Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Anirban Lahiri (11/27)
Indverski kylfingurinn Anirban Lahiri var sá 17. til þess að hljóta kortið sitt á Evróputúrnum. Hann er svo sem enginn nýgræðingur á Evrópumótaröðinni, hefir spilað á henni áður – m.a. tók hann þátt í Opna breska nú í sumar og vakti athygli fyrir að hann lét rífa sig úr miðri brúðkaupsferð til þess að svo mætti verða – Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Lahiri, sem er indverskur meistari í golfi heimsótti okkur Íslendinga m.a. í sumar ásamt fylgdarliði og spilaði hinn glæsilega Brautarholtsvöll, sem hann var mjög hrifinn af – Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Anirban Lahiri er fæddur 29. júní 1987 Lesa meira
GK: Sigurlaug Rún bjartasta vonin
Bjartasta von GK, spilaði gott golf í allt sumar og hefur lagt sig mikið fram við æfingar. Viðkomandi er til fyrirmyndar í einu og öllu, innan sem utan vallar. Bjartasta von GK í golfinu á árinu 2014 er Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Golf 1 óskar Sigurlaugu Rún til hamingju!!!
Tiger í Texas í gær að skoða 1. golfvöll sem hann hannaði í Bandaríkjunum
Tiger Woods var staddur í Texas í gær, þar sem hann skoðaði 1. golfvöll sem hann hefir hannað í Bandaríkjunum. Golfvöllurinn er í Montgomery, Texas, rétt norðan við Houston. Tiger Woods var ráðinn til að sjá um alla hönnun á nýjum velli sem hlotið Bluejack National – en hann er í Blaketree National golfklúbbnum. Tiger stoppaði í Texas á leið sinni til Cabo San Lucas í Mexíkó en þar opnar hann í dag 1. völlinn sem hann hannaði þ.e. El Cardonal at Diamante. Á Tiger vellinum í Texas verða m.a. TifEagle Bermuda flatir – með zoysiagrass teigum og brautum. Tiger sagði m.a. við blaðamenn að hann væri undrandi á að Houston og umhverfi Lesa meira
GK: Henning Darri hlaut Framfarabikar drengja
Á aðalfundi Keilis, sem fram fór 9. desember s.l. var m.a. veittur Framfarabikar drengja, Sá sem viðukenninguna hlaut sannaði í sumar að hann er einn efnilegasti kylfingur landsins. Hann lækkaði forgjöf sína úr 1,3 í -0,8, sem er stórglæsilegur árangur!!! Hann átti frábært ár og var í unglinga landsliði sem náði góðum árangri erlendis í sumar. Framfarabikarinn í ár, 2014, hlaut Henning Darri Þórðarson og óskar Golf 1 honum innilega til hamngju!
Monty hlaut John Jacobs Trophy
Colin Montgomerie (Monty) var heiðraður á eyjunni Máritíus fyrir að verða leikmaður nr. 1 á European Senior Tour (Öldungamótaröð Evrópu). Monty varð í 6. sæti á MCB Tour Championship og varð efstur á stigalista í 9. skipti á glæsilegum ferli sínum og í 8. sinn efstur á peningalista Evróputúrsins, sem er met. Monty var með 4 titla á öldungamótaröð Evrópu í ár (2014) þ.á.m. tvo risamótstitla öldunga og efstur á stigalistanum með verðlaunafé upp á €624,543 – sem er það hæsta í sögu Öldungamótaraðar Evrópu og bætti þar með met yfir fyrrum hæsta verðlaunaféð sem Carl Mason hlaut 2007, en það var €412,376. Monty, sem var fyrirliði í Ryder bikars liði Evrópu Lesa meira
GK: Steingrímur Daði hlaut Háttvísibikarinn
Það er hefð fyrir því að veita Háttvísibikar GSÍ, ásamt fleiri viðurkenningum á aðalfundi Keilis ár hvert. Þennan Háttvísisbikar hlýtur sá iðkanndi í unglingastarfinu, sem hefur vakið eftirtekt fyrir framkomu og æfingar á árinu. Fyrir árið 2014 hlaut Steingrímur Daði Kristjánsson bikarinn. Steingrímur Daði er einn allra efnilegasti kylfingur GK og vekur jafnframt eftirtekt fyrir góða og prúða framkomu jafnt á golfvellinum einsog fyrir utan hann. Hann er því vel að þessari nafnbót kominn. Golf 1 óskar Steingrími Daða innilega til hamingju!
GKB: Jóhann Friðbjörnsson endurkjörinn formaður 10. árið í röð – Góð afkoma þrátt fyrir rigningasumar!
Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs var haldinn laugardaginn 13. desember í golfskálanum í Kiðjabergi. Á fundinn mættu 44 félagar. Jóhann Friðbjörnsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram að um 2.000 fleiri komu á völlinn en árið á undan þrátt fyrir mjög svo afleitt veður um miðbik sumars. Þessi aukning var aðallega í ágúst og september . Rekstur klúbbsins gekk mjög vel og góður hagnaður var af rekstri. Jenetta Bárðardóttir fór yfir reikninga klúbbsins. Þar kom fram að hagnaður af rekstri var kr. 9.352,360 fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en að frádregnum þeim liðum er hagnaður kr. 2.676.796. Jenetta Bárðardóttir hætti í stjórn og í hennar stað kom Theódór S Halldórsson. Almenn ánægja Lesa meira
Asíutúrinn: Lee Westwood sigraði í Thaílandi
Það var Lee Westwood sem stóð uppi s.l. helgi sem sigurvegari í Thaíland Golf Championship á Asíutúrnum. Hann lék hringina 4 á 8 undir pari, 280 höggum (70 71 72 67) og á sigurinn að þakka frábærum lokahring upp á 5 undir pari. Aðeins 1 höggi munaði á Westwood og þeim sem varð í 2. sæti þ.e. Marcus Fraser frá Ástralíu og Martin Kaymer frá Þýskalandi. Fraser og Kaymer léku á samtals 7 undir pari, 281 höggi; Fraser (69 72 70 70) og Kaymer (71 72 70 68). Tommy Fleetwood frá Englandi varð í 4. sæti og Scott Hend frá Ástralíu í 5. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Lesa meira
GKJ: Kristján Þór og Heiða kylfingar ársins 2014
Að venju voru kylfingar ársins heiðraðir á aðalfundi GKj sem fram fór 11. desember s.l. Kristján Þór Einarsson og Heiða Guðnadóttir voru valin kylfingar ársins árið 2014 og veitti Þorsteinn Hallgrímsson formaður afreksnefndar þeim viðurkenningar. Golf 1 óskar þeim Kristjáni Þór og Heiðu innilega til hamingju!
Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 65 ára í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist og skyldi við Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (43 ára); Jane Park, 15. desember 1986 (28 ára); Nontaya Srisawang, frá Thaílandi 15. Lesa meira










