace, sem sigraði á Alfred Dunhill mótinu í Melanane í Suður-Afríku. Grace lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (62 66 72 68). Í 2. sæti heilum 7 höggum á eftir Grace varð Louis Oosthuizen, á samtals 13 undir pari, 275 höggum. Í 3. sæti varð Englendingurinn Andrew Johnston á 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 01:00

LET: Feng sigraði á Omega Dubaí Ladies Masters í 2. sinn á 3 árum

Það var kínverski kylfingurinn Shanshan Feng sem sigraði á Omega Dubaí Ladies Masters 2014 og er þetta í 2. sinn á 3 árum, sem hún hefur sigur á þessu lokamóti Evrópumótaraðarinnar. Um það sagði Feng eftir lokahringinn: „Þetta er annar sigur minn hér og starfsmennirnir hér sögðu mér að ég væri virkilega ein af tveimur sem sigrað hafa tvisvar hér, hin er Annika. Þannig að ég er reglulega stolt af sjálfri mér.“ Feng lék hringina 4 á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 67 66 70). „Ég hugsaði með sjálfri mér að ef ég næði að vera 22 undir, þá myndi ekki neinn ná mér.  Þannig að ég var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón G Daníelsson – 14. desember 2014

Það er  Guðjón Grétar Daníelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðjón Grétar fæddist í Kópavoginum 14. desember 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Úthlíð þar sem hann varð m.a. klúbbmeistari árið 2012. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Guðjóns Grétars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðjón G. Daníelsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:     Jane Crafter, 14. desember 1955 (59 ára) ….. og ……. Oliver Horovitz (29 ára) Unnur Jónsdóttir (74 ára) Jón Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 16:00

LET: Charley Hull varð efst á peningalistanum

Charley Hull hefir rækilega skrifað sig í golfsöguna en aðeins 12 mánuðum eftir að hafa orðið nýliði ársins á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna þá er hún nú efst á peningalistanum. Hin enska Charley sem er aðeins 18 ára, lauk keppni í 5. sæti á lokamóti Evrópumótaraðar kvenna,  Omega Dubai Ladies Masters á Majlis golfvellinum í Emirates golfklúbbnum. Þar með komst vinningsfé hennar á árinu  í f €263,096.69, og átti hún  €29,808  á þá sem varð í 2. sæti á peningalista LET 2014, hina frönsku Gwladys Nocera.  Fyrir að verða í efsta sæti á peningalista LET hlýtur Charley þar að auki €20.000 bónus frá ISPS Handa, sem styrkir listann. „Það er gott Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 14:30

PGA: Cameron Tringale og Jason Day sigruðu í Franklin Templeton Shoot Out

Það voru þeir Jason Day og Cameron Tringale, sem sigruðu á Franklin Templeton Shoot Out, með 1 höggi á næstu keppendur. Day og Tringale voru á samtals 32 undir pari, þ.e. léku 1 höggi betur en þeir Harris English og Matt Kuchar sem voru á samtals 31 undir pari og höfnuðu í 2. sæti. Fyrir sigurinn hlutu Day og Tringale $ 385.000,- hvor.  English og Kuchar þurfa ekkert að gráta í koddann sinn en þeir hlutu $ 242.500, hvor. Þess mætti geta að Jason Day er fyrsti sigurvegarinn utan Bandaríkjanna til að sigra í mótinu. Sjá má úrslitin í Frank Templeton Shoot Out 2014 með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: John Peterson (44/50)

John Peterson varð í 7. sæti á Web.com Tour finals og er því einn af 50, sem hlýtur full spilaréttindi á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. John Peterson fæddist 18. apríl 1989 í Fort Worth, Texas og er því 25 ára. Hann lék í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði Louisiana State University (LSU). Mikil hefð er í fjölskyldu Peterson að stunda nám í LSU, en mamma hans Jan var í LSU og einnig tvö systkina hans. Peterson segir að stærsta stund sín í golfinu hafi verið þegar honum var afhentur NCAA championship hringur hans á fótboltaleik milli LSU og Kentucky. Peterson fluttist aftur heim til Fort Worth, Texas árið 2014 eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 12:00

LET: Amy Boulden nýliði ársins

Það var Amy Boulden frá Wales, 21 árs, sem varð nýliði ársins á Evrópumótaröðinni árið 2014. Boulden tókst að verða T-24 á Omega Dubai Ladies Masters og þar með gulltryggði hún sér titilinn „nýliði ársins á Evrópumótaröð kvenna“ gagnvart helstu samkeppni hennar; þ.e. skosku stúlkunni Sally Watson og Nicole Broch Larsen frá Danmörku. Fyrir vikið hlaut Boulden forláta demantsarmbandsúr frá Omega. „Þetta hefir verið virkilega frábært fyrsta keppnistímabil á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour, skammst.: LET),” sagði Boulden ánægð, en hún sigraði m.a. á Association Suisse de Golf Ladies Open á LET Access s.l. maí Boulden var einn af þeim kylfingum sem gekk hvað best á LET í ár, en Lesa meira